Staða þorpshálfvita er laus til umsóknar Jón Daníelsson skrifar 25. júní 2025 08:32 Árlega hvarflar það að mér þegar kemur fram í júnímánuð að þessi fyrirsögn væri hentug yfirskrift, þegar verið er að auglýsa kosningar til Alþingis. Og ég held reyndar ekki að sú hugdetta þarfnist nánari skýringa. Á Alþingi hefur skapast sú hefð að stjórnarandstaðan misnoti það frelsi, sem felst í því að takmarka ekki umræðutíma með lögum. Þingmenn minnihlutans halda áfram að láta móðan mása þangað til þingmeirihlutinn neyðist til að semja um það, hvaða mál hann fái náðarsamlegast að afgreiða. Þetta segir þó ekki nema hálfa söguna, því þegar samningar hafa náðst eru ekki einungis afgreidd þau mál sem rædd hafa verið vikum saman eftir að öll vitræn með- og mótrök voru komin fram, heldur líka fjöldi annarra mála sem þingmenn hafa látið vera að ræða til enda, eins og þeim ber þó að gera. Þorsteinn Víglundsson fyrrum þingmaður og ráðherra Viðreisnar lýsti þessu ágætlega í Silfrinu sl. mánudag. Hann sagði: „… þegar sátt næst um þinglok, þá skyndilega þarf ekki að tala um neitt og þingmenn hafa ekki undan að greiða atkvæði. … Ég man bara eftir því sjálfur að maður átti í vandræðum með að fylgjast með hvaða mál væri verið að greiða atkvæði um þá stundina og hvað þá að maður hefði einhverja hugmynd um hvaða breytingum það hefði tekið í nefnd því það náðist ekkert að ræða það í þingsal.“ Þetta er auðvitað skrípaleikur. Og skýrir kannski hvers vegna furðu stór hluti þeirra mála, sem þingið afgreiðir, eru nauðsynlegar endurbætur mála sem áður höfðu verið afgreidd í þeim flumbrugangi sem Þorsteinn lýsir. Hanaslagurinn virðist óvenju harðskeyttur í ár. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt jafn grimmilegt málþófsloforð og í síðustu viku, þegar Jens Garðar Helgason steig pontu Alþingis og sagði þetta: „Það er heilög skylda okkar að standa gegn svona dellumálum og öllum þessum vinstrimálum, sem eru árásir á ellilífeyrisþega, atvinnulífið í landinu og alla þá sem er verið að reyna að koma hér með í gegn. Það er heilög skylda okkar að standa gegn þessum málum og við munum gera það í allt sumar ef til þarf.“ Hann er sem sagt tilbúinn að standa í ræðustólnum í allt sumar til að koma í veg fyrir að meirihlutinn ráði. Til að koma í veg fyrir að lýðræðið virki! – Og í umboði Guðs almáttugs auðvitað. Er maður sem svona talar virkilega með fullu viti? En þingmenn stjórnarliðsins bera líka sína ábyrgð. Í þingskapalögum er afar skýrt ákvæði um viðbrögð forseta þingsins - og reyndar duga tilmæli níu þingmanna. Forseti getur ekki bara stöðvað umræður um þingmál og látið greiða atkvæði, heldur líka takmarkað ræðutíma hvers þingmanns eða heildarumræðutíma um tiltekið þingmál. Til þess þarf forsetinn þó auðvitað meirihlutastuðning. Þetta þýðir í praxís að meirihluti þingmanna hefur vald til að færa starfshætti þingsins af hegðunarstigi simpansa í það horf sem almennt tíðkast í nágrannaríkjunum. Sú nýja ríkisstjórn sem tók við um áramótin vill kalla sig verkstjórn og til að standa undir nafni þarf hún auðvitað að koma málum sínum gegnum þingið. Stjórnin hefur rúman þingmeirihluta og mér þykir eðlilegt að gera þá kröfu að hún standi við stóru orðin. Forseti þingsins og þingmenn meirihlutans eru ekki, og eiga ekki að líta á á sig, sem starfsfólk á vitlausraspítala. Það er kominn tími til að beita 71. grein laganna um þingsköp Alþingis. Það á hins vegar hvorki að gera af hörku né óbilgirni. Þvert á móti á meirihlutinn að sýna þá hógværð að ákvarða hverju þingmáli skynsamlegan umræðutíma, en setja engu að síður ákveðin mörk, bara svona rétt eins og almennt tíðkast í mannlegum í samskiptum. Í því felst hvorki fautaskapur né ofdramb, heldur einungis ábyrg hegðun og sanngirni. Höfundur er áhugamaður um heilbrigða skynsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Árlega hvarflar það að mér þegar kemur fram í júnímánuð að þessi fyrirsögn væri hentug yfirskrift, þegar verið er að auglýsa kosningar til Alþingis. Og ég held reyndar ekki að sú hugdetta þarfnist nánari skýringa. Á Alþingi hefur skapast sú hefð að stjórnarandstaðan misnoti það frelsi, sem felst í því að takmarka ekki umræðutíma með lögum. Þingmenn minnihlutans halda áfram að láta móðan mása þangað til þingmeirihlutinn neyðist til að semja um það, hvaða mál hann fái náðarsamlegast að afgreiða. Þetta segir þó ekki nema hálfa söguna, því þegar samningar hafa náðst eru ekki einungis afgreidd þau mál sem rædd hafa verið vikum saman eftir að öll vitræn með- og mótrök voru komin fram, heldur líka fjöldi annarra mála sem þingmenn hafa látið vera að ræða til enda, eins og þeim ber þó að gera. Þorsteinn Víglundsson fyrrum þingmaður og ráðherra Viðreisnar lýsti þessu ágætlega í Silfrinu sl. mánudag. Hann sagði: „… þegar sátt næst um þinglok, þá skyndilega þarf ekki að tala um neitt og þingmenn hafa ekki undan að greiða atkvæði. … Ég man bara eftir því sjálfur að maður átti í vandræðum með að fylgjast með hvaða mál væri verið að greiða atkvæði um þá stundina og hvað þá að maður hefði einhverja hugmynd um hvaða breytingum það hefði tekið í nefnd því það náðist ekkert að ræða það í þingsal.“ Þetta er auðvitað skrípaleikur. Og skýrir kannski hvers vegna furðu stór hluti þeirra mála, sem þingið afgreiðir, eru nauðsynlegar endurbætur mála sem áður höfðu verið afgreidd í þeim flumbrugangi sem Þorsteinn lýsir. Hanaslagurinn virðist óvenju harðskeyttur í ár. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt jafn grimmilegt málþófsloforð og í síðustu viku, þegar Jens Garðar Helgason steig pontu Alþingis og sagði þetta: „Það er heilög skylda okkar að standa gegn svona dellumálum og öllum þessum vinstrimálum, sem eru árásir á ellilífeyrisþega, atvinnulífið í landinu og alla þá sem er verið að reyna að koma hér með í gegn. Það er heilög skylda okkar að standa gegn þessum málum og við munum gera það í allt sumar ef til þarf.“ Hann er sem sagt tilbúinn að standa í ræðustólnum í allt sumar til að koma í veg fyrir að meirihlutinn ráði. Til að koma í veg fyrir að lýðræðið virki! – Og í umboði Guðs almáttugs auðvitað. Er maður sem svona talar virkilega með fullu viti? En þingmenn stjórnarliðsins bera líka sína ábyrgð. Í þingskapalögum er afar skýrt ákvæði um viðbrögð forseta þingsins - og reyndar duga tilmæli níu þingmanna. Forseti getur ekki bara stöðvað umræður um þingmál og látið greiða atkvæði, heldur líka takmarkað ræðutíma hvers þingmanns eða heildarumræðutíma um tiltekið þingmál. Til þess þarf forsetinn þó auðvitað meirihlutastuðning. Þetta þýðir í praxís að meirihluti þingmanna hefur vald til að færa starfshætti þingsins af hegðunarstigi simpansa í það horf sem almennt tíðkast í nágrannaríkjunum. Sú nýja ríkisstjórn sem tók við um áramótin vill kalla sig verkstjórn og til að standa undir nafni þarf hún auðvitað að koma málum sínum gegnum þingið. Stjórnin hefur rúman þingmeirihluta og mér þykir eðlilegt að gera þá kröfu að hún standi við stóru orðin. Forseti þingsins og þingmenn meirihlutans eru ekki, og eiga ekki að líta á á sig, sem starfsfólk á vitlausraspítala. Það er kominn tími til að beita 71. grein laganna um þingsköp Alþingis. Það á hins vegar hvorki að gera af hörku né óbilgirni. Þvert á móti á meirihlutinn að sýna þá hógværð að ákvarða hverju þingmáli skynsamlegan umræðutíma, en setja engu að síður ákveðin mörk, bara svona rétt eins og almennt tíðkast í mannlegum í samskiptum. Í því felst hvorki fautaskapur né ofdramb, heldur einungis ábyrg hegðun og sanngirni. Höfundur er áhugamaður um heilbrigða skynsemi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar