Við viljum styðja ungmenni í að velja rétt fyrir sig og sína framtíð Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2025 06:02 Það eru stór tímamót í lífi ungmenna þegar kemur að vali á framhaldsskóla. Sum hafa vitað það lengi hvaða leið þau vilja fara og hvaða skóli verður fyrir valinu, á meðan önnur eru fram á síðustu stundu að vega og meta þá kosti sem standa til boða. Svo er hópur nemenda í nagandi óvissu, óörugg um það hvort þau nái að uppfylla þær kröfur sem þarf til að komast í draumaskólann. Í þeim tilvikum getur valið krafist taktískrar röðunar varðandi það hvaða skóla á að setja sem fyrsta, annað og þriðja val. Að lokum er hópur ungmenna sem hafa í raun lítið sem ekkert val, sérstaklega í fámennari byggðum. Mörg ungmenni hafa nýtt sér heimasíðuna naestaskref.is áður en þau velja sér skóla til að sækja um í. Þar er hægt að skoða fjölbreyttar námsleiðir, sjá til hvaða starfa þær geta leitt og fá innsýn í eigin áhugasvið. Þannig fá nemendur aðstoð við að taka upplýsta ákvörðun á aðgengilegan hátt, allt á einum stað. Í gegnum vefinn geta ungmenni tekið áhugasviðspróf, borið saman skóla og námsbrautir og jafnvel uppgötvað tækifæri sem þau vissu ekki af áður. Þau sjá hvaða skólar bjóða upp á nám við þeirra hæfi og hvað þarf til að hljóta inngöngu. Þetta gefur mörgum öryggi og von um spennandi framtíð. Nýtt og einfaldara umsóknarferli Í ár höfum við hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, í samstarfi við Stafrænt Ísland, boðið upp á nýtt og einfaldara umsóknarferli. Með nýrri innritunargátt hefur tekist að bæta bæði þjónustu og öryggi, enda hafa ungmenni og foreldrar lýst yfir ánægju með það hversu þægilegt og aðgengilegt ferlið er orðið. Jafnframt er ánægjulegt að segja frá því að úrvinnsla umsókna hefur aldrei gengið hraðar fyrir sig, þrátt fyrir fjölmennasta útskriftarárgang frá upphafi. Við stefnum að því að allir nýnemar, sama á hvaða braut eða í hvaða skóla, verði komin með skólapláss fyrir lok vikunnar. Það væri met og er ekki síst að þakka skýrri sýn stjórnavalda og samstilltu átaki skólameistara um allt land. Yfir 80% nýnema fá inngöngu í skólann sem var þeirra fyrsta val og yfir 95% fá pláss í öðrum hvorum þeirra skóla sem þau settu í fyrsta eða annað sæti. Þá er öllum ungmennum upp að 18 ára aldri tryggð skólavist. Við skiljum vel hversu spennt ungmennin eru á þessum tímamótum og viljum stytta biðtímann eins og við getum. Því erum við afar stolt af því hversu vel ferlið hefur gengið að þessu sinni. Að lokum óskum við öllum útskriftarnemum úr 10. bekk innilega til hamingju með áfangann. Við vonum að öll eigi gott sumar í vændum og hlakki til spennandi upphafs á nýjum kafla í lífinu þegar hausta tekur. Höfundur er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Þórdís Jóna Sigurðardóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Það eru stór tímamót í lífi ungmenna þegar kemur að vali á framhaldsskóla. Sum hafa vitað það lengi hvaða leið þau vilja fara og hvaða skóli verður fyrir valinu, á meðan önnur eru fram á síðustu stundu að vega og meta þá kosti sem standa til boða. Svo er hópur nemenda í nagandi óvissu, óörugg um það hvort þau nái að uppfylla þær kröfur sem þarf til að komast í draumaskólann. Í þeim tilvikum getur valið krafist taktískrar röðunar varðandi það hvaða skóla á að setja sem fyrsta, annað og þriðja val. Að lokum er hópur ungmenna sem hafa í raun lítið sem ekkert val, sérstaklega í fámennari byggðum. Mörg ungmenni hafa nýtt sér heimasíðuna naestaskref.is áður en þau velja sér skóla til að sækja um í. Þar er hægt að skoða fjölbreyttar námsleiðir, sjá til hvaða starfa þær geta leitt og fá innsýn í eigin áhugasvið. Þannig fá nemendur aðstoð við að taka upplýsta ákvörðun á aðgengilegan hátt, allt á einum stað. Í gegnum vefinn geta ungmenni tekið áhugasviðspróf, borið saman skóla og námsbrautir og jafnvel uppgötvað tækifæri sem þau vissu ekki af áður. Þau sjá hvaða skólar bjóða upp á nám við þeirra hæfi og hvað þarf til að hljóta inngöngu. Þetta gefur mörgum öryggi og von um spennandi framtíð. Nýtt og einfaldara umsóknarferli Í ár höfum við hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, í samstarfi við Stafrænt Ísland, boðið upp á nýtt og einfaldara umsóknarferli. Með nýrri innritunargátt hefur tekist að bæta bæði þjónustu og öryggi, enda hafa ungmenni og foreldrar lýst yfir ánægju með það hversu þægilegt og aðgengilegt ferlið er orðið. Jafnframt er ánægjulegt að segja frá því að úrvinnsla umsókna hefur aldrei gengið hraðar fyrir sig, þrátt fyrir fjölmennasta útskriftarárgang frá upphafi. Við stefnum að því að allir nýnemar, sama á hvaða braut eða í hvaða skóla, verði komin með skólapláss fyrir lok vikunnar. Það væri met og er ekki síst að þakka skýrri sýn stjórnavalda og samstilltu átaki skólameistara um allt land. Yfir 80% nýnema fá inngöngu í skólann sem var þeirra fyrsta val og yfir 95% fá pláss í öðrum hvorum þeirra skóla sem þau settu í fyrsta eða annað sæti. Þá er öllum ungmennum upp að 18 ára aldri tryggð skólavist. Við skiljum vel hversu spennt ungmennin eru á þessum tímamótum og viljum stytta biðtímann eins og við getum. Því erum við afar stolt af því hversu vel ferlið hefur gengið að þessu sinni. Að lokum óskum við öllum útskriftarnemum úr 10. bekk innilega til hamingju með áfangann. Við vonum að öll eigi gott sumar í vændum og hlakki til spennandi upphafs á nýjum kafla í lífinu þegar hausta tekur. Höfundur er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun