Grein til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Sveinn Dúa Hjörleifsson, Eyrún Unnarsdóttir, Elmar GIlbertsson, Álfheiður Guðmundsdóttir og Kristján Jóhannesson skrifa 21. júní 2025 14:01 Bréf þetta er skrifað til stuðnings söngmenntunar á Íslandi, sem um áraraðir hefur barist í bökkum fjárhagslega. Við, fyrrverandi nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz, horfum áhyggjufullum augum á þá þróun sem er að eiga sér stað því allt stefnir í að skólanum verið lokað, sé ekki brugðist við strax. Grundvöllur, mikilvægi og tilveruréttur skólans er óumdeildur og það mikilvæga starf sem þar er unnið er vandfundið annarstaðar í sama formi. Skólinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna sem uppeldisstofnun söngvara sem langar að leggja sönginn fyrir sig að ævistarfi. Þó svo að tónlistartengd framhalds-menntun hafi batnað til muna á undanförnum árum má ekki gleyma þeim mikilvægu kjarnastofnunum sem undirbúa nemendur og leiða jafnvel nemendur inn á braut klassískrar tónlistarmenntunar. Auk þess er skólinn mikilvægur söngvurum sem snúa aftur heim og leggja kennslu fyrir sig. Við skólann starfar einvala lið reynslumikilla söngvara sem hafa snúið heim eftir margra ára nám og söngferil erlendis og miðlar þar sinni reynslu og menntun til yngri kynslóða söngvara. Hér hafa aðeins verið nefnd dæmi sem tengjast reynslu okkar undirritaðra en metnaður skólans snýst ekki eingöngu um að búa unga söngnemendur undir framhaldsnám og starfsframa heima og/eða erlendis. Fáir tónlistaskólar bjóða upp á viðlíka starfsemi og fjölbreytni deildna eins og Söngskóli Sigurðar Demetz, sem er ekki síður mikilvægur fólki á öllum aldri sem nýtir sér söngmenntun og félagsskap þann sem náminu fylgir sem andlegt haldreipi í tilverunni. Þá verður barna og unglingadeild skólans seint endurreyst með sama hætti, verði henni lokað, en þar hefur ungdómurinn möguleika á að rækta hæfileika sína í söng og sviðsframkomu. Við erum ekki öll steypt í sama form og mikilvægi þeirrar deildar er mikið, því ekki allir finna sig í íþróttum eða þeim fjölmörgu góðu afþreyingar möguleikum sem í boði eru. Skólanum eigum við undirrituð margt að þakka. Við hófum söngnám okkar við Söngskóla Sigurðar Demetz, höfum sterka tengingu við skólann og við vitum að þar standa dyrnar alltaf opnar til stuðnings og góðra ráða. Það er ekki sjálfgefið að finna sína réttu braut í lífinu og aukinheldur ekki sjálfgefið að byggja upp þann mikilvæga grunn sem til þarf, vilji maður halda áfram námi og/eða starfa sem söngvari í löndum sem hafa gengið með og hlúð að söngnámi og sönglist í aldaraðir. Það er og í andstöðu við stefnu stjórnvalda að loka söngskólum, þau, sem blessunarlega vilja auka veg óperulistformsins og stofna Þjóðaróperu meiga ekki gleyma því að listamenn verða ekki til úr engu. Þjóðaróperan verður ómetanleg framtak sem gerir starfsgrundvöll okkar undirritaðra mun blómlegri og stöðugri en stjórnvöld mega ekki horfa framhjá því að listformið þarfnast flytjenda og flytjendur þurfa jú einhverstaðar að læra sönglistina. Söngskóli Sigurðar Demetz hefur margsannað mikilvægi sitt og ef skólanum yrði lokað væri sá skaði stórt sár á íslensku menningarlífi sem erfitt væri að græða. Komum í veg fyrir það, við viljum öll blómlegt menningarlíf. Við viljum öll aðgengilega, metnaðarfulla möguleika til menntunar og fyrst og fremst viljum við öll og þurfum tónlist og söng í tilverunni. Höfundar eru fyrrverandi nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz og starfandi óperusöngvarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Bréf þetta er skrifað til stuðnings söngmenntunar á Íslandi, sem um áraraðir hefur barist í bökkum fjárhagslega. Við, fyrrverandi nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz, horfum áhyggjufullum augum á þá þróun sem er að eiga sér stað því allt stefnir í að skólanum verið lokað, sé ekki brugðist við strax. Grundvöllur, mikilvægi og tilveruréttur skólans er óumdeildur og það mikilvæga starf sem þar er unnið er vandfundið annarstaðar í sama formi. Skólinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna sem uppeldisstofnun söngvara sem langar að leggja sönginn fyrir sig að ævistarfi. Þó svo að tónlistartengd framhalds-menntun hafi batnað til muna á undanförnum árum má ekki gleyma þeim mikilvægu kjarnastofnunum sem undirbúa nemendur og leiða jafnvel nemendur inn á braut klassískrar tónlistarmenntunar. Auk þess er skólinn mikilvægur söngvurum sem snúa aftur heim og leggja kennslu fyrir sig. Við skólann starfar einvala lið reynslumikilla söngvara sem hafa snúið heim eftir margra ára nám og söngferil erlendis og miðlar þar sinni reynslu og menntun til yngri kynslóða söngvara. Hér hafa aðeins verið nefnd dæmi sem tengjast reynslu okkar undirritaðra en metnaður skólans snýst ekki eingöngu um að búa unga söngnemendur undir framhaldsnám og starfsframa heima og/eða erlendis. Fáir tónlistaskólar bjóða upp á viðlíka starfsemi og fjölbreytni deildna eins og Söngskóli Sigurðar Demetz, sem er ekki síður mikilvægur fólki á öllum aldri sem nýtir sér söngmenntun og félagsskap þann sem náminu fylgir sem andlegt haldreipi í tilverunni. Þá verður barna og unglingadeild skólans seint endurreyst með sama hætti, verði henni lokað, en þar hefur ungdómurinn möguleika á að rækta hæfileika sína í söng og sviðsframkomu. Við erum ekki öll steypt í sama form og mikilvægi þeirrar deildar er mikið, því ekki allir finna sig í íþróttum eða þeim fjölmörgu góðu afþreyingar möguleikum sem í boði eru. Skólanum eigum við undirrituð margt að þakka. Við hófum söngnám okkar við Söngskóla Sigurðar Demetz, höfum sterka tengingu við skólann og við vitum að þar standa dyrnar alltaf opnar til stuðnings og góðra ráða. Það er ekki sjálfgefið að finna sína réttu braut í lífinu og aukinheldur ekki sjálfgefið að byggja upp þann mikilvæga grunn sem til þarf, vilji maður halda áfram námi og/eða starfa sem söngvari í löndum sem hafa gengið með og hlúð að söngnámi og sönglist í aldaraðir. Það er og í andstöðu við stefnu stjórnvalda að loka söngskólum, þau, sem blessunarlega vilja auka veg óperulistformsins og stofna Þjóðaróperu meiga ekki gleyma því að listamenn verða ekki til úr engu. Þjóðaróperan verður ómetanleg framtak sem gerir starfsgrundvöll okkar undirritaðra mun blómlegri og stöðugri en stjórnvöld mega ekki horfa framhjá því að listformið þarfnast flytjenda og flytjendur þurfa jú einhverstaðar að læra sönglistina. Söngskóli Sigurðar Demetz hefur margsannað mikilvægi sitt og ef skólanum yrði lokað væri sá skaði stórt sár á íslensku menningarlífi sem erfitt væri að græða. Komum í veg fyrir það, við viljum öll blómlegt menningarlíf. Við viljum öll aðgengilega, metnaðarfulla möguleika til menntunar og fyrst og fremst viljum við öll og þurfum tónlist og söng í tilverunni. Höfundar eru fyrrverandi nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz og starfandi óperusöngvarar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar