Það skiptir máli hvernig gervigreind er notuð í kennslu Hjörvar Ingi Haraldsson skrifar 19. júní 2025 09:32 Í dag tekur það einungis örfáar sekúndur að framkalla hið læsilegasta ljóð í anda Shakespeare eða formlega ritað bréf. Það sem einu sinni þótti efni í vísindaskáldsögur er nú daglegt brauð um allan heim og á það líka við um í skólastofum. Þróunarhraði gervigreindar er slíkur að hann hefur þegar haft djúpstæð áhrif á samfélag okkar, þar á meðal menntakerfið. Þetta hefur þau áhrif að skólasamfélagið verður að svara spurningunni: á að banna notkun gervigreindar af ótta við svindl og rýrnun færni, eða á að faðma þessa nýju tækni og kenna nemendum að nota hana á ábyrgan og gagnrýninn hátt? Allar helstu rannsóknir og sjónarmið sérfræðinga benda eindregið til þess síðarnefnda. Að fela eða banna gervigreind er ekki aðeins óraunhæft í heimi þar sem hún er alls staðar nálæg, heldur er það einnig glatað tækifæri til að kenna nemendum þá lykilfærni sem þeir þurfa á að halda í framtíðinni: gagnrýna hugsun, siðferðisvitund og hæfnina til að vinna með tækni á uppbyggilegan hátt. Á að kenna eða banna? Sú hugmynd að banna gervigreind í skólastarfi sprettur oft upp af skiljanlegum ótta við aukinn ritstuld og að nemendur hætti að hugsa sjálfstætt. Nýlegar rannsóknir sýna að þessi ótti er ekki tilefnislaus. Of mikið traust á gervigreind getur leitt til þess að hún verði nýtt til að taka erfiðar ákvarðanir fyrir okkur (e. cognitive offloading), sem getur grafið undan gagnrýnni hugsun og dregið úr færni til lausnaleitar. Hins vegar er það einmitt þessi áskorun sem kallar á virka kennslu, ekki bann. Ég tel að við þurfum að einbeita okkur að því að kenna nemendum að nota gervigreindartæki á ábyrgan og áhrifaríkan hátt. Að banna gervigreind ýtir aðeins undir ábyrgðarlausa notkun hennar í leyni og skapar gjá milli skólastarfs og raunveruleikans. Í stað þess að banna tæknina ættu kennarar að innleiða markvissar aðferðir til að efla gagnrýna hugsun. Ný sýn á námsmat og hlutverk nemandans Hvað þýðir það í raun og veru að innleiða slíkar aðferðir? Það kallar á endurhugsun á námsmati og jafnvel hlutverki nemandans. Við þurfum að taka upp þá hugmyndafræði að menn og vélar vinna saman og nýta styrkleika hvors annars. Þar sem gervigreindin verður öflugur „samstarfsmaður“ en ekki „svindlforrit“ í höndum nemenda, og getur þetta auðveldað að fara dýpra og lengra í vinnunni, og aukið sköpunarkraftinn, frumleika og gagnrýna hugsun. Þetta hefur óhjákvæmilega áhrif á námsmat. Það er nú þegar erfitt að sannreyna höfundaverk lokaafurðar, eins og ritgerðir sem eru unnar heima og því er orðið mikilvægara að meta ferlið sjálft. Námsmatið gæti þá falist í að meta gæði spurninganna sem nemandi spyr gervigreindina, hæfni hans til að gagnrýna og bæta úr því sem hún skilar af sér, eða færni hans til að verja niðurstöður sínar, því þá kemur raunverulegur skilningur hans á efninu í ljós. Hlutverk menntunar verður því að styrkja mannlega þáttinn, sköpun, gagnrýna hugsun, siðferðisvitund og álíka. Á sama tíma eiga kennarar að hvetja nemendur til að nota gervigreind sem verkfæri til að kanna og þróa hugmyndir, en krefjast þess jafnframt að þeir stýri ferðinni. Einmitt þessi hugmyndafræði, þar sem nemandinn er virkur skapandi aðili en ekki óvirkur þiggjandi upplýsinga, er kjarninn í nýjum kennsluaðferðum sem eru að ryðja sér til rúms. Hvernig á að kenna notkun á gervigreind? Þjóðir heims fara ólíkar leiðir við að innleiða gervigreind í námskrár en almennt er horfið frá því að kenna hana sem einangrað tæknifag. Þess í stað er lögð áhersla á að samþætta gervigreindarlæsi við aðrar námsgreinar til að búa nemendur undir framtíð þar sem tæknin er alls staðar. Eitt af þeim kennslufræðilegu líkönum sem hefur vakið athygli nefnist SAILD (Students as AI Literate Designers), sem er sérstaklega hannað fyrir yngri nemendur á grunnskólastigi en grunnhugmyndirnar um hönnunarmiðað nám, lausn raunverulegra vandamála og siðferðilega ígrundun eiga jafn vel við á öllum skólastigum. SAILD byggir á hönnunarmiðuðu námi (e. design-based learning) þar sem nemendur læra um gervigreind með því að takast á við raunveruleg viðfangsefni. Þetta er gert til þess að nemendur nýti sér gervigreindina sem verkfæri frekar en til þess að láta hana mata sig á upplýsingum. Kjarnann í aðferðinni má einfalda í þrjú skref: Hönnun: Ferlið byrjar á skapandi hugmyndavinnu. Nemendur finna raunverulegt viðfangsefni og spyrja sig: Hvernig getum við notað gervigreind til að leysa það? Útkoman er fyrsta uppkast að þessari lausn. Rannsókn og endurbætur: Hér rekast nemendur á tæknilegar hindranir. Til að yfirstíga þær þurfa þeir að afla sér nýrrar þekkingar. Þeir kafa dýpra í virkni gervigreindar með verklegum æfingum og umræðum og nota það sem þeir læra til að endurhanna og styrkja upphaflegu lausnina. Þetta er endurtekið í hringrás þar til lausnin er orðin betri. Mat og ígrundun: Síðasta skrefið snýst um að líta á lausnina með gagnrýnum augum. Nemendur meta virknina en eru líka hvattir til að velta fyrir sér stóru spurningunum: Hvaða siðferðilegu áhættur fylgja lausninni? Er hún hlutlaus? Hvaða áhrif hefur hún á samfélagið? Markmiðið með þessu ferli er að byggja upp gervigreindarlæsi nemenda á fjórum sviðum: Þekking á gervigreind: Að skilja grunnhugtök og virkni gervigreindar. Færni í notkun gervigreindar: Að geta beitt gervigreind til að skapa lausnir og leysa vandamál. Siðferðisvitund um gervigreind: Að geta metið á gagnrýninn hátt kosti og áhættur, svo sem hlutdrægni og persónuvernd. Viðhorf til gervigreindar: Að þróa með sér raunsætt og yfirvegað viðhorf til tækninnar. Rannsókn á SAILD aðferðinni meðal 10-12 ára nemenda í Hong Kong sýndi fram á verulegar framfarir. Nemendur sýndu aukna færni í notkun gervigreindar, dýpri skilning á siðferðilegum álitamálum og þróuðu með sér raunsærri og yfirvegaðri viðhorf til tækninnar. En þessi aðferð setur þá ábyrgð á kennara að hafa þekkingu á gervigreind og notkun á henni í sinni kennslugrein. Það þarf því að tryggja að allir kennarar fá góða fræðslu og þjálfun í notkun á gervigreind í kennslu. Leiðsögn en ekki hindranir Spurningin er því ekki hvort við eigum að nota gervigreind í kennslu, heldur hvernig. Svarið liggur í yfirvegaðri og ígrundaðri nálgun þar sem við hættum að líta á gervigreind sem ógn og byrjum að meðhöndla hana sem það öfluga verkfæri sem hún er. Hlutverk kennarans verður síður en svo óþarft, þvert á móti verður það enn mikilvægara. Kennarinn verður leiðsögumaðurinn sem hjálpar nemendum að fóta sig í þessu nýja landslagi, spyrja réttu spurninganna, viðhalda mannlegri forvitni og þroska með sér þá siðferðisvitund og gagnrýnu hugsun sem þarf. Framtíð menntunar felst í samvinnu manns og vélar, þar sem tæknin þjónar manninum og kennarinn stendur vörð um að svo verði áfram. Höfundur er kennari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Annar af höfundum fræðsluritsins “Skólastarf á hraða tækninnar” sem fjallar meðal annars um áhrif gervigreindar á skólastarf: https://skolastarfahradataekninnar.substack.com/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Skóla- og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í dag tekur það einungis örfáar sekúndur að framkalla hið læsilegasta ljóð í anda Shakespeare eða formlega ritað bréf. Það sem einu sinni þótti efni í vísindaskáldsögur er nú daglegt brauð um allan heim og á það líka við um í skólastofum. Þróunarhraði gervigreindar er slíkur að hann hefur þegar haft djúpstæð áhrif á samfélag okkar, þar á meðal menntakerfið. Þetta hefur þau áhrif að skólasamfélagið verður að svara spurningunni: á að banna notkun gervigreindar af ótta við svindl og rýrnun færni, eða á að faðma þessa nýju tækni og kenna nemendum að nota hana á ábyrgan og gagnrýninn hátt? Allar helstu rannsóknir og sjónarmið sérfræðinga benda eindregið til þess síðarnefnda. Að fela eða banna gervigreind er ekki aðeins óraunhæft í heimi þar sem hún er alls staðar nálæg, heldur er það einnig glatað tækifæri til að kenna nemendum þá lykilfærni sem þeir þurfa á að halda í framtíðinni: gagnrýna hugsun, siðferðisvitund og hæfnina til að vinna með tækni á uppbyggilegan hátt. Á að kenna eða banna? Sú hugmynd að banna gervigreind í skólastarfi sprettur oft upp af skiljanlegum ótta við aukinn ritstuld og að nemendur hætti að hugsa sjálfstætt. Nýlegar rannsóknir sýna að þessi ótti er ekki tilefnislaus. Of mikið traust á gervigreind getur leitt til þess að hún verði nýtt til að taka erfiðar ákvarðanir fyrir okkur (e. cognitive offloading), sem getur grafið undan gagnrýnni hugsun og dregið úr færni til lausnaleitar. Hins vegar er það einmitt þessi áskorun sem kallar á virka kennslu, ekki bann. Ég tel að við þurfum að einbeita okkur að því að kenna nemendum að nota gervigreindartæki á ábyrgan og áhrifaríkan hátt. Að banna gervigreind ýtir aðeins undir ábyrgðarlausa notkun hennar í leyni og skapar gjá milli skólastarfs og raunveruleikans. Í stað þess að banna tæknina ættu kennarar að innleiða markvissar aðferðir til að efla gagnrýna hugsun. Ný sýn á námsmat og hlutverk nemandans Hvað þýðir það í raun og veru að innleiða slíkar aðferðir? Það kallar á endurhugsun á námsmati og jafnvel hlutverki nemandans. Við þurfum að taka upp þá hugmyndafræði að menn og vélar vinna saman og nýta styrkleika hvors annars. Þar sem gervigreindin verður öflugur „samstarfsmaður“ en ekki „svindlforrit“ í höndum nemenda, og getur þetta auðveldað að fara dýpra og lengra í vinnunni, og aukið sköpunarkraftinn, frumleika og gagnrýna hugsun. Þetta hefur óhjákvæmilega áhrif á námsmat. Það er nú þegar erfitt að sannreyna höfundaverk lokaafurðar, eins og ritgerðir sem eru unnar heima og því er orðið mikilvægara að meta ferlið sjálft. Námsmatið gæti þá falist í að meta gæði spurninganna sem nemandi spyr gervigreindina, hæfni hans til að gagnrýna og bæta úr því sem hún skilar af sér, eða færni hans til að verja niðurstöður sínar, því þá kemur raunverulegur skilningur hans á efninu í ljós. Hlutverk menntunar verður því að styrkja mannlega þáttinn, sköpun, gagnrýna hugsun, siðferðisvitund og álíka. Á sama tíma eiga kennarar að hvetja nemendur til að nota gervigreind sem verkfæri til að kanna og þróa hugmyndir, en krefjast þess jafnframt að þeir stýri ferðinni. Einmitt þessi hugmyndafræði, þar sem nemandinn er virkur skapandi aðili en ekki óvirkur þiggjandi upplýsinga, er kjarninn í nýjum kennsluaðferðum sem eru að ryðja sér til rúms. Hvernig á að kenna notkun á gervigreind? Þjóðir heims fara ólíkar leiðir við að innleiða gervigreind í námskrár en almennt er horfið frá því að kenna hana sem einangrað tæknifag. Þess í stað er lögð áhersla á að samþætta gervigreindarlæsi við aðrar námsgreinar til að búa nemendur undir framtíð þar sem tæknin er alls staðar. Eitt af þeim kennslufræðilegu líkönum sem hefur vakið athygli nefnist SAILD (Students as AI Literate Designers), sem er sérstaklega hannað fyrir yngri nemendur á grunnskólastigi en grunnhugmyndirnar um hönnunarmiðað nám, lausn raunverulegra vandamála og siðferðilega ígrundun eiga jafn vel við á öllum skólastigum. SAILD byggir á hönnunarmiðuðu námi (e. design-based learning) þar sem nemendur læra um gervigreind með því að takast á við raunveruleg viðfangsefni. Þetta er gert til þess að nemendur nýti sér gervigreindina sem verkfæri frekar en til þess að láta hana mata sig á upplýsingum. Kjarnann í aðferðinni má einfalda í þrjú skref: Hönnun: Ferlið byrjar á skapandi hugmyndavinnu. Nemendur finna raunverulegt viðfangsefni og spyrja sig: Hvernig getum við notað gervigreind til að leysa það? Útkoman er fyrsta uppkast að þessari lausn. Rannsókn og endurbætur: Hér rekast nemendur á tæknilegar hindranir. Til að yfirstíga þær þurfa þeir að afla sér nýrrar þekkingar. Þeir kafa dýpra í virkni gervigreindar með verklegum æfingum og umræðum og nota það sem þeir læra til að endurhanna og styrkja upphaflegu lausnina. Þetta er endurtekið í hringrás þar til lausnin er orðin betri. Mat og ígrundun: Síðasta skrefið snýst um að líta á lausnina með gagnrýnum augum. Nemendur meta virknina en eru líka hvattir til að velta fyrir sér stóru spurningunum: Hvaða siðferðilegu áhættur fylgja lausninni? Er hún hlutlaus? Hvaða áhrif hefur hún á samfélagið? Markmiðið með þessu ferli er að byggja upp gervigreindarlæsi nemenda á fjórum sviðum: Þekking á gervigreind: Að skilja grunnhugtök og virkni gervigreindar. Færni í notkun gervigreindar: Að geta beitt gervigreind til að skapa lausnir og leysa vandamál. Siðferðisvitund um gervigreind: Að geta metið á gagnrýninn hátt kosti og áhættur, svo sem hlutdrægni og persónuvernd. Viðhorf til gervigreindar: Að þróa með sér raunsætt og yfirvegað viðhorf til tækninnar. Rannsókn á SAILD aðferðinni meðal 10-12 ára nemenda í Hong Kong sýndi fram á verulegar framfarir. Nemendur sýndu aukna færni í notkun gervigreindar, dýpri skilning á siðferðilegum álitamálum og þróuðu með sér raunsærri og yfirvegaðri viðhorf til tækninnar. En þessi aðferð setur þá ábyrgð á kennara að hafa þekkingu á gervigreind og notkun á henni í sinni kennslugrein. Það þarf því að tryggja að allir kennarar fá góða fræðslu og þjálfun í notkun á gervigreind í kennslu. Leiðsögn en ekki hindranir Spurningin er því ekki hvort við eigum að nota gervigreind í kennslu, heldur hvernig. Svarið liggur í yfirvegaðri og ígrundaðri nálgun þar sem við hættum að líta á gervigreind sem ógn og byrjum að meðhöndla hana sem það öfluga verkfæri sem hún er. Hlutverk kennarans verður síður en svo óþarft, þvert á móti verður það enn mikilvægara. Kennarinn verður leiðsögumaðurinn sem hjálpar nemendum að fóta sig í þessu nýja landslagi, spyrja réttu spurninganna, viðhalda mannlegri forvitni og þroska með sér þá siðferðisvitund og gagnrýnu hugsun sem þarf. Framtíð menntunar felst í samvinnu manns og vélar, þar sem tæknin þjónar manninum og kennarinn stendur vörð um að svo verði áfram. Höfundur er kennari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Annar af höfundum fræðsluritsins “Skólastarf á hraða tækninnar” sem fjallar meðal annars um áhrif gervigreindar á skólastarf: https://skolastarfahradataekninnar.substack.com/
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun