Árið 2023 kemur aldrei aftur Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 26. júní 2025 09:34 Í grein sem þingmenn stjórnarmeirihlutans og fulltrúar í atvinnuveganefnd birtu í gær er reitt hátt til höggs í athugasemdum við grein sem ég birti hér á Vísi í fyrradag. Þar er ég sökuð um „alvarlegar rangfærslur til að fóðra þann málflutning samtakanna að veiðigjöld muni hækka langt umfram það sem frumvarp um [meinta] leiðréttingu veiðigjalds segir til um.“ Ég verð að vísa þessum ásökunum og öðrum sem þarna eru settar fram á bug og um leið að hvetja þingmennina til að lesa grein mína aftur. Ráðherra einblínir á 2023 Það er óhætt að segja að ekkert ár sé eins í sjávarútvegi. Stundum gengur vel og stundum gengur illa. Árið 2023 var gott ár í sjávarútvegi. Það vill svo til að atvinnuvegaráðherra hefur kosið að leggja alla áherslu á það góða ár þegar hún metur svigrúm til aukinnar gjaldtöku um alla framtíð. Svo áfram var ráðherra um að horfa einvörðungu á það ár, að hún keypti sérstaka sviðsmyndagreiningu frá Deloitte um hlutfallslega hækkun veiðigjalds út frá EBITDA þessa eina árs. Með því að miða við tekjur útgerða árið 2023 taldi ráðherra að hækka mætti veiðigjaldið um 7-8 milljarða króna. Það hefur hún sagt orðrétt, eins og ég benti á. En hvað hefði gerst ef ráðherra hefði horft á annað og verra ár? Hvað ef hún hefði skoðað ár þar sem engin var loðnan? Eða þar sem makríllinn gekk illa? Eða þar sem samdráttur hefði orðið í þorski? Hefði metið svigrúm þá ekki orðið lægra? Eða eru 7-8 milljarðar króna fasti, þrátt fyrir að afli geti aldrei orðið fasti? Er svigrúm fyrirtækja alltaf það sama óháð gæftum? Ég spyr því þingmennina: Hvernig í ósköpunum á að ræða tekjur útgerða án þess að horfa á afla? Tekjur byggjast einfaldlega á afla. Ef afli dregst saman um 50%, þá dregst tekjuhliðin að sjálfsögðu saman. Hið sama gildir um fjárhæð veiðigjalds, það er aflinn sem á endanum ræður hversu há fjárhæðin verður. Þetta dró ég fram í grein minni – og gat þess skýrt og skilmerkilega að ég væri að miða við afla ársins 2023, árið sem ráðherra sjálf er með til viðmiðunar. Ég fullyrti einfaldlega aldrei að við teldum að heildarfjárhæð veiðigjalds árið 2025 yrði sú sem við leiddum út, enda þekkjum við mætavel að aflinn verður ekki sá sami og árið 2023. Réttar tölur notaðar Fullyrðingar þingmannanna um að ég hafi notað rangar tölur eru einfaldlega rangar. Gögnin sem voru notuð, sem sýndu fjárhæð veiðigjalds án afsláttar upp á 27,8 milljarða króna árið 2025, byggjast á mati Skattsins miðað við veiðigjald á þorski upp á tæpar 58 krónur, ýsu tæpar 30 krónur og 80% af makrílverði, rétt eins og meirihluti atvinnuveganefndar leggur til. Það sem ég er einfaldlega að gera, sem meirihluta atvinnuveganefndar finnst bersýnilega mjög óþægilegt, er að leggja þeirra eigin tölur á borðið, svo allir sjái hvernig þessi nýja aðferðafræði virkar í raun, þegar breytingar verða í afla. Þar er engu logið. Þar er ekkert falið. Þetta eru staðreyndir, ekki áróður. Nóg komið Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa allt frá því frumvarpið kom fram, bent á verulega ágalla þess. Forsendur voru rangar, töflur voru rangar, mat á fjárhæðum voru rangar, svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir þær ábendingar hafa SFS mátt sæta vandlætingu og fúkyrðum ráðherra og stjórnarþingmanna. Undan því ætlum við ekki að kveinka okkur. Við munum nú sem fyrr einbeita okkur að staðreyndum, ígrunduðum útreikningum og vönduðum greiningum. Og nú þegar tölur Skattsins liggja fyrir kemur auðvitað á daginn að ábendingar okkar, bæði í umsögn í samráðsgátt og í umsögn til atvinnuveganefndar, um verulegt vanmat ráðherra voru réttar. Af þeim sökum hefði kannski mátt ætla að við hefðum áunnið okkur það lágmarkstraust meirihlutans, að á ábendingar okkar yrði að einhverju leyti hlustað. Það má vona að við seinni lestur fyrri greinar minnar kvikni kannski sú hugleiðing hjá þingmönnunum þremur að mat ráðherra á svigrúmi til fyrirvaralausra og verulegra hækkana á veiðigjaldi hafi kannski byggst á skjáskoti af einu einstöku ágætu ári. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð Skoðun Skoðun Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í grein sem þingmenn stjórnarmeirihlutans og fulltrúar í atvinnuveganefnd birtu í gær er reitt hátt til höggs í athugasemdum við grein sem ég birti hér á Vísi í fyrradag. Þar er ég sökuð um „alvarlegar rangfærslur til að fóðra þann málflutning samtakanna að veiðigjöld muni hækka langt umfram það sem frumvarp um [meinta] leiðréttingu veiðigjalds segir til um.“ Ég verð að vísa þessum ásökunum og öðrum sem þarna eru settar fram á bug og um leið að hvetja þingmennina til að lesa grein mína aftur. Ráðherra einblínir á 2023 Það er óhætt að segja að ekkert ár sé eins í sjávarútvegi. Stundum gengur vel og stundum gengur illa. Árið 2023 var gott ár í sjávarútvegi. Það vill svo til að atvinnuvegaráðherra hefur kosið að leggja alla áherslu á það góða ár þegar hún metur svigrúm til aukinnar gjaldtöku um alla framtíð. Svo áfram var ráðherra um að horfa einvörðungu á það ár, að hún keypti sérstaka sviðsmyndagreiningu frá Deloitte um hlutfallslega hækkun veiðigjalds út frá EBITDA þessa eina árs. Með því að miða við tekjur útgerða árið 2023 taldi ráðherra að hækka mætti veiðigjaldið um 7-8 milljarða króna. Það hefur hún sagt orðrétt, eins og ég benti á. En hvað hefði gerst ef ráðherra hefði horft á annað og verra ár? Hvað ef hún hefði skoðað ár þar sem engin var loðnan? Eða þar sem makríllinn gekk illa? Eða þar sem samdráttur hefði orðið í þorski? Hefði metið svigrúm þá ekki orðið lægra? Eða eru 7-8 milljarðar króna fasti, þrátt fyrir að afli geti aldrei orðið fasti? Er svigrúm fyrirtækja alltaf það sama óháð gæftum? Ég spyr því þingmennina: Hvernig í ósköpunum á að ræða tekjur útgerða án þess að horfa á afla? Tekjur byggjast einfaldlega á afla. Ef afli dregst saman um 50%, þá dregst tekjuhliðin að sjálfsögðu saman. Hið sama gildir um fjárhæð veiðigjalds, það er aflinn sem á endanum ræður hversu há fjárhæðin verður. Þetta dró ég fram í grein minni – og gat þess skýrt og skilmerkilega að ég væri að miða við afla ársins 2023, árið sem ráðherra sjálf er með til viðmiðunar. Ég fullyrti einfaldlega aldrei að við teldum að heildarfjárhæð veiðigjalds árið 2025 yrði sú sem við leiddum út, enda þekkjum við mætavel að aflinn verður ekki sá sami og árið 2023. Réttar tölur notaðar Fullyrðingar þingmannanna um að ég hafi notað rangar tölur eru einfaldlega rangar. Gögnin sem voru notuð, sem sýndu fjárhæð veiðigjalds án afsláttar upp á 27,8 milljarða króna árið 2025, byggjast á mati Skattsins miðað við veiðigjald á þorski upp á tæpar 58 krónur, ýsu tæpar 30 krónur og 80% af makrílverði, rétt eins og meirihluti atvinnuveganefndar leggur til. Það sem ég er einfaldlega að gera, sem meirihluta atvinnuveganefndar finnst bersýnilega mjög óþægilegt, er að leggja þeirra eigin tölur á borðið, svo allir sjái hvernig þessi nýja aðferðafræði virkar í raun, þegar breytingar verða í afla. Þar er engu logið. Þar er ekkert falið. Þetta eru staðreyndir, ekki áróður. Nóg komið Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa allt frá því frumvarpið kom fram, bent á verulega ágalla þess. Forsendur voru rangar, töflur voru rangar, mat á fjárhæðum voru rangar, svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir þær ábendingar hafa SFS mátt sæta vandlætingu og fúkyrðum ráðherra og stjórnarþingmanna. Undan því ætlum við ekki að kveinka okkur. Við munum nú sem fyrr einbeita okkur að staðreyndum, ígrunduðum útreikningum og vönduðum greiningum. Og nú þegar tölur Skattsins liggja fyrir kemur auðvitað á daginn að ábendingar okkar, bæði í umsögn í samráðsgátt og í umsögn til atvinnuveganefndar, um verulegt vanmat ráðherra voru réttar. Af þeim sökum hefði kannski mátt ætla að við hefðum áunnið okkur það lágmarkstraust meirihlutans, að á ábendingar okkar yrði að einhverju leyti hlustað. Það má vona að við seinni lestur fyrri greinar minnar kvikni kannski sú hugleiðing hjá þingmönnunum þremur að mat ráðherra á svigrúmi til fyrirvaralausra og verulegra hækkana á veiðigjaldi hafi kannski byggst á skjáskoti af einu einstöku ágætu ári. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun