Ný skýrsla: Bandaríkjunum mistókst að eyðileggja kjarnorkumannvirki Írana Agnar Már Másson skrifar 24. júní 2025 19:52 Gervihnattarmynd af auðgunarstöð Írana í Fordó eftir loftárás Bandaríkjamanna aðfaranótt sunnudags. AP/Planet Labs PBC Árásir Bandaríkjahers á þrjú kjarnorkumannvirki í Íran eyðilögðu ekki lykilinnviði kjarnorkuáætlunar landsins og seinkaði líklega áætlunum Írana aðeins um nokkra mánuði, samkvæmt frummati bandarísku leyniþjónustunnar. Ráðamenn í Hvíta húsinu segjast ósammála matinu. Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN greinir frá og segist hafa þetta eftir þremur ráðamönnum sem hafi lesið matið. New York Times greinir einnig frá matinu og segir að árásirnar hafi aðeins lokað fyrir innganga að tveimur kjarnorkumannvirkum, en ekki lagt þau í eyði. Bandaríkjamenn réðust á mannvirkin með risasprengjum sem eru hannaðar gegn neðanjarðarbyrgjum. Bandarísk stjórnvöld réttlættu árásirnar á kjarnorkustöðvar Írana með þeim rökum að klerkastjórnin hafi verið komin nálægt því að þróa kjarnorkuvopn. Það gengur þvert á álit bandarísku leyniþjónustunnar frá því í vor. Skýrslan hefur enn ekki verið birt opinberlega en var að sögn bandarískra miðla framkvæmd af leyniþjónustudeild varnarmálaráðuneytisins (DIA). Matið byggir á öðru mati sem aðgerðarstjórn Bandaríkjahers framkvæmdi í beinu framhaldi af árásunum. Stöðin í Fordó er grafin tugi metra ofan í fjall en þar eru Íranir sagðir auðga úran fyrir kjarnorkuáætlun sína. Gengur þvert á fullyrðingar Trumps Greining á skemmdum á svæðum og áhrifum árásanna á kjarnorkumarkmið Írans er enn í gangi og gæti breyst eftir því sem frekari upplýsingar berast. En þessar niðurstöður stangast á við fullyrðingar Donalds Trumps forseta um að árásirnar hafi „algjörlega og algjörlega útrýmt“ kjarnorkuauðgunarstöðvum Írans. Varnarmálaráðherrann Pete Hegseth sagði einnig á sunnudag að kjarnorkumarkmið Írans „hefðu verið þurrkuð út“. Tveir heimildarmenn CNN sögðu að úranbirgðir Írans hefðu ekki verið eyðilagðar. Annar sagði að þeytivindurnar væru að mestu leyti „óskemmdar“. „Þannig að mat [DIA] er að Bandaríkin hafi frestað þeim um kannski nokkra mánuði,“ bætti viðkomandi við í samtali við CNN. Í skýrslunni segi enn fremur að Íranar hafi fjarlægt meirihluta af úranbirgðum sínum áður en Bandaríkjamenn létu til skarar skríða. Hvíta húsið ósammála Hvíta húsið viðurkenndi tilvist matsins en sagðist ósammála því þegar CNN innti eftir viðbrögðum. Karoline Leavitt sagði við CNN að „þetta meinta mat“ væri „alrangt“ og að því hafi aðeins verið lekið af lágtsettum starfsmanni varnarmálaráðuneytisins til þess að gera lítið úr Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Allir vita hvað gerist þegar þú varpar fjórtán 30 þúsund punda sprengjum með nákvæmni á skotmörk: algjör útþurrkun,“ sagði Leavitt. Bandaríkjaherinn hefur auk þess sagt að aðgerðin „Miðnæturhamar“ hafi gengið gríðarlega vel. Að sögn Fox sagði Trump við Benjamín Netanjanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag að Bandaríkin hygðust ekki gera frekari árásir á Íran. Trump lenti í Haag á sjöunda tímanum síðfegis í dag þar sem leiðtogafundur Nató hefst á morgun. Donald Trump Íran Kjarnorka Ísrael Bandaríkin Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN greinir frá og segist hafa þetta eftir þremur ráðamönnum sem hafi lesið matið. New York Times greinir einnig frá matinu og segir að árásirnar hafi aðeins lokað fyrir innganga að tveimur kjarnorkumannvirkum, en ekki lagt þau í eyði. Bandaríkjamenn réðust á mannvirkin með risasprengjum sem eru hannaðar gegn neðanjarðarbyrgjum. Bandarísk stjórnvöld réttlættu árásirnar á kjarnorkustöðvar Írana með þeim rökum að klerkastjórnin hafi verið komin nálægt því að þróa kjarnorkuvopn. Það gengur þvert á álit bandarísku leyniþjónustunnar frá því í vor. Skýrslan hefur enn ekki verið birt opinberlega en var að sögn bandarískra miðla framkvæmd af leyniþjónustudeild varnarmálaráðuneytisins (DIA). Matið byggir á öðru mati sem aðgerðarstjórn Bandaríkjahers framkvæmdi í beinu framhaldi af árásunum. Stöðin í Fordó er grafin tugi metra ofan í fjall en þar eru Íranir sagðir auðga úran fyrir kjarnorkuáætlun sína. Gengur þvert á fullyrðingar Trumps Greining á skemmdum á svæðum og áhrifum árásanna á kjarnorkumarkmið Írans er enn í gangi og gæti breyst eftir því sem frekari upplýsingar berast. En þessar niðurstöður stangast á við fullyrðingar Donalds Trumps forseta um að árásirnar hafi „algjörlega og algjörlega útrýmt“ kjarnorkuauðgunarstöðvum Írans. Varnarmálaráðherrann Pete Hegseth sagði einnig á sunnudag að kjarnorkumarkmið Írans „hefðu verið þurrkuð út“. Tveir heimildarmenn CNN sögðu að úranbirgðir Írans hefðu ekki verið eyðilagðar. Annar sagði að þeytivindurnar væru að mestu leyti „óskemmdar“. „Þannig að mat [DIA] er að Bandaríkin hafi frestað þeim um kannski nokkra mánuði,“ bætti viðkomandi við í samtali við CNN. Í skýrslunni segi enn fremur að Íranar hafi fjarlægt meirihluta af úranbirgðum sínum áður en Bandaríkjamenn létu til skarar skríða. Hvíta húsið ósammála Hvíta húsið viðurkenndi tilvist matsins en sagðist ósammála því þegar CNN innti eftir viðbrögðum. Karoline Leavitt sagði við CNN að „þetta meinta mat“ væri „alrangt“ og að því hafi aðeins verið lekið af lágtsettum starfsmanni varnarmálaráðuneytisins til þess að gera lítið úr Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Allir vita hvað gerist þegar þú varpar fjórtán 30 þúsund punda sprengjum með nákvæmni á skotmörk: algjör útþurrkun,“ sagði Leavitt. Bandaríkjaherinn hefur auk þess sagt að aðgerðin „Miðnæturhamar“ hafi gengið gríðarlega vel. Að sögn Fox sagði Trump við Benjamín Netanjanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag að Bandaríkin hygðust ekki gera frekari árásir á Íran. Trump lenti í Haag á sjöunda tímanum síðfegis í dag þar sem leiðtogafundur Nató hefst á morgun.
Donald Trump Íran Kjarnorka Ísrael Bandaríkin Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent