Ekki um sama þvott að ræða í Björg og Fönn Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. júní 2025 12:55 Kristinn Kristinsson er eigandi efnalaugarinnar Bjargar á Háaleitisbraut. Mikið tjón varð eftir eldsvoða í efnalaug Bjargar við Háaleitisbraut í síðustu viku. Fjallað hefur verið um að þvottur sem hafi verið í húsnæði Bjargar hafi verið í húsnæði efnalaugarinnar Fannar þar sem kviknaði í í gærkvöldi en samkvæmt eiganda Fannar er það ekki rétt. Samt sem áður hafi þvottur sem sóttur hafi verið fyrr um daginn til rekstraraðila Bjargar verið í hreinsun hjá þvottahúsi Fannar. Eldur kviknaði í efnalauginni Björg aðfaranótt fimmtudags. Samkvæmt slökkviliði var mikill eldur á vettvangi sem olli miklu tjóni. Fjórir dælubílar voru sendir á vettvang og tók um tvær klukkustundir að slökkva eldinn og tryggja vettvang. Lögregla hefur nú málið til rannsóknar. Kristinn Kristinsson, eigandi efnalaugarinnar Bjargar, segir mörg verkefni framundan hjá starfsfólkinu. Hann hafði unnið að því að bjarga því sem hægt væri að bjarga alla helgina og heldur það starf áfram næstu daga. Flíkurnar sem voru óskemmdar voru sendar til efnalaugarinnar Bjargar í Mjódd sem vinnur að því að hreinsa þær aftur. Frændfólk Kristins sér um starfsemi Bjargar í Mjódd og segist Kristinn afar þakklátur þeim fyrir aðstoðina. Hann tekur fram fyrstu viðskiptavinir hans hafi tekið við endurhreinsuðum fatnaði í hádeginu á mánudag. „Það er ekki tímabært að fara hafa samband við alla,“ segir Kristinn. Hann telur að fyrst þurfi að klára taka allt út úr byggingunni en svo hefur hann samband við eigendur þvottsins sem eyðilagðist. Ekki sami þvottur Í gærkvöldi kviknaði einnig í þvottahúsi Fannar en um mun minni eldsvoða var að ræða. Kristinn segir það hafa verið erfitt að frétta af málinu. „Það var mjög erfitt að lesa fréttirnar í morgun,“ segir hann. Rúv og mbl greina frá að sami þvottur hafi bæði verið í Efnalaug Bjargar er kviknaði í og þvottahúsi Fannar. Kristinn segir það ekki rétt að um sama þvott hafi verið að ræða. Hins vegar hafi verið nýr þvottur á vegum efnalaugarinnar í húsi Fannar sem hafði verið sóttur fyrr um daginn. Að sögn Kristins var þvottur hans einungis í húsnæði Fannar en sé allur hólpinn að hans bestu vitund. Hann sé afar þakklátur eigendum þvottahússins Fannar sem hafi verið fullir vilja til að aðstoða hann eftir eldsvoðann. Brúður í kjólaleit Sigga H. Pálsdóttir, starfsmaður Pink Iceland sem sér um skipulagningu brúðkaupa, leitaði meðal annars að kjól fyrir bandaríska brúður sem hyggst gifta sig hérlendis á fimmtudag. Að sögn Siggu hafi starfsfólk efnalaugarinnar leitað hátt og lágt af kjólnum sem reyndist ekki nothæfur. Hún vildi einnig taka fram að tvenn jakkaföt fyrir brúðkaup sem var um síðustu helgi hafi einnig verið í efnalauginni er kviknaði í. Þau reyndust vera óskemmd og gátu brúðgumarnir notað þau í brúðkaupið. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Eldur kviknaði í efnalauginni Björg aðfaranótt fimmtudags. Samkvæmt slökkviliði var mikill eldur á vettvangi sem olli miklu tjóni. Fjórir dælubílar voru sendir á vettvang og tók um tvær klukkustundir að slökkva eldinn og tryggja vettvang. Lögregla hefur nú málið til rannsóknar. Kristinn Kristinsson, eigandi efnalaugarinnar Bjargar, segir mörg verkefni framundan hjá starfsfólkinu. Hann hafði unnið að því að bjarga því sem hægt væri að bjarga alla helgina og heldur það starf áfram næstu daga. Flíkurnar sem voru óskemmdar voru sendar til efnalaugarinnar Bjargar í Mjódd sem vinnur að því að hreinsa þær aftur. Frændfólk Kristins sér um starfsemi Bjargar í Mjódd og segist Kristinn afar þakklátur þeim fyrir aðstoðina. Hann tekur fram fyrstu viðskiptavinir hans hafi tekið við endurhreinsuðum fatnaði í hádeginu á mánudag. „Það er ekki tímabært að fara hafa samband við alla,“ segir Kristinn. Hann telur að fyrst þurfi að klára taka allt út úr byggingunni en svo hefur hann samband við eigendur þvottsins sem eyðilagðist. Ekki sami þvottur Í gærkvöldi kviknaði einnig í þvottahúsi Fannar en um mun minni eldsvoða var að ræða. Kristinn segir það hafa verið erfitt að frétta af málinu. „Það var mjög erfitt að lesa fréttirnar í morgun,“ segir hann. Rúv og mbl greina frá að sami þvottur hafi bæði verið í Efnalaug Bjargar er kviknaði í og þvottahúsi Fannar. Kristinn segir það ekki rétt að um sama þvott hafi verið að ræða. Hins vegar hafi verið nýr þvottur á vegum efnalaugarinnar í húsi Fannar sem hafði verið sóttur fyrr um daginn. Að sögn Kristins var þvottur hans einungis í húsnæði Fannar en sé allur hólpinn að hans bestu vitund. Hann sé afar þakklátur eigendum þvottahússins Fannar sem hafi verið fullir vilja til að aðstoða hann eftir eldsvoðann. Brúður í kjólaleit Sigga H. Pálsdóttir, starfsmaður Pink Iceland sem sér um skipulagningu brúðkaupa, leitaði meðal annars að kjól fyrir bandaríska brúður sem hyggst gifta sig hérlendis á fimmtudag. Að sögn Siggu hafi starfsfólk efnalaugarinnar leitað hátt og lágt af kjólnum sem reyndist ekki nothæfur. Hún vildi einnig taka fram að tvenn jakkaföt fyrir brúðkaup sem var um síðustu helgi hafi einnig verið í efnalauginni er kviknaði í. Þau reyndust vera óskemmd og gátu brúðgumarnir notað þau í brúðkaupið.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira