Veiðigjöld, gaslýsingar og valdníðsla Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 26. júní 2025 11:00 Það er eitthvað svo „Valkyrjulegt“ við það þegar ráðherra hinnar fyrstu verkstjórnar í lýðveldissögunni leggur fram frumvarp sem hann sjálfur skilur ekki. Ráðuneytið skilur það ekki heldur. Skatturinn? Ekki einu sinni hann. En samt á að keyra frumvarpið í gegnum þingið og gera það að lögum. Með öllum tiltækum ráðum. Með afbrigðum, með gaslýsingum og með valdi. Við skulum rifja þetta aðeins upp:Frumvarpið kemur fram eftir að formlegum fresti til lagaframlagningar er lokið. Það er tekið fyrir með afbrigðum. Mælt fyrir því í byrjun maí. Það fer í atvinnuveganefnd. Þar benda fulltrúar minnihlutans strax á að tölurnar standist ekki. Forsendurnar eru óljósar. Reikniformúlurnar óskýrar. En það er auðvitað ekki hlustað. Enda starfandi meirihluti sem telur sig í fullum rétti til að keyra málið áfram, í krafti síns meirihluta. Jafnvel þó að sú vegferð endi ofan í skurði.Þeir sem benda á þetta eru sakaðir um málþóf. Um að vera andlýðræðislegir. Um að vilja ekki „láta hlutina ganga“. Í alvöru? Það er ekki andlýðræðislegt að krefjast þess að lög séu byggð á réttum forsendum. Það er ekki málþóf að vilja skilja hvað á svo á endanum að greiða atkvæði um. Stórnarandstaðan var einfaldlega að vinna vinnuna sína. Bæði í þingsal og í atvinnuveganefnd þingsins. Það er nú kannski eitthvað sem stjórnarmeirihlutinn ætti að taka sér til fyrirmyndar, í stað þess að vera fastur í hömlulausri meðvirkni með hroðvirknislegum vinnubrögðum framkvæmdavaldsins. Sem augljóslega stóðust enga skoðun. En það var aldrei neinn efi um efni málsins í röðum stjórnarmeirihlutans. Þetta var alltaf spurning um að meirihlutinn réði. Meirihlutinn ætlaði að keyra, eitt vanbúnasta mál þingsögunnar í gegnum þingið, í krafti síns meirihluta. Sama hversu vitlausir útreikningarnir voru og forsendur á reiki. Sama hversu illa undirbúið það er. Sama hverjar mögulegar afleiðingar þess á grunnatvinnuveg þjóðarinnar og heilu byggðirnar hefði orðið. Og það þrátt fyrir tugi umsagna er vöruðu við afleiðingum þess, yrði frumvarpið að lögum. Svo kemur auðvitað í ljós að gögnin sem átti að byggja málið á voru gagnslaus. Skatturinn og ráðuneytið voru ekki samstíga. Enda Skattinum ekki hleypt að málinu, fyrr en eftir mikla eftirgangsmuni minnihluta atvinnuveganefnda. Samráð við hagaðlia var lítið sem ekkert. Enda komið í ljós, sé eitthvað að marka orð hæstvirts forsætisráðherra, verkstjóra hinnar miklu verkstjórnar að skattlagningin, beinist fyrst og fremst gegn fimm eða sex fjölskyldum. Engin fagleg vinna. Bara pólitísk pressa. Gengdarlaus frasafroða og stöðugar gaslýsingar ráðherra og stjórnarþingmanna á samfélagsmiðlum og í viðtölum við fjölmiðla. En að mæta í þingsal og standa þar fyrir máli sínu, er þeim gersamlega um megn. Auðvitað vita þau upp á skömmina en þora ekki að afhjúpa hana í heyranda hljóði í þingsal, undir andsvörum og mótrökum stjórnarandstöðu. Þetta er ekki pólitík. Þetta er valdníðsla og hroki, knúinn áfram af minnimáttarkennd stjórnarliða og skorti á sjálfstrausti, sem þarf til þess að geta staðið keikur og viðurkennt eigin mistök. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Það er eitthvað svo „Valkyrjulegt“ við það þegar ráðherra hinnar fyrstu verkstjórnar í lýðveldissögunni leggur fram frumvarp sem hann sjálfur skilur ekki. Ráðuneytið skilur það ekki heldur. Skatturinn? Ekki einu sinni hann. En samt á að keyra frumvarpið í gegnum þingið og gera það að lögum. Með öllum tiltækum ráðum. Með afbrigðum, með gaslýsingum og með valdi. Við skulum rifja þetta aðeins upp:Frumvarpið kemur fram eftir að formlegum fresti til lagaframlagningar er lokið. Það er tekið fyrir með afbrigðum. Mælt fyrir því í byrjun maí. Það fer í atvinnuveganefnd. Þar benda fulltrúar minnihlutans strax á að tölurnar standist ekki. Forsendurnar eru óljósar. Reikniformúlurnar óskýrar. En það er auðvitað ekki hlustað. Enda starfandi meirihluti sem telur sig í fullum rétti til að keyra málið áfram, í krafti síns meirihluta. Jafnvel þó að sú vegferð endi ofan í skurði.Þeir sem benda á þetta eru sakaðir um málþóf. Um að vera andlýðræðislegir. Um að vilja ekki „láta hlutina ganga“. Í alvöru? Það er ekki andlýðræðislegt að krefjast þess að lög séu byggð á réttum forsendum. Það er ekki málþóf að vilja skilja hvað á svo á endanum að greiða atkvæði um. Stórnarandstaðan var einfaldlega að vinna vinnuna sína. Bæði í þingsal og í atvinnuveganefnd þingsins. Það er nú kannski eitthvað sem stjórnarmeirihlutinn ætti að taka sér til fyrirmyndar, í stað þess að vera fastur í hömlulausri meðvirkni með hroðvirknislegum vinnubrögðum framkvæmdavaldsins. Sem augljóslega stóðust enga skoðun. En það var aldrei neinn efi um efni málsins í röðum stjórnarmeirihlutans. Þetta var alltaf spurning um að meirihlutinn réði. Meirihlutinn ætlaði að keyra, eitt vanbúnasta mál þingsögunnar í gegnum þingið, í krafti síns meirihluta. Sama hversu vitlausir útreikningarnir voru og forsendur á reiki. Sama hversu illa undirbúið það er. Sama hverjar mögulegar afleiðingar þess á grunnatvinnuveg þjóðarinnar og heilu byggðirnar hefði orðið. Og það þrátt fyrir tugi umsagna er vöruðu við afleiðingum þess, yrði frumvarpið að lögum. Svo kemur auðvitað í ljós að gögnin sem átti að byggja málið á voru gagnslaus. Skatturinn og ráðuneytið voru ekki samstíga. Enda Skattinum ekki hleypt að málinu, fyrr en eftir mikla eftirgangsmuni minnihluta atvinnuveganefnda. Samráð við hagaðlia var lítið sem ekkert. Enda komið í ljós, sé eitthvað að marka orð hæstvirts forsætisráðherra, verkstjóra hinnar miklu verkstjórnar að skattlagningin, beinist fyrst og fremst gegn fimm eða sex fjölskyldum. Engin fagleg vinna. Bara pólitísk pressa. Gengdarlaus frasafroða og stöðugar gaslýsingar ráðherra og stjórnarþingmanna á samfélagsmiðlum og í viðtölum við fjölmiðla. En að mæta í þingsal og standa þar fyrir máli sínu, er þeim gersamlega um megn. Auðvitað vita þau upp á skömmina en þora ekki að afhjúpa hana í heyranda hljóði í þingsal, undir andsvörum og mótrökum stjórnarandstöðu. Þetta er ekki pólitík. Þetta er valdníðsla og hroki, knúinn áfram af minnimáttarkennd stjórnarliða og skorti á sjálfstrausti, sem þarf til þess að geta staðið keikur og viðurkennt eigin mistök. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun