Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2025 11:07 Baldvin Þorsteinsson kampakátur að vera orðinn forstjóri Samherja hf. Hann tekur við starfinu af föður sínum, Þorsteini Má Baldvinssyni. Samherji Baldvin Þorsteinsson hefur tekið við sem forstjóri Samherja hf. en Þorsteinn Már Baldvinsson, faðir Baldvins, hefur látið af störfum eftir að hafa gegnt starfi forstjóra í 42 ár frá stofnun félagsins 1983. Greint er frá forstjóraskiptunum í tilkynningu frá Samherja. Þar segir að stjórn Samherja hafi fyrr í júní gengið frá ráðningu Baldvins sem sé þakklátur fyrir það traust sem honum er sýnt með ráðningunni. Þorsteinn Már greindi frá því í maí síðastliðnum að hann myndi láta af störfum sem forstjóri félagsins í júní og að sonurinn tæki við. „Eins og margir Akureyringar byrjaði ég ungur að árum að vinna hjá Samherja og hef gegnt margvíslegum störfum hjá félaginu í gegnum árin. Ég hef því kynnst félaginu, innviðum þess og starfsfólkinu smám saman og nú síðustu tvö árin sem stjórnarformaður Samherja. Þá hefur náið samstarf okkar feðga verið mikilvægt og gefandi,“ sagði Baldvin í tilefni af ráðningunni Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Össurar hf. (nú Embla Medical) hefur tekið sæti Baldvins í stjórninni og er nýr stjórnarformaður Samherja hf. Jón hefur áður verið í stjórn félagsins, nánar tiltekið frá 2002 til 2006. Baldvin segist taka við öflugu búi og stefnan sé að byggja á þeim góða árangri sem náðst hafi á undanförnum árum. Félagið ætli að leggja frekari áherslu á landeldi með byggingu stórrar landeldisstöðvar á Reykjanesi og endurnýjun landeldisstöðvarinnar í Öxarfirði. Baldvin Þorsteinsson forstjóri Samherja ásamt stjórn: Kristján Vilhelmsson, Dagný Linda Kristjánsdóttir varaformaður, Jón Sigurðsson formaður, Ásta Dís Óladóttir, Óskar Magnússon.Samherji Uppalinn fyrir norðan, nám fyrir sunnan og útrás Baldvin Þorsteinsson er fæddur 1983, uppalinn á Akureyri og gekk svo í Menntaskólann á Akureyri áður en hann flutti suður til að hefja nám í Háskóla Íslands Eftir útskrift úr Bsc-námi í iðnaðarverkfræði frá HÍ 2007 hóf Baldvin störf hjá Samherja. Baldvin var árunum 2013-16 forstjóri Jarðborana hf. og var síðan framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Samherja frá 2016 til 2019. Hann flutti til Hollands, stýrði stofnun Alda Seafood og gegndi stöðu framkvæmdastjóra félagsin til 2022 þegar hann flutti ásamt fjölskyldu sinni til Noregs til að stýra skrifstofu Alda Seafood í Osló. Baldvin hefur setið í stjórnum fjölmargra félaga bæði hér á landi og erlendis. Hann var stjórnarformaður Eimskips hf. frá 2019 til 2022, sat í stjórn Olíuverzlunar Íslands (Olís) frá 2011 til 2018 og situr í dag í stjórn Samherja fiskeldis ehf., Nergård AS í Noregi og er stjórnarformaður Alda Seafood í Hollandi. Baldvin er kvæntur Þóru Kristínu Pálsdóttur og eiga þau þrjár dætur. Tímamót Vistaskipti Sjávarútvegur Akureyri Dalvíkurbyggð Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Greint er frá forstjóraskiptunum í tilkynningu frá Samherja. Þar segir að stjórn Samherja hafi fyrr í júní gengið frá ráðningu Baldvins sem sé þakklátur fyrir það traust sem honum er sýnt með ráðningunni. Þorsteinn Már greindi frá því í maí síðastliðnum að hann myndi láta af störfum sem forstjóri félagsins í júní og að sonurinn tæki við. „Eins og margir Akureyringar byrjaði ég ungur að árum að vinna hjá Samherja og hef gegnt margvíslegum störfum hjá félaginu í gegnum árin. Ég hef því kynnst félaginu, innviðum þess og starfsfólkinu smám saman og nú síðustu tvö árin sem stjórnarformaður Samherja. Þá hefur náið samstarf okkar feðga verið mikilvægt og gefandi,“ sagði Baldvin í tilefni af ráðningunni Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Össurar hf. (nú Embla Medical) hefur tekið sæti Baldvins í stjórninni og er nýr stjórnarformaður Samherja hf. Jón hefur áður verið í stjórn félagsins, nánar tiltekið frá 2002 til 2006. Baldvin segist taka við öflugu búi og stefnan sé að byggja á þeim góða árangri sem náðst hafi á undanförnum árum. Félagið ætli að leggja frekari áherslu á landeldi með byggingu stórrar landeldisstöðvar á Reykjanesi og endurnýjun landeldisstöðvarinnar í Öxarfirði. Baldvin Þorsteinsson forstjóri Samherja ásamt stjórn: Kristján Vilhelmsson, Dagný Linda Kristjánsdóttir varaformaður, Jón Sigurðsson formaður, Ásta Dís Óladóttir, Óskar Magnússon.Samherji Uppalinn fyrir norðan, nám fyrir sunnan og útrás Baldvin Þorsteinsson er fæddur 1983, uppalinn á Akureyri og gekk svo í Menntaskólann á Akureyri áður en hann flutti suður til að hefja nám í Háskóla Íslands Eftir útskrift úr Bsc-námi í iðnaðarverkfræði frá HÍ 2007 hóf Baldvin störf hjá Samherja. Baldvin var árunum 2013-16 forstjóri Jarðborana hf. og var síðan framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Samherja frá 2016 til 2019. Hann flutti til Hollands, stýrði stofnun Alda Seafood og gegndi stöðu framkvæmdastjóra félagsin til 2022 þegar hann flutti ásamt fjölskyldu sinni til Noregs til að stýra skrifstofu Alda Seafood í Osló. Baldvin hefur setið í stjórnum fjölmargra félaga bæði hér á landi og erlendis. Hann var stjórnarformaður Eimskips hf. frá 2019 til 2022, sat í stjórn Olíuverzlunar Íslands (Olís) frá 2011 til 2018 og situr í dag í stjórn Samherja fiskeldis ehf., Nergård AS í Noregi og er stjórnarformaður Alda Seafood í Hollandi. Baldvin er kvæntur Þóru Kristínu Pálsdóttur og eiga þau þrjár dætur.
Tímamót Vistaskipti Sjávarútvegur Akureyri Dalvíkurbyggð Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira