Óttast að boð og bönn ráðherra muni setja verslanir í þrot Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júní 2025 19:44 Erna hefur um árabil rekið verslunina Gryfjuna sem sérhæfir sig í sölu nikótínvara. Vísir/Lýður Valberg Verslunareigandi segir að gangi áform heilbrigðisráðherra eftir um breytingar á löggjöf fyrir tóbaks- og níkótínvörur muni fyrirtæki hennar fara í þrot. Hún gagnrýnir stjórnvöld fyrir samráðsleysi og segir alla vilja vanda til verka þegar kemur að sölu nikótíns. Heilbrigðisráðherra hefur birt áform um breytingar á löggjöf fyrir tóbaks- og nikótínvörur í samráðsgátt stjórnvalda. Þar segir meðal annars að þörf sé á frekari aðgerðum í ljósi þess hve útbreidd notkun nikótínvara sé orðin. Nýjustu tölur Landlæknis sýna að dagleg notkun nikótínpúða er að aukast og eru þeir algengasta neysluform nikótíns. Áform ráðherrans fela í sér bann við sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni sem höfða til barna og að umbúðir þeirra verði einsleitar líkt og á við um umbúðir tóbaksvara. Saknar samráðs Erna Margrét Oddsdóttir verslunareigandi Gryfjunnar sem selur nikótínvörur líkt og rafrettur og nikótínpúða segir að gangi áformin óbreytt í gegn þýði það að sérverslanir með nikótín muni þurfa að leggja upp laupana. „Og það er ekki jákvætt því að sérverslanirnar, við erum með lokað fyrir gluggana, þú sérð ekki hérna inn, við megum ekkert auglýsa eða neitt svoleiðis, hér máttu ekki koma inn nema þú sért orðinn átján, sem þýðir að þetta færi bara í bensínstöðvarnar, bara í litlu búðirnar þar sem er kannski ekki eins mikið eftirlit og ekki eins mikið power í að vilja stoppa. Ég held ekki að við myndum lifa þetta af, aðallega bara út af bragðefninu, jú jú ef þeir vilja breyta umbúðunum...en það skiptir fólk ekkert máli hvernig umbúðirnar eru.“ Hún segir stjórnvöld ekkert samráð eiga við verslunareigendur. Sjálf sé hún með fullt af hugmyndum um hvernig megi þrengja reglur og koma í veg fyrir að börn geti keypt nikótínvörur. „Það eru svo margar aðgerðir sem hægt er að fara í á undan því að banna. Boð og bönn virka ekki, það er fullorðið fólk sem er að nota bragðefni, bragðefni eru ekki óþarfa hlutur sem er settur í upp á fönnið, þetta er það sem hjálpar fólki að hætta að reykja,“ segir Erna. „Það þurfa að vera ákveðnar reglur, við viljum ekki að ungmenni séu að nota þessar vörur, þau eiga ekki að komast í þessar vörur, en setjum harðari reglur, hvar er lekinn í kerfinu? Hver er að selja börnunum? Hvernig eru þau að fá þetta? Það er það sem þarf að skoða, stoppa það.“ Nikótínpúðar Heilbrigðismál Verslun Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur birt áform um breytingar á löggjöf fyrir tóbaks- og nikótínvörur í samráðsgátt stjórnvalda. Þar segir meðal annars að þörf sé á frekari aðgerðum í ljósi þess hve útbreidd notkun nikótínvara sé orðin. Nýjustu tölur Landlæknis sýna að dagleg notkun nikótínpúða er að aukast og eru þeir algengasta neysluform nikótíns. Áform ráðherrans fela í sér bann við sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni sem höfða til barna og að umbúðir þeirra verði einsleitar líkt og á við um umbúðir tóbaksvara. Saknar samráðs Erna Margrét Oddsdóttir verslunareigandi Gryfjunnar sem selur nikótínvörur líkt og rafrettur og nikótínpúða segir að gangi áformin óbreytt í gegn þýði það að sérverslanir með nikótín muni þurfa að leggja upp laupana. „Og það er ekki jákvætt því að sérverslanirnar, við erum með lokað fyrir gluggana, þú sérð ekki hérna inn, við megum ekkert auglýsa eða neitt svoleiðis, hér máttu ekki koma inn nema þú sért orðinn átján, sem þýðir að þetta færi bara í bensínstöðvarnar, bara í litlu búðirnar þar sem er kannski ekki eins mikið eftirlit og ekki eins mikið power í að vilja stoppa. Ég held ekki að við myndum lifa þetta af, aðallega bara út af bragðefninu, jú jú ef þeir vilja breyta umbúðunum...en það skiptir fólk ekkert máli hvernig umbúðirnar eru.“ Hún segir stjórnvöld ekkert samráð eiga við verslunareigendur. Sjálf sé hún með fullt af hugmyndum um hvernig megi þrengja reglur og koma í veg fyrir að börn geti keypt nikótínvörur. „Það eru svo margar aðgerðir sem hægt er að fara í á undan því að banna. Boð og bönn virka ekki, það er fullorðið fólk sem er að nota bragðefni, bragðefni eru ekki óþarfa hlutur sem er settur í upp á fönnið, þetta er það sem hjálpar fólki að hætta að reykja,“ segir Erna. „Það þurfa að vera ákveðnar reglur, við viljum ekki að ungmenni séu að nota þessar vörur, þau eiga ekki að komast í þessar vörur, en setjum harðari reglur, hvar er lekinn í kerfinu? Hver er að selja börnunum? Hvernig eru þau að fá þetta? Það er það sem þarf að skoða, stoppa það.“
Nikótínpúðar Heilbrigðismál Verslun Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira