„Þrátt fyrir allan þennan vígbúnað þá er þetta mjög vinalegt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. júní 2025 19:11 Kristinn Ingvarsson hefur verið búsettur í Haag síðastliðin þrjú ár og segir löggæslumenn vinalega þrátt fyrir mikinn vígbúnað. Vísir/Getty/Aðsend Íslendingur sem býr í nánasta nágrenni við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag segir undirbúning fundarins hafa haft mikil áhrif á daglegt líf íbúa. Mikill vígbúnaður er í borginni en hann segir löggæslumenn vera einstaklega vinalega. Kristinn Ingvarsson hefur verið búsettur í Haag síðastliðin þrjú ár og býr í nánasta nágrenni við ráðstefnuhöllina. Hann segir undirbúning fundarins hafa haft áhrif á lífsgæði íbúa. „Þeir loka hér stórri umferðaræð í apríl og hún verður lokuð fram í ágúst. Daglegt líf, ferðir til og frá vinnu breyttust stórkostlega í apríl,“ sagði Kristinn í viðtali sem birtist í Kvöldfréttum Sýnar. Hann segir viðburðinn hafa haft mikil áhrif á íbúa í nágrenninu sem sé þekkt ráðstefnusvæði auk þess sem höfuðstöðvar Europol séu í borginni. Grunnskólanemendur fengu óvænt þriggja daga frí þar sem skólum var lokað á meðan á fundinum stendur og íbúar í hverfinu hafa flutt á hótel eða í sumarhús. Um 28.000 löggæslumenn eru við störf í borginni þessa daga. „Þeir eru hér á hverju götuhorni, bæði lögregla og her. Allir ótrúlega vinalegir. Þrátt fyrir allar þessar byssur og allan þennan vígbúnað þá er þetta einhvern veginn mjög vinalegt.“ „Ég verð voða glaður að geta fengið mína litlu skottu heim“ Kristinn segir að fréttir hafi borist að mótmælendur ætli að koma til borgarinnar og að töluverður fjöldi hafi skráð sig hjá borgaryfirvöldum, allt frá fámennum hópum upp í samtök sem búast við þúsundum. Lítið hefur þó borið á mótmælunum enn sem komið er. „Hér er einstaklega rólegt og ef það væri ekki fyrir herinn hérna fyrir utan og þyrlurnar sem svífa hér yfir stöðugt þá bara vissum við ekki af þessum fundi.“ Kristinn og fjölskylda hans komu til Hollands aðfaranótt mánudags eftir dvöl á Íslandi. Síðan þá hefur dóttir hans búið hjá vinafólki þar sem almenningssamgöngur eru breyttar og mikið af götum lokaðar í grennd við heimili þeirra. Ferðin í skólann hefði því verið ansi löng. „Ég hugsa að ég verði rosalega feginn í ágúst þegar umferðaræðarnar opna aftur,“ en meðal annars þurfti að loka umferðargötum til að byggja hús sem síðan verða rifin. Það tekur sinn tíma. „Fundurinn sem slíkur, ég verð voða glaður að geta fengið mína litlu skottu heim.“ NATO Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Sjá meira
Kristinn Ingvarsson hefur verið búsettur í Haag síðastliðin þrjú ár og býr í nánasta nágrenni við ráðstefnuhöllina. Hann segir undirbúning fundarins hafa haft áhrif á lífsgæði íbúa. „Þeir loka hér stórri umferðaræð í apríl og hún verður lokuð fram í ágúst. Daglegt líf, ferðir til og frá vinnu breyttust stórkostlega í apríl,“ sagði Kristinn í viðtali sem birtist í Kvöldfréttum Sýnar. Hann segir viðburðinn hafa haft mikil áhrif á íbúa í nágrenninu sem sé þekkt ráðstefnusvæði auk þess sem höfuðstöðvar Europol séu í borginni. Grunnskólanemendur fengu óvænt þriggja daga frí þar sem skólum var lokað á meðan á fundinum stendur og íbúar í hverfinu hafa flutt á hótel eða í sumarhús. Um 28.000 löggæslumenn eru við störf í borginni þessa daga. „Þeir eru hér á hverju götuhorni, bæði lögregla og her. Allir ótrúlega vinalegir. Þrátt fyrir allar þessar byssur og allan þennan vígbúnað þá er þetta einhvern veginn mjög vinalegt.“ „Ég verð voða glaður að geta fengið mína litlu skottu heim“ Kristinn segir að fréttir hafi borist að mótmælendur ætli að koma til borgarinnar og að töluverður fjöldi hafi skráð sig hjá borgaryfirvöldum, allt frá fámennum hópum upp í samtök sem búast við þúsundum. Lítið hefur þó borið á mótmælunum enn sem komið er. „Hér er einstaklega rólegt og ef það væri ekki fyrir herinn hérna fyrir utan og þyrlurnar sem svífa hér yfir stöðugt þá bara vissum við ekki af þessum fundi.“ Kristinn og fjölskylda hans komu til Hollands aðfaranótt mánudags eftir dvöl á Íslandi. Síðan þá hefur dóttir hans búið hjá vinafólki þar sem almenningssamgöngur eru breyttar og mikið af götum lokaðar í grennd við heimili þeirra. Ferðin í skólann hefði því verið ansi löng. „Ég hugsa að ég verði rosalega feginn í ágúst þegar umferðaræðarnar opna aftur,“ en meðal annars þurfti að loka umferðargötum til að byggja hús sem síðan verða rifin. Það tekur sinn tíma. „Fundurinn sem slíkur, ég verð voða glaður að geta fengið mína litlu skottu heim.“
NATO Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Sjá meira