Féll í hálku í sundi og fær bætur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2025 18:23 Borginni og tryggingafélaginu var dæmd skaðabótaskylda í héraði en bótaskylda í Landsrétti. Reykjavíkurborg Landsréttur hefur viðurkennt bótaskyldu á hendur Reykjavíkurborg og Sjóvá eftir að kona rann til í hálku í Árbæjarlaug veturinn 2022 og hlaut líkamstjón svo alvarlegt að hún þurfti að gangast undir aðgerð. Dómur þess efnis var kveðinn upp í dag en með honum var dómi Héraðsdóms Reykjavíkur síðan í maí í fyrra breytt lítillega en borginni og tryggingafélaginu var dæmd skaðabótaskylda, en ekki bótaskylda, í héraði. Málsatvik voru þau að snemma í janúar 2022 hafi heimsótt Árbæjarlaug og ætlað að færa sig frá vaðlaug sundstaðarins yfir í heitan pott. Á leið sinni hafi hún hrasað á ísilagðri stéttinni, fallið í jörðina og hlotið áverka. Í framhaldinu hafi hún leitað á bráðamóttökuna þar sem í ljós kom að hún hefði hlotið áverka á ristarbeinum og liðböndum sem kröfðust aðgerðar bæklunarskurðlæknis, sem framkvæmd var tólf dögum eftir slysið. Ágreiningurinn sneri að því hvort Reykjavíkurborg og Sjóvá, sem er á vátryggingarsamningi við borgina, bæru skaðabótaábyrgð vegna atviksins. Snjóbræðslukerfið í ólagi Í niðurstöðum dómsins segir að af dómaframkvæmd megi ráða að ríkar kröfur séu gerðar til aðbúnaðar á sundstöðum. Samkvæmt almennum skaðabótareglum beri rekstraraðili ábyrgð á tjóni sem gestir kunni að verða fyrir. Þá hafi verið skráðar nokkuð strangar hátternisreglur til að auka öryggi og stemma stigu við slysum og óhöppum á slíkum stöðum. Til að mynda beri sundstöðum skylda að halda gönguleiðum við útilaugar frostfríum og að staðsetning aðvörunarskilta skuli vera þannig að laugargestir komist ekki hjá því að sjá þau. Fyrir lá að daginn sem slysið varð hafi starfsmenn laugarinnar ekki komið fyrir fleiri aðvörunarskiltum vegna hálkunnar en eru á sundlaugarbakkanum að staðaldri. Einnig lá fyrir að snjóbræðslukerfi laugarinnar virkaði ekki sem skyldi, sem hefði kallað á að starfsmenn sundlaugarinnar huguðu sérstaklega vel að því að grípa til ráðstafana vegna aukinnar slysahættu. Ekki nægilega saltað Áfrýjendurnir báru fyrir sig að daginn sem slysið varð hafi starfsmenn Árbæjarlaugar saltað stéttina við sundlaugina reglulega. Dómurinn taldi að ljóst væri að slysið hafi orðið um svipað leyti og annar sundlaugargestur leitaði til sundlaugarvarðar og tjáði honum að ísing væri að myndast á bakkanum. Starfsmenn hafi þannig ekki umsvifalaust brugðist við. Því hafi sú söltun sem áfrýjendur lýstu reynst ófullnægjandi. Auk þess leit dómurinn til þess að umrætt sinn hafi starfsmenn laugarinnar ekki komið upp fleiri aðvörunarskiltum en þeim sem eru að staðaldri við laugina. För konunnar frá vaðlauginni að heita pottinum hafi einnig verið háttað þannig að staðsetning skiltanna á bakkanum hafi ekki verið með þeim hætti að konan hefði ekki getað komist hjá því að sjá skiltin. Sem fyrr segir var bótaskylda Reykjavíkurborgar og Sjóvár viðurkennd vegna líkamstjónsins sem konan hlaut í slysinu. Þá voru áfrýjendur dæmdir til að greiða eina milljón króna í málskostnað fyrir Landsrétti sem renni í ríkissjóð. Sundlaugar og baðlón Tryggingar Dómsmál Sjóvá Reykjavík Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Dómur þess efnis var kveðinn upp í dag en með honum var dómi Héraðsdóms Reykjavíkur síðan í maí í fyrra breytt lítillega en borginni og tryggingafélaginu var dæmd skaðabótaskylda, en ekki bótaskylda, í héraði. Málsatvik voru þau að snemma í janúar 2022 hafi heimsótt Árbæjarlaug og ætlað að færa sig frá vaðlaug sundstaðarins yfir í heitan pott. Á leið sinni hafi hún hrasað á ísilagðri stéttinni, fallið í jörðina og hlotið áverka. Í framhaldinu hafi hún leitað á bráðamóttökuna þar sem í ljós kom að hún hefði hlotið áverka á ristarbeinum og liðböndum sem kröfðust aðgerðar bæklunarskurðlæknis, sem framkvæmd var tólf dögum eftir slysið. Ágreiningurinn sneri að því hvort Reykjavíkurborg og Sjóvá, sem er á vátryggingarsamningi við borgina, bæru skaðabótaábyrgð vegna atviksins. Snjóbræðslukerfið í ólagi Í niðurstöðum dómsins segir að af dómaframkvæmd megi ráða að ríkar kröfur séu gerðar til aðbúnaðar á sundstöðum. Samkvæmt almennum skaðabótareglum beri rekstraraðili ábyrgð á tjóni sem gestir kunni að verða fyrir. Þá hafi verið skráðar nokkuð strangar hátternisreglur til að auka öryggi og stemma stigu við slysum og óhöppum á slíkum stöðum. Til að mynda beri sundstöðum skylda að halda gönguleiðum við útilaugar frostfríum og að staðsetning aðvörunarskilta skuli vera þannig að laugargestir komist ekki hjá því að sjá þau. Fyrir lá að daginn sem slysið varð hafi starfsmenn laugarinnar ekki komið fyrir fleiri aðvörunarskiltum vegna hálkunnar en eru á sundlaugarbakkanum að staðaldri. Einnig lá fyrir að snjóbræðslukerfi laugarinnar virkaði ekki sem skyldi, sem hefði kallað á að starfsmenn sundlaugarinnar huguðu sérstaklega vel að því að grípa til ráðstafana vegna aukinnar slysahættu. Ekki nægilega saltað Áfrýjendurnir báru fyrir sig að daginn sem slysið varð hafi starfsmenn Árbæjarlaugar saltað stéttina við sundlaugina reglulega. Dómurinn taldi að ljóst væri að slysið hafi orðið um svipað leyti og annar sundlaugargestur leitaði til sundlaugarvarðar og tjáði honum að ísing væri að myndast á bakkanum. Starfsmenn hafi þannig ekki umsvifalaust brugðist við. Því hafi sú söltun sem áfrýjendur lýstu reynst ófullnægjandi. Auk þess leit dómurinn til þess að umrætt sinn hafi starfsmenn laugarinnar ekki komið upp fleiri aðvörunarskiltum en þeim sem eru að staðaldri við laugina. För konunnar frá vaðlauginni að heita pottinum hafi einnig verið háttað þannig að staðsetning skiltanna á bakkanum hafi ekki verið með þeim hætti að konan hefði ekki getað komist hjá því að sjá skiltin. Sem fyrr segir var bótaskylda Reykjavíkurborgar og Sjóvár viðurkennd vegna líkamstjónsins sem konan hlaut í slysinu. Þá voru áfrýjendur dæmdir til að greiða eina milljón króna í málskostnað fyrir Landsrétti sem renni í ríkissjóð.
Sundlaugar og baðlón Tryggingar Dómsmál Sjóvá Reykjavík Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira