Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 18:08 Útisvæði leikskólans. Aðsend Nýr leikskóli hefur verið opnaður í Helgafellslandi í Mosfellsbæ sem hefur fengið nafnið Sumarhús. Leikskólinn er fyrir börn á aldrinum eins til fimm ára og rúmar 150 börn. Bæjarstjóri segir opnunina mikilvæg tímamót fyrir Mosfellsbæ. Í tilkynningu er greint frá því að opnun leikskólans sé stór og mikilvægur áfangi í bættri þjónustu við börn og fjölskyldur í sveitarfélaginu. Leikskólinn sé sérstaklega hannaður og byggður með þarfir barna og starfsfólks að leiðarljósi. Greint er frá því að frá hausti muni um 60 börn ásamt starfsfólki frá leikskólanum Hlaðhömrum dvelja tímabundið í Sumarhúsum meðan unnið er að framtíðarlausn fyrir Hlaðhamra, sem varð að loka í vetur vegna skemmda á húsnæði. Frá vinstri: Berglind Grétarsdóttir leikskólastjóri Sumarhúsa, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Magnús Þór Magnússon framkvæmdastjóri Aleflis, Aldís Stefánsdóttir bæjarfulltrúi og formaður fræðslu- og frístundaráðs, og Sveinbjörg Davíðsdóttir leikskólastjóri Hlaðhamra.Aðsend Heilsustefnan leiðarljós skólastarfsins Í tilkynningu segir enn fremur að starf Sumarhúsa byggi á Heilsustefnunni, þar sem áhersla er lögð á næringu, hreyfingu og sköpun í leik. „Við hlökkum mikið til að taka á móti þeim börnum sem hefja skólagöngu sína í Sumarhúsum að loknu sumarleyfi. Jafnframt verður spennandi að sjá starfið þróast og dafna og leikskólann verða einn af máttarstólpunum í skólasamfélagi Mosfellsbæjar,“ er haft eftir Berglindi Grétarsdóttur leikskólastjóra í Sumarhúsum. Leiksvæði.Aðsend „Sumarhús er í nýju og sérhönnuðu húsnæði í Helgafellslandi sem er í senn bjart, nútímalegt og vistvænt. Hugmyndafræðin að baki hönnun húsnæðisins er að leikskólinn verði hagkvæmur í rekstri, að hljóðvist, lýsing og loftgæði verði sem best og byggingin í heild sinni falli þannig að umhverfi sínu að auðvelt sé að tengja saman skólastarf, náttúru, umhverfi og samfélag,“ segir í tilkynningu. „Það voru Kanon arkitektar sem sáu um hönnun hússins, verkfræðihönnun var í höndum Teknik ehf. og VSÓ ráðgjöf sá um byggingarstjórnun. Verktakafyrirtækið Alefli ehf. sá um byggingu leikskólans og gekk vinnan það vel að verktakinn skilaði húsnæðinu af sér fyrir áætluð verklok.“ Berglind Grétarsdóttir leikskólastjóri.Aðsend Tímamót fyrir Mosfellsbæ Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir daginn marka mikilvæg tímamót fyrir Mosfellsbæ. „Við erum einstaklega ánægð með samvinnu við verktakafyrirtækið Alefli sem hefur staðið við allar tímasetningar og skilar af sér glæsilegu verki.“ „Með opnun Sumarhúsa er stigið stórt og mikilvægt skref í að fjölga leikskólarýmum og efla þjónustu við yngsu íbúa bæjarins og halda þannig áfram að gefa börnum allt frá 12 mánaða aldri kost á leikskólaplássi,“ er haft eftir Regínu. Skóla- og menntamál Leikskólar Mosfellsbær Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Í tilkynningu er greint frá því að opnun leikskólans sé stór og mikilvægur áfangi í bættri þjónustu við börn og fjölskyldur í sveitarfélaginu. Leikskólinn sé sérstaklega hannaður og byggður með þarfir barna og starfsfólks að leiðarljósi. Greint er frá því að frá hausti muni um 60 börn ásamt starfsfólki frá leikskólanum Hlaðhömrum dvelja tímabundið í Sumarhúsum meðan unnið er að framtíðarlausn fyrir Hlaðhamra, sem varð að loka í vetur vegna skemmda á húsnæði. Frá vinstri: Berglind Grétarsdóttir leikskólastjóri Sumarhúsa, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Magnús Þór Magnússon framkvæmdastjóri Aleflis, Aldís Stefánsdóttir bæjarfulltrúi og formaður fræðslu- og frístundaráðs, og Sveinbjörg Davíðsdóttir leikskólastjóri Hlaðhamra.Aðsend Heilsustefnan leiðarljós skólastarfsins Í tilkynningu segir enn fremur að starf Sumarhúsa byggi á Heilsustefnunni, þar sem áhersla er lögð á næringu, hreyfingu og sköpun í leik. „Við hlökkum mikið til að taka á móti þeim börnum sem hefja skólagöngu sína í Sumarhúsum að loknu sumarleyfi. Jafnframt verður spennandi að sjá starfið þróast og dafna og leikskólann verða einn af máttarstólpunum í skólasamfélagi Mosfellsbæjar,“ er haft eftir Berglindi Grétarsdóttur leikskólastjóra í Sumarhúsum. Leiksvæði.Aðsend „Sumarhús er í nýju og sérhönnuðu húsnæði í Helgafellslandi sem er í senn bjart, nútímalegt og vistvænt. Hugmyndafræðin að baki hönnun húsnæðisins er að leikskólinn verði hagkvæmur í rekstri, að hljóðvist, lýsing og loftgæði verði sem best og byggingin í heild sinni falli þannig að umhverfi sínu að auðvelt sé að tengja saman skólastarf, náttúru, umhverfi og samfélag,“ segir í tilkynningu. „Það voru Kanon arkitektar sem sáu um hönnun hússins, verkfræðihönnun var í höndum Teknik ehf. og VSÓ ráðgjöf sá um byggingarstjórnun. Verktakafyrirtækið Alefli ehf. sá um byggingu leikskólans og gekk vinnan það vel að verktakinn skilaði húsnæðinu af sér fyrir áætluð verklok.“ Berglind Grétarsdóttir leikskólastjóri.Aðsend Tímamót fyrir Mosfellsbæ Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir daginn marka mikilvæg tímamót fyrir Mosfellsbæ. „Við erum einstaklega ánægð með samvinnu við verktakafyrirtækið Alefli sem hefur staðið við allar tímasetningar og skilar af sér glæsilegu verki.“ „Með opnun Sumarhúsa er stigið stórt og mikilvægt skref í að fjölga leikskólarýmum og efla þjónustu við yngsu íbúa bæjarins og halda þannig áfram að gefa börnum allt frá 12 mánaða aldri kost á leikskólaplássi,“ er haft eftir Regínu.
Skóla- og menntamál Leikskólar Mosfellsbær Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira