Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júní 2025 14:20 Samstaða er meðal Akureyringa um stóra umferðarljósamálið. Baldur Kristjáns/Vísir/Markaðsstofa Norðurlands Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið. „Við eigum náttúrlega eftir að fá þetta til umfjöllunar. Ég get ekki trúað öðru en að við munum hafna þessu alfarið,“ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri í samtali við fréttastofu. Hún segir að það kæmi henni mjög á óvart ef einhver í bæjarstjórn tæki afstöðu með ósk Vegagerðarinnar. „Óskiljanlegt að þetta sé forgangsatriði“ Greint var frá því í gær að Vegagerðin hefði óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtun yrðu fjarlægð. Stofnunin hafi fengið ábendingar um að þau ógni umferðaröryggi. „Þetta er búið að vera í sautján ár og það er óskiljanlegt að þetta sé forgangsatriði hjá Vegagerðinni,“ segir Ásthildur. Sindri S. Kristjánsson varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri situr í skipulagsráði bæjarins, sem tók við erindinu. Hann tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum í dag. Fyrstu viðbrögð að henda bréfinu í ruslið „Mín fyrstu viðbrögð voru að henda þessu bréfi í ruslið, slíkt er glóruleysið að mínu mati. En það er víst ekki góð stjórnsýsla. Þannig að afgreiðslu málsins var frestað á meðan við ráðum ráðum okkar. Það kemur engan veginn til greina af minni hálfu að verða við þessari kröfu Vegagerðarinnar. Við eyðum ekki af yfirborði jarðar einu helsta kennileiti bæjarins, hérlendis og erlendis, byggt á einu bréfi,“ skrifar Sindri á Facebook. Í fundargerð skipulagsráðsins síðan í fyrradag segir að ráðið fresti afgreiðslu á málinu. Sindri vekur athygli á að á síðasta fundi skipulagsráðsins hafi verið kynnt áttatíu blaðsíðna löng drög að nýrri umferðaröryggisáætlun fyrir Akureyri, unnum af verkfræðistofunni Eflu. Hvergi í drögunum sé minnst á umferðarljósin. Rögnvaldur Már Helgason verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands birti í gær grein á vef Markaðsstofunnar þar sem saga umferðarljósanna er rekin. „Forsaga hjartanna nær til ársins 2008 en það sumar tók hátíðin Ein með öllu sem haldin er um verslunarmannahelgi miklum breytingum sem fjölskylduhátíð. Eitt af því sem gert var til að leggja áherslu á gildi hátíðarinnar var að setja rauð hjörtu í umferðaljósin og vöktu þau mikla lukku,“ segir í greininni sem rituð er af Agli Bjarnasyni. Þess má geta að sumarið áður skók Lúkasarmálið alræmda Akureyri. Málið vakti miklar umræður um flökkusögur og dómstól götunnar. Hvort Lúkasarmálið hafi haft áhrif á breyttar áherslur hátíðarinnar skal þó látið liggja milli hluta. Ríkulegur þáttur í sögu bæjarins. Í efnahagshruninu 2008 hafi Akureyrarstofa sett af stað átak að nafni „Brostu með hjartanu“ og hjartað fest sig í sessi sem eitt einkenni bæjarins. „Það er algjör tilviljun að ég birti þessa færslu fyrir hádegi en eftir hádegi fyllist Facebook hjá mér af færslum um þessi rauðu hjörtu. Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri í gangi,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. „Það er skrítið að þetta sé allt í einu núna komið í umræðuna. Við höfum verið að segja þessa sögu um hjörtun í mörg ár og hún slær alltaf í gegn.“ Hjörtun séu ríkulegur þáttur af sögu Akureyrarbæjar, sem hann vonast til að geta haldið áfram að segja ferðamönnum, blaðamönnum, ferðaskrifstofufólki og öðrum gestum. Rögnvaldur finnur fyrir miklum samhug meðal Akureyringa um að ljósin skuli standa. „Facebook feedið mitt fylltist af færslum frá fólki sem vill ekki að þau fari. Þetta hefur auðvitað aldrei verið neitt annað en jákvæð skilaboð.“ Akureyri Menning Umferðaröryggi Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Við eigum náttúrlega eftir að fá þetta til umfjöllunar. Ég get ekki trúað öðru en að við munum hafna þessu alfarið,“ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri í samtali við fréttastofu. Hún segir að það kæmi henni mjög á óvart ef einhver í bæjarstjórn tæki afstöðu með ósk Vegagerðarinnar. „Óskiljanlegt að þetta sé forgangsatriði“ Greint var frá því í gær að Vegagerðin hefði óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtun yrðu fjarlægð. Stofnunin hafi fengið ábendingar um að þau ógni umferðaröryggi. „Þetta er búið að vera í sautján ár og það er óskiljanlegt að þetta sé forgangsatriði hjá Vegagerðinni,“ segir Ásthildur. Sindri S. Kristjánsson varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri situr í skipulagsráði bæjarins, sem tók við erindinu. Hann tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum í dag. Fyrstu viðbrögð að henda bréfinu í ruslið „Mín fyrstu viðbrögð voru að henda þessu bréfi í ruslið, slíkt er glóruleysið að mínu mati. En það er víst ekki góð stjórnsýsla. Þannig að afgreiðslu málsins var frestað á meðan við ráðum ráðum okkar. Það kemur engan veginn til greina af minni hálfu að verða við þessari kröfu Vegagerðarinnar. Við eyðum ekki af yfirborði jarðar einu helsta kennileiti bæjarins, hérlendis og erlendis, byggt á einu bréfi,“ skrifar Sindri á Facebook. Í fundargerð skipulagsráðsins síðan í fyrradag segir að ráðið fresti afgreiðslu á málinu. Sindri vekur athygli á að á síðasta fundi skipulagsráðsins hafi verið kynnt áttatíu blaðsíðna löng drög að nýrri umferðaröryggisáætlun fyrir Akureyri, unnum af verkfræðistofunni Eflu. Hvergi í drögunum sé minnst á umferðarljósin. Rögnvaldur Már Helgason verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands birti í gær grein á vef Markaðsstofunnar þar sem saga umferðarljósanna er rekin. „Forsaga hjartanna nær til ársins 2008 en það sumar tók hátíðin Ein með öllu sem haldin er um verslunarmannahelgi miklum breytingum sem fjölskylduhátíð. Eitt af því sem gert var til að leggja áherslu á gildi hátíðarinnar var að setja rauð hjörtu í umferðaljósin og vöktu þau mikla lukku,“ segir í greininni sem rituð er af Agli Bjarnasyni. Þess má geta að sumarið áður skók Lúkasarmálið alræmda Akureyri. Málið vakti miklar umræður um flökkusögur og dómstól götunnar. Hvort Lúkasarmálið hafi haft áhrif á breyttar áherslur hátíðarinnar skal þó látið liggja milli hluta. Ríkulegur þáttur í sögu bæjarins. Í efnahagshruninu 2008 hafi Akureyrarstofa sett af stað átak að nafni „Brostu með hjartanu“ og hjartað fest sig í sessi sem eitt einkenni bæjarins. „Það er algjör tilviljun að ég birti þessa færslu fyrir hádegi en eftir hádegi fyllist Facebook hjá mér af færslum um þessi rauðu hjörtu. Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri í gangi,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. „Það er skrítið að þetta sé allt í einu núna komið í umræðuna. Við höfum verið að segja þessa sögu um hjörtun í mörg ár og hún slær alltaf í gegn.“ Hjörtun séu ríkulegur þáttur af sögu Akureyrarbæjar, sem hann vonast til að geta haldið áfram að segja ferðamönnum, blaðamönnum, ferðaskrifstofufólki og öðrum gestum. Rögnvaldur finnur fyrir miklum samhug meðal Akureyringa um að ljósin skuli standa. „Facebook feedið mitt fylltist af færslum frá fólki sem vill ekki að þau fari. Þetta hefur auðvitað aldrei verið neitt annað en jákvæð skilaboð.“
Akureyri Menning Umferðaröryggi Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira