„Þrátt fyrir allan þennan vígbúnað þá er þetta mjög vinalegt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. júní 2025 19:11 Kristinn Ingvarsson hefur verið búsettur í Haag síðastliðin þrjú ár og segir löggæslumenn vinalega þrátt fyrir mikinn vígbúnað. Vísir/Getty/Aðsend Íslendingur sem býr í nánasta nágrenni við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag segir undirbúning fundarins hafa haft mikil áhrif á daglegt líf íbúa. Mikill vígbúnaður er í borginni en hann segir löggæslumenn vera einstaklega vinalega. Kristinn Ingvarsson hefur verið búsettur í Haag síðastliðin þrjú ár og býr í nánasta nágrenni við ráðstefnuhöllina. Hann segir undirbúning fundarins hafa haft áhrif á lífsgæði íbúa. „Þeir loka hér stórri umferðaræð í apríl og hún verður lokuð fram í ágúst. Daglegt líf, ferðir til og frá vinnu breyttust stórkostlega í apríl,“ sagði Kristinn í viðtali sem birtist í Kvöldfréttum Sýnar. Hann segir viðburðinn hafa haft mikil áhrif á íbúa í nágrenninu sem sé þekkt ráðstefnusvæði auk þess sem höfuðstöðvar Europol séu í borginni. Grunnskólanemendur fengu óvænt þriggja daga frí þar sem skólum var lokað á meðan á fundinum stendur og íbúar í hverfinu hafa flutt á hótel eða í sumarhús. Um 28.000 löggæslumenn eru við störf í borginni þessa daga. „Þeir eru hér á hverju götuhorni, bæði lögregla og her. Allir ótrúlega vinalegir. Þrátt fyrir allar þessar byssur og allan þennan vígbúnað þá er þetta einhvern veginn mjög vinalegt.“ „Ég verð voða glaður að geta fengið mína litlu skottu heim“ Kristinn segir að fréttir hafi borist að mótmælendur ætli að koma til borgarinnar og að töluverður fjöldi hafi skráð sig hjá borgaryfirvöldum, allt frá fámennum hópum upp í samtök sem búast við þúsundum. Lítið hefur þó borið á mótmælunum enn sem komið er. „Hér er einstaklega rólegt og ef það væri ekki fyrir herinn hérna fyrir utan og þyrlurnar sem svífa hér yfir stöðugt þá bara vissum við ekki af þessum fundi.“ Kristinn og fjölskylda hans komu til Hollands aðfaranótt mánudags eftir dvöl á Íslandi. Síðan þá hefur dóttir hans búið hjá vinafólki þar sem almenningssamgöngur eru breyttar og mikið af götum lokaðar í grennd við heimili þeirra. Ferðin í skólann hefði því verið ansi löng. „Ég hugsa að ég verði rosalega feginn í ágúst þegar umferðaræðarnar opna aftur,“ en meðal annars þurfti að loka umferðargötum til að byggja hús sem síðan verða rifin. Það tekur sinn tíma. „Fundurinn sem slíkur, ég verð voða glaður að geta fengið mína litlu skottu heim.“ NATO Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira
Kristinn Ingvarsson hefur verið búsettur í Haag síðastliðin þrjú ár og býr í nánasta nágrenni við ráðstefnuhöllina. Hann segir undirbúning fundarins hafa haft áhrif á lífsgæði íbúa. „Þeir loka hér stórri umferðaræð í apríl og hún verður lokuð fram í ágúst. Daglegt líf, ferðir til og frá vinnu breyttust stórkostlega í apríl,“ sagði Kristinn í viðtali sem birtist í Kvöldfréttum Sýnar. Hann segir viðburðinn hafa haft mikil áhrif á íbúa í nágrenninu sem sé þekkt ráðstefnusvæði auk þess sem höfuðstöðvar Europol séu í borginni. Grunnskólanemendur fengu óvænt þriggja daga frí þar sem skólum var lokað á meðan á fundinum stendur og íbúar í hverfinu hafa flutt á hótel eða í sumarhús. Um 28.000 löggæslumenn eru við störf í borginni þessa daga. „Þeir eru hér á hverju götuhorni, bæði lögregla og her. Allir ótrúlega vinalegir. Þrátt fyrir allar þessar byssur og allan þennan vígbúnað þá er þetta einhvern veginn mjög vinalegt.“ „Ég verð voða glaður að geta fengið mína litlu skottu heim“ Kristinn segir að fréttir hafi borist að mótmælendur ætli að koma til borgarinnar og að töluverður fjöldi hafi skráð sig hjá borgaryfirvöldum, allt frá fámennum hópum upp í samtök sem búast við þúsundum. Lítið hefur þó borið á mótmælunum enn sem komið er. „Hér er einstaklega rólegt og ef það væri ekki fyrir herinn hérna fyrir utan og þyrlurnar sem svífa hér yfir stöðugt þá bara vissum við ekki af þessum fundi.“ Kristinn og fjölskylda hans komu til Hollands aðfaranótt mánudags eftir dvöl á Íslandi. Síðan þá hefur dóttir hans búið hjá vinafólki þar sem almenningssamgöngur eru breyttar og mikið af götum lokaðar í grennd við heimili þeirra. Ferðin í skólann hefði því verið ansi löng. „Ég hugsa að ég verði rosalega feginn í ágúst þegar umferðaræðarnar opna aftur,“ en meðal annars þurfti að loka umferðargötum til að byggja hús sem síðan verða rifin. Það tekur sinn tíma. „Fundurinn sem slíkur, ég verð voða glaður að geta fengið mína litlu skottu heim.“
NATO Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira