Vegið að íslenska lífeyriskerfinu Björgvin Jón Bjarnason, Þóra Eggertsdóttir, Halldór Kristinsson, Guðmundur Svavarsson, Elsa Björk Pétursdóttir, Jón Ólafur Halldórsson og Arnar Hjaltalín skrifa 26. júní 2025 11:47 Íslenska lífeyriskerfið eins og við þekkjum það hefur byggst upp um áratugaskeið í nánu samstarfi ríkisins og aðila vinnumarkaðarins. Í grunninn er kerfið búið til í kringum þá hugmyndafræði að lífeyrissjóðir tryggi tekjur fólks á vinnumarkaði við starfslok eða þegar áföll knýja dyra, en að ríkið tryggi lágmarksframfærslu þeirra. Með þessum hætti hefur tekist að búa til eignasafn upp á um 8.500 milljarða króna, sem stendur undir stærsta hluta framfærslu íslenskra ellilífeyris- og örorkuþega. Þetta kerfi má líta á sem risavaxið innviðakerfi, þar sem launamenn tryggja eigin framfærslu með framlögum sínum. Íslenska fyrirkomulagið hefur heilt yfir mælst vel fyrir, meira að segja svo vel að eftir því hefur verið tekið á alþjóðavísu. En ekkert kerfi er fullkomið. Á því er íslenska lífeyriskerfið engin undantekning. Sennilega snúa helstu hnökrar lífeyriskerfisins að samspili lífeyrissjóðakerfisins og almannatrygginga ríkisins. Einn annmarkinn er svokölluð víxlverkun bóta almannatrygginga og örorkulífeyris. Enginn ágreiningur er á milli almannatrygginga og lífeyrissjóða um að þarna verður að ráða bót á. Vanhugsað inngrip Fyrir þinginu liggur nú frumvarp fjármálaráðherra sem hyggst leggja bann við því að lífeyrissjóðir taki mið af greiðslum almannatrygginga til fólks við útgreiðslu örorkulífeyris. Vissulega má hrósa ráðherranum fyrir viðleitnina til að leysa úr vandanum, en af lestri frumvarpsins er ljóst að það bætir frekar í vandann en hitt. Breytingin felst í því að lífeyrissjóðum verður óheimilt að taka tillit til greiðslna almannatrygginga við útreikning á örorkulífeyri sjóðfélaga. Í stað þess að örorkulífeyrir úr lífeyrissjóði dragist frá eða aðlagist greiðslum frá Tryggingastofnun, munu sjóðirnir greiða örorkulífeyri óháð greiðslum frá hinu opinbera. Þetta felur í sér að tekjutengingin milli kerfanna verður afnumin. Þessi tenging hefur verið við lýði um langa hríð og hefur verið framlengd með svokölluðu bráðabirgðaákvæði. Með þessu frumvarpi virðist vera vikið frá þeirri meginreglu trygginga að bótum sé ætlað að tryggja að bótaþegi sé jafnsettur fjárhagslega eftir tjón. Greiningar benda til að örorkugreiðslur myndu í fjölmörgum tilvikum skila hærri tekjum en grunnlaun verkafólks. Þarna er því farin sú leið að bótaþegi sé hreinlega betur staddur eftir tjón en fyrir sem gengur gegn þeirri hugmyndafræði nýs kerfis um að auka virkni fólks. Þannig grefur frumvarpið alvarlega undan hvata til atvinnuþátttöku með tilheyrandi tjóni fyrir samfélagið. Hver borgar að lokum? Hugmyndir ráðherrans munu hafa mjög neikvæð áhrif á fjárhagsstöðu íslensku lífeyrissjóðanna. Sérstaklega þeirra sjóða sem greiða hátt hlutfall örorkulífeyris. Breytingarnar munu þannig óhjákvæmilega koma niður á almenningi þar sem ellilífeyrisgreiðslur þessara sömu sjóða munu lækka. Þessar breytingar munu koma sérstaklega illa niður á verkafólki þar sem örorkutíðni er hærri en meðal annarra stétta. Nái lagabreyting ráðherrans fram að ganga er ljóst að 1,3 milljarða króna kostnaði vegna hækkunar örorkugreiðslna verður velt á verkafólk og ellilífeyrisþega sem eiga aðild að lífeyrissjóðunum. Til viðbótar hefur sami ráðherra ákveðið að fella niður jöfnunarframlag ríkisins vegna örorkubyrði sem er ætlað að rétt hlut þeirra sjóða sem hafa hæsta tíðni örorku. Jöfnunarframlag vegna örorkubyrði milli lífeyrissjóða var fest í lögum um tryggingagjald til að unnt væri að taka tillit til þess við tryggingafræðilegt mat. Nú hyggst ríkisstjórnin einhliða fella niður þetta framlag frá og með árinu 2026, þvert á það samkomulag sem gert var við aðila vinnumarkaðarins og leitt var í lög.Þessi vinnubrögð eru óboðleg og geta ekki verið það sem þessi ríkisstjórn ætlar sér í samskiptum við almenning. Lífeyrissjóðir hafa frá gildistöku bráðabirgðaákvæðisins, tekið á sig aukinn hluta örorkugreiðslna ár frá ári. Í tilviki lífeyrissjóðsins Stapa er sá sjóður t.d. að greiða 22% hærri örorkulífeyri en samþykktir sjóðsins kveða á um vegna þessa bráðabirgðaákvæðis. Heildaráhrif vegna niðurfellingar jöfnunarframlags vegna örorkubyrði og þeirra breytinga sem nú eru fyrirhugaðar eru umtalsvert meiri á ellilífeyrisþega (lífeyrissjóði landsins) en ríkissjóð. Greiðslur lífeyrissjóðanna vegna örorkulífeyris munu því hækka um 8,8 milljarða króna á ári við kerfisbreytinguna á meðan greiðslur ríkissjóðs hækka aðeins um 3 milljarða.Þannig eru auknar byrðar lagðar á launafólk og framtíðarellilífeyrisþega því óhjákvæmilega mun breytingin fela í sér skerðingar ellilífeyris sjóðfélaga til að fjármagna hærri örorkulífeyrisgreiðslur. Stjórnarskrárvörðum réttindum ógnað Af lestri frumvarpsins verður vart annað séð en að stjórnarskrárvörðum réttindum sjóðfélaga sé ógnað með beinum hætti. Áunnin lífeyrisréttindi njóta sérstakrar verndar samkvæmt stjórnarskrá Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Þegar réttindi eru skert eða útreikningum þeirra breytt einhliða, án samráðs við hagsmunaaðila og án mótvægisaðgerða, er vegið að þessum grundvallarréttindum með þeim hætti sem vart stenst lögfræðilega skoðun. Slík inngrip án viðeigandi varúðarráðstafana eru verulegt áhyggjuefni. Ekki liggja fyrir útfærðar áætlanir um hvernig ríkið hyggst mæta þeim áhrifum sem breytingin hefur á lífeyrissjóðina, né heldur hvernig mismunandi staða sjóða verði jöfnuð. Frumvarpið, eins og það liggur fyrir, skortir heildstæða greiningu á áhrifum fyrir sjóðina og einstaklinga. Launafólk þarf að geta treyst á kerfið Lífeyrissjóðakerfið hefur verið farsællega byggt upp með samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins undanfarna áratugi. Ef stjórnvöld ráðast í grundvallarbreytingar á lífeyrissjóðakerfinu án samstarfs og samráðs við þá sem að sjóðunum standa mun hrikta í þessari mikilvægu grunnstoð íslensks samfélags. Eðlilegast væri að ríkið bæri áfram ábyrgð á grunnframfærslu öryrkja, en lífeyrissjóðir tryggðu áfram tekjutengdan viðbótarstuðning án þess að ganga á réttindi annarra sjóðfélaga. Þannig mætti koma í veg fyrir víxlverkun og draga úr ójafnvægi milli sjóða. Við hvetjum stjórnvöld til að draga umrætt frumvarp til baka og efna til raunverulegs samráðs um þetta mikilvæga mál. Launafólk verður að geta treyst því að ellilífeyrir þeirra að lokinni starfsævi sé ekki háður geðþóttaákvörðunum stjórnmálamanna. Höfundar sitja í stjórnum þeirra lífeyrissjóða sem eru á samningssviði ASÍ og SA. ·Björgvin Jón Bjarnason, formaður stjórnar Gildi lífeyrissjóðs ·Þóra Eggertsdóttir, formaður stjórnar Birtu lífeyrissjóðs ·Halldór Kristinsson, formaður stjórnar Festu lífeyrissjóðs ·Guðmundur Svavarsson, formaður stjórnar lífeyrissjóðs Rangæinga ·Elsa Björg Pétursdóttir, varaformaður stjórnar Stapa lífeyrissjóðs ·Jón Ólafur Halldórsson, formaður stjórnar lífeyrissjóðs verzlunarmanna ·Arnar Hjaltalín, formaður stjórnar lífeyrissjóðs Vestmannaeyja Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Sjá meira
Íslenska lífeyriskerfið eins og við þekkjum það hefur byggst upp um áratugaskeið í nánu samstarfi ríkisins og aðila vinnumarkaðarins. Í grunninn er kerfið búið til í kringum þá hugmyndafræði að lífeyrissjóðir tryggi tekjur fólks á vinnumarkaði við starfslok eða þegar áföll knýja dyra, en að ríkið tryggi lágmarksframfærslu þeirra. Með þessum hætti hefur tekist að búa til eignasafn upp á um 8.500 milljarða króna, sem stendur undir stærsta hluta framfærslu íslenskra ellilífeyris- og örorkuþega. Þetta kerfi má líta á sem risavaxið innviðakerfi, þar sem launamenn tryggja eigin framfærslu með framlögum sínum. Íslenska fyrirkomulagið hefur heilt yfir mælst vel fyrir, meira að segja svo vel að eftir því hefur verið tekið á alþjóðavísu. En ekkert kerfi er fullkomið. Á því er íslenska lífeyriskerfið engin undantekning. Sennilega snúa helstu hnökrar lífeyriskerfisins að samspili lífeyrissjóðakerfisins og almannatrygginga ríkisins. Einn annmarkinn er svokölluð víxlverkun bóta almannatrygginga og örorkulífeyris. Enginn ágreiningur er á milli almannatrygginga og lífeyrissjóða um að þarna verður að ráða bót á. Vanhugsað inngrip Fyrir þinginu liggur nú frumvarp fjármálaráðherra sem hyggst leggja bann við því að lífeyrissjóðir taki mið af greiðslum almannatrygginga til fólks við útgreiðslu örorkulífeyris. Vissulega má hrósa ráðherranum fyrir viðleitnina til að leysa úr vandanum, en af lestri frumvarpsins er ljóst að það bætir frekar í vandann en hitt. Breytingin felst í því að lífeyrissjóðum verður óheimilt að taka tillit til greiðslna almannatrygginga við útreikning á örorkulífeyri sjóðfélaga. Í stað þess að örorkulífeyrir úr lífeyrissjóði dragist frá eða aðlagist greiðslum frá Tryggingastofnun, munu sjóðirnir greiða örorkulífeyri óháð greiðslum frá hinu opinbera. Þetta felur í sér að tekjutengingin milli kerfanna verður afnumin. Þessi tenging hefur verið við lýði um langa hríð og hefur verið framlengd með svokölluðu bráðabirgðaákvæði. Með þessu frumvarpi virðist vera vikið frá þeirri meginreglu trygginga að bótum sé ætlað að tryggja að bótaþegi sé jafnsettur fjárhagslega eftir tjón. Greiningar benda til að örorkugreiðslur myndu í fjölmörgum tilvikum skila hærri tekjum en grunnlaun verkafólks. Þarna er því farin sú leið að bótaþegi sé hreinlega betur staddur eftir tjón en fyrir sem gengur gegn þeirri hugmyndafræði nýs kerfis um að auka virkni fólks. Þannig grefur frumvarpið alvarlega undan hvata til atvinnuþátttöku með tilheyrandi tjóni fyrir samfélagið. Hver borgar að lokum? Hugmyndir ráðherrans munu hafa mjög neikvæð áhrif á fjárhagsstöðu íslensku lífeyrissjóðanna. Sérstaklega þeirra sjóða sem greiða hátt hlutfall örorkulífeyris. Breytingarnar munu þannig óhjákvæmilega koma niður á almenningi þar sem ellilífeyrisgreiðslur þessara sömu sjóða munu lækka. Þessar breytingar munu koma sérstaklega illa niður á verkafólki þar sem örorkutíðni er hærri en meðal annarra stétta. Nái lagabreyting ráðherrans fram að ganga er ljóst að 1,3 milljarða króna kostnaði vegna hækkunar örorkugreiðslna verður velt á verkafólk og ellilífeyrisþega sem eiga aðild að lífeyrissjóðunum. Til viðbótar hefur sami ráðherra ákveðið að fella niður jöfnunarframlag ríkisins vegna örorkubyrði sem er ætlað að rétt hlut þeirra sjóða sem hafa hæsta tíðni örorku. Jöfnunarframlag vegna örorkubyrði milli lífeyrissjóða var fest í lögum um tryggingagjald til að unnt væri að taka tillit til þess við tryggingafræðilegt mat. Nú hyggst ríkisstjórnin einhliða fella niður þetta framlag frá og með árinu 2026, þvert á það samkomulag sem gert var við aðila vinnumarkaðarins og leitt var í lög.Þessi vinnubrögð eru óboðleg og geta ekki verið það sem þessi ríkisstjórn ætlar sér í samskiptum við almenning. Lífeyrissjóðir hafa frá gildistöku bráðabirgðaákvæðisins, tekið á sig aukinn hluta örorkugreiðslna ár frá ári. Í tilviki lífeyrissjóðsins Stapa er sá sjóður t.d. að greiða 22% hærri örorkulífeyri en samþykktir sjóðsins kveða á um vegna þessa bráðabirgðaákvæðis. Heildaráhrif vegna niðurfellingar jöfnunarframlags vegna örorkubyrði og þeirra breytinga sem nú eru fyrirhugaðar eru umtalsvert meiri á ellilífeyrisþega (lífeyrissjóði landsins) en ríkissjóð. Greiðslur lífeyrissjóðanna vegna örorkulífeyris munu því hækka um 8,8 milljarða króna á ári við kerfisbreytinguna á meðan greiðslur ríkissjóðs hækka aðeins um 3 milljarða.Þannig eru auknar byrðar lagðar á launafólk og framtíðarellilífeyrisþega því óhjákvæmilega mun breytingin fela í sér skerðingar ellilífeyris sjóðfélaga til að fjármagna hærri örorkulífeyrisgreiðslur. Stjórnarskrárvörðum réttindum ógnað Af lestri frumvarpsins verður vart annað séð en að stjórnarskrárvörðum réttindum sjóðfélaga sé ógnað með beinum hætti. Áunnin lífeyrisréttindi njóta sérstakrar verndar samkvæmt stjórnarskrá Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Þegar réttindi eru skert eða útreikningum þeirra breytt einhliða, án samráðs við hagsmunaaðila og án mótvægisaðgerða, er vegið að þessum grundvallarréttindum með þeim hætti sem vart stenst lögfræðilega skoðun. Slík inngrip án viðeigandi varúðarráðstafana eru verulegt áhyggjuefni. Ekki liggja fyrir útfærðar áætlanir um hvernig ríkið hyggst mæta þeim áhrifum sem breytingin hefur á lífeyrissjóðina, né heldur hvernig mismunandi staða sjóða verði jöfnuð. Frumvarpið, eins og það liggur fyrir, skortir heildstæða greiningu á áhrifum fyrir sjóðina og einstaklinga. Launafólk þarf að geta treyst á kerfið Lífeyrissjóðakerfið hefur verið farsællega byggt upp með samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins undanfarna áratugi. Ef stjórnvöld ráðast í grundvallarbreytingar á lífeyrissjóðakerfinu án samstarfs og samráðs við þá sem að sjóðunum standa mun hrikta í þessari mikilvægu grunnstoð íslensks samfélags. Eðlilegast væri að ríkið bæri áfram ábyrgð á grunnframfærslu öryrkja, en lífeyrissjóðir tryggðu áfram tekjutengdan viðbótarstuðning án þess að ganga á réttindi annarra sjóðfélaga. Þannig mætti koma í veg fyrir víxlverkun og draga úr ójafnvægi milli sjóða. Við hvetjum stjórnvöld til að draga umrætt frumvarp til baka og efna til raunverulegs samráðs um þetta mikilvæga mál. Launafólk verður að geta treyst því að ellilífeyrir þeirra að lokinni starfsævi sé ekki háður geðþóttaákvörðunum stjórnmálamanna. Höfundar sitja í stjórnum þeirra lífeyrissjóða sem eru á samningssviði ASÍ og SA. ·Björgvin Jón Bjarnason, formaður stjórnar Gildi lífeyrissjóðs ·Þóra Eggertsdóttir, formaður stjórnar Birtu lífeyrissjóðs ·Halldór Kristinsson, formaður stjórnar Festu lífeyrissjóðs ·Guðmundur Svavarsson, formaður stjórnar lífeyrissjóðs Rangæinga ·Elsa Björg Pétursdóttir, varaformaður stjórnar Stapa lífeyrissjóðs ·Jón Ólafur Halldórsson, formaður stjórnar lífeyrissjóðs verzlunarmanna ·Arnar Hjaltalín, formaður stjórnar lífeyrissjóðs Vestmannaeyja
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun