„Við lifum ekki á friðartímum“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. júní 2025 13:27 Þórdísi Kolbrúnu líst ekki á gang málanna í Mið-Austurlöndunum. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki lítast á nýjustu vendingar eftir árásir Bandaríkjamanna á Íran. Hún kallar eftir enn sterkara sambandi við bandamenn Íslands, þar á meðal Bandaríkin. „Auðvitað líst manni ekkert á stöðuna eins og hún er. Þetta er allt það nýskeð að maður reynir að lesa eins og maður getur,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, í Sprengisandi í dag. Þar ræddi hún við Kristján Kristjánsson, stjórnanda Sprengisands, nýjustu vendingar eftir að Bandaríkin tóku þátt í árásum Ísraela á Íran. Föstudaginn 13. júní hófu Ísraelar árásir á Íran og hafa ríkin skotið hvort á annað síðan þá. Það var síðan á laugardagskvöld sem Bandaríkjamenn tóku þátt í átökunum með árásum hersins á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar Írans. Þórdís Kolbrún segir viðbrögð embættismanna Bandaríkjanna afar mismunandi. Demókratar séu almennt óánægðir með að þingið hafði ekkert að segja um árásirnar. „Ég held að allir séu sammála um að það megi ekki leyfa því að gerast að Íran þrói kjarnorkuvopn af illum hug og sem brot á alþjóðasamningum.“ Hún segir þessa ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vera einn eina vísbendinguna um hraðvaxandi stigmögnun í heiminum. „Þetta eru ekki diplómatísku leiðirnar sem eru alltaf betri en hinar.“ Mikilvægt að vera í góðu sambandi við bandamenn Þórdís Kolbrún kallar eftir nánara samstarfi með öðrum Evrópuríkjum en það megi samt sem áður ekki vera á kostnað sambands Íslands við Bandaríkin. „Þetta segir okkur að við verðum að taka þessu alvarlega, vinna okkar heimavinnu og vera í góðu og þéttu sambandi við alla okkar bandamenn. Hvort sem það eru Bandaríkin og Kanada, Evrópusambandsríki og ríki í Evrópu sem ekki eru í Evrópusambandinu,“ segir hún. „Það fer auðvitað eftir því, hvað ætla Bandaríkin að gera? Auðvitað hefur maður áhyggjur af því hvernig menn talar þar.“ Það varði hagsmuni Íslands að vera með sterkt samstarf við aðrar þjóðir og byggja samskiptin á diplómatískum leiðum. „Við erum litlir leikendur í þróun alþjóðamála, um það eru allir sammála. En það breytir ekki því að við erum ónæm fyrir því sem gerist. Við auðvitað njótum þess að vera landfræðilega staðsett sem við erum, það hefur ekki breyst. Við lifum ekki á friðartímum og þá eðli máli samkvæmt þýðir það að við munum þurfa að gera hluti sem við höfum ekki þurft að gera í mjög langan tíma.“ Farið var yfir víðan völl í Sprengisandi en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan: Utanríkismál Íran Bandaríkin Sprengisandur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Sjá meira
„Auðvitað líst manni ekkert á stöðuna eins og hún er. Þetta er allt það nýskeð að maður reynir að lesa eins og maður getur,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, í Sprengisandi í dag. Þar ræddi hún við Kristján Kristjánsson, stjórnanda Sprengisands, nýjustu vendingar eftir að Bandaríkin tóku þátt í árásum Ísraela á Íran. Föstudaginn 13. júní hófu Ísraelar árásir á Íran og hafa ríkin skotið hvort á annað síðan þá. Það var síðan á laugardagskvöld sem Bandaríkjamenn tóku þátt í átökunum með árásum hersins á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar Írans. Þórdís Kolbrún segir viðbrögð embættismanna Bandaríkjanna afar mismunandi. Demókratar séu almennt óánægðir með að þingið hafði ekkert að segja um árásirnar. „Ég held að allir séu sammála um að það megi ekki leyfa því að gerast að Íran þrói kjarnorkuvopn af illum hug og sem brot á alþjóðasamningum.“ Hún segir þessa ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vera einn eina vísbendinguna um hraðvaxandi stigmögnun í heiminum. „Þetta eru ekki diplómatísku leiðirnar sem eru alltaf betri en hinar.“ Mikilvægt að vera í góðu sambandi við bandamenn Þórdís Kolbrún kallar eftir nánara samstarfi með öðrum Evrópuríkjum en það megi samt sem áður ekki vera á kostnað sambands Íslands við Bandaríkin. „Þetta segir okkur að við verðum að taka þessu alvarlega, vinna okkar heimavinnu og vera í góðu og þéttu sambandi við alla okkar bandamenn. Hvort sem það eru Bandaríkin og Kanada, Evrópusambandsríki og ríki í Evrópu sem ekki eru í Evrópusambandinu,“ segir hún. „Það fer auðvitað eftir því, hvað ætla Bandaríkin að gera? Auðvitað hefur maður áhyggjur af því hvernig menn talar þar.“ Það varði hagsmuni Íslands að vera með sterkt samstarf við aðrar þjóðir og byggja samskiptin á diplómatískum leiðum. „Við erum litlir leikendur í þróun alþjóðamála, um það eru allir sammála. En það breytir ekki því að við erum ónæm fyrir því sem gerist. Við auðvitað njótum þess að vera landfræðilega staðsett sem við erum, það hefur ekki breyst. Við lifum ekki á friðartímum og þá eðli máli samkvæmt þýðir það að við munum þurfa að gera hluti sem við höfum ekki þurft að gera í mjög langan tíma.“ Farið var yfir víðan völl í Sprengisandi en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:
Utanríkismál Íran Bandaríkin Sprengisandur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Sjá meira