Langar þig að vera sjóklár? Steinunn Ása Þorvaldsdóttir og Jakob Frímann Þorsteinsson skrifa 19. júní 2025 07:47 Mörg okkar á Íslandi búum í nálægð við hafið allt árið um kring. Það umlykur landið okkar á alla kanta og við höfum í gegnum aldirnar lært að lifa á og með hafinu. En nú er svo komið að möguleikar fólks á öllum aldri að eiga bein kynni af hafinu og að læra að lifa með því eru takmarkaðir. Víða um land eru siglingaklúbbar. Í Reykjavík rekur borgin Siglunes, sem er ævintýramiðstöð við sjóinn í Nauthólsvík, þar sem börnum gefst kostur á að læra að sigla og róa, hoppa í sjóinn og efla þrautseigju og þor. Við sem skrifum þessa grein, Stása og Kobbi, kynntumst fyrst á sumarnámskeiði hjá ÍTR fyrir um þrjátíu árum síðan. Þar var fastur liður að fara í heimsókn í Siglunes þar sem Steinunn Ása upplifði að fara á sjó og kynnast hafinu. Jakob starfaði þar um skeið og varð hugfanginn af þessari margþættu reynslu sem hægt er að eignast með því að leika og lifa í, á og við hafið. Okkur sýnist nú að möguleikar barna í Reykjavík á að eignast kynni af hafinu af eigin raun eru minni en fyrir um þrjátíu árum. Hollvinir Sigluness vilja breyta þessu, efla starfsemi Sigluness og auka möguleika fólks á öllum aldri að kynnast hafinu, takast á við áskoranir og kynnast sjálfum sér og náttúrunni á nýjan hátt. Ekki síst vegna þess að rannsóknir sýna að útivist og útinám hafa fjölbreytt jákvæð áhrif - líkamleg, félagsleg og sálræn. Að vera við haf og vatn hefur sterk áhrif og talað er um að hin bláa vitund (e. blue mind) sé sérlega áhrifarík. Hollvinasamtök Sigluness blása til vina- og fjölskyldudags í Siglunesi á 19. júní. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast ævintýrum Sigluness og gleðjast með Hollvinum starfseminnar. Fjölbreytt skemmtidagskrá er í boði þar sem Elín Ey og Íris Tanja ætla fagna með okkur og taka lagið. Boðið verður upp á siglingar, róður, heitan pott, grill og alla þá töfra sem Siglunes hefur upp á að bjóða! Með þessari hátíð og okkar starfi viljum við vinna að því að auka aðgengi að Siglunesi. Það kallar á að gera húsnæðið aðgengilegra, auka opnun og bæta við búnaði sem gerir breiðari hópi fólks kleift á að fara á sjó. Vinir Sigluness eru til að mynda að ýta úr vör söfnurátaki með það að markmið að bæta bátakost Sigluness þannig að þar sé bátur sem hægt er að taka fólk í hjólastól um borð með einföldum hætti. Við hvetjum öll til að koma á vina- og fjölskyldudag í Siglunesi – upplifa smá ævintýri og hitta fólk sem er sjóklárt! Hér má finna viðburðinn: https://fb.me/e/bTb3mFwLG Höfundar eru Steinunn Ása Þorvaldsdóttir málsvari og Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson kennari við HÍ sem eiga sæti í stjórn Hollvinasamtaka Sigluness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Mörg okkar á Íslandi búum í nálægð við hafið allt árið um kring. Það umlykur landið okkar á alla kanta og við höfum í gegnum aldirnar lært að lifa á og með hafinu. En nú er svo komið að möguleikar fólks á öllum aldri að eiga bein kynni af hafinu og að læra að lifa með því eru takmarkaðir. Víða um land eru siglingaklúbbar. Í Reykjavík rekur borgin Siglunes, sem er ævintýramiðstöð við sjóinn í Nauthólsvík, þar sem börnum gefst kostur á að læra að sigla og róa, hoppa í sjóinn og efla þrautseigju og þor. Við sem skrifum þessa grein, Stása og Kobbi, kynntumst fyrst á sumarnámskeiði hjá ÍTR fyrir um þrjátíu árum síðan. Þar var fastur liður að fara í heimsókn í Siglunes þar sem Steinunn Ása upplifði að fara á sjó og kynnast hafinu. Jakob starfaði þar um skeið og varð hugfanginn af þessari margþættu reynslu sem hægt er að eignast með því að leika og lifa í, á og við hafið. Okkur sýnist nú að möguleikar barna í Reykjavík á að eignast kynni af hafinu af eigin raun eru minni en fyrir um þrjátíu árum. Hollvinir Sigluness vilja breyta þessu, efla starfsemi Sigluness og auka möguleika fólks á öllum aldri að kynnast hafinu, takast á við áskoranir og kynnast sjálfum sér og náttúrunni á nýjan hátt. Ekki síst vegna þess að rannsóknir sýna að útivist og útinám hafa fjölbreytt jákvæð áhrif - líkamleg, félagsleg og sálræn. Að vera við haf og vatn hefur sterk áhrif og talað er um að hin bláa vitund (e. blue mind) sé sérlega áhrifarík. Hollvinasamtök Sigluness blása til vina- og fjölskyldudags í Siglunesi á 19. júní. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast ævintýrum Sigluness og gleðjast með Hollvinum starfseminnar. Fjölbreytt skemmtidagskrá er í boði þar sem Elín Ey og Íris Tanja ætla fagna með okkur og taka lagið. Boðið verður upp á siglingar, róður, heitan pott, grill og alla þá töfra sem Siglunes hefur upp á að bjóða! Með þessari hátíð og okkar starfi viljum við vinna að því að auka aðgengi að Siglunesi. Það kallar á að gera húsnæðið aðgengilegra, auka opnun og bæta við búnaði sem gerir breiðari hópi fólks kleift á að fara á sjó. Vinir Sigluness eru til að mynda að ýta úr vör söfnurátaki með það að markmið að bæta bátakost Sigluness þannig að þar sé bátur sem hægt er að taka fólk í hjólastól um borð með einföldum hætti. Við hvetjum öll til að koma á vina- og fjölskyldudag í Siglunesi – upplifa smá ævintýri og hitta fólk sem er sjóklárt! Hér má finna viðburðinn: https://fb.me/e/bTb3mFwLG Höfundar eru Steinunn Ása Þorvaldsdóttir málsvari og Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson kennari við HÍ sem eiga sæti í stjórn Hollvinasamtaka Sigluness.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun