Guggnaði Ólympíumeistarinn? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2025 09:21 Tyreek Hill birti þessa mynd af Noah Lyles eftir að sá síðarnefndi hætti við spretthlaup þeirra félaga. Getty/Kaitlyn Morris/@cheetah Ekkert verður af spretthlaupi Ólympíumeistarans Noah Lyles og NFL stjörnunnar Tyreek Hill. Lyles hætti við hlaupið á síðustu stundu vegna meðal annars persónulegrea ástæðna. Lyles sagði að þeir hafi ætlað að keppa í 50 metra hlaupi á Times torgi í New York og að skipulagningin hafi verið langt komin. „Þetta átti að gerast um komandi helgi en því miður komu upp aðstæður, flækjur og persónulegar ástæður og þetta gekk ekki upp. Við ætluðum samt að keppa,“ sagði Noah Lyles. „Við ætluðum að gera þetta að stórum viðburði og ætluðum meira segja að loka Times torgi í New York. Þetta átti að vera mjög gaman,“ sagði Lyles. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Noah Lyles vann gullverðlaun í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Hann og Tyreek Hill, sem er að mörgum talinn vera fljótasti leikmaður NFL-deildarinnar, fóru að skjóta á hvorn annan á netmiðlum og sá metingur endaði með að þeir skipulögðu einvígi þeirra á milli. Hill hefur verið að æfa sig fyrir hlaupið og hljóp 100 metrana fyrir stuttu á 10,15 sekúndum, sem er auðvitað frábær tími. Hann er ekki í nokkrum vafa um að Ólympíumeistarinn hafi guggnað og ekki þorað í hann þegar hann frétti af þessum frábæra tíma hans. Hill birti þekkta mynd úr Simpson þáttunum þar sem Homer Simpson hverfur inn í limgerðið en að þessu sinni setti hann andlitið á Noah Lyles í staðinn fyrir andlit Homers. „Lyles eftir að hann sá mig hlaupa 100 metrana á 10,15,“ skrifaði Tyreek Hill við myndina. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Frjálsar íþróttir NFL Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Lyles sagði að þeir hafi ætlað að keppa í 50 metra hlaupi á Times torgi í New York og að skipulagningin hafi verið langt komin. „Þetta átti að gerast um komandi helgi en því miður komu upp aðstæður, flækjur og persónulegar ástæður og þetta gekk ekki upp. Við ætluðum samt að keppa,“ sagði Noah Lyles. „Við ætluðum að gera þetta að stórum viðburði og ætluðum meira segja að loka Times torgi í New York. Þetta átti að vera mjög gaman,“ sagði Lyles. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Noah Lyles vann gullverðlaun í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Hann og Tyreek Hill, sem er að mörgum talinn vera fljótasti leikmaður NFL-deildarinnar, fóru að skjóta á hvorn annan á netmiðlum og sá metingur endaði með að þeir skipulögðu einvígi þeirra á milli. Hill hefur verið að æfa sig fyrir hlaupið og hljóp 100 metrana fyrir stuttu á 10,15 sekúndum, sem er auðvitað frábær tími. Hann er ekki í nokkrum vafa um að Ólympíumeistarinn hafi guggnað og ekki þorað í hann þegar hann frétti af þessum frábæra tíma hans. Hill birti þekkta mynd úr Simpson þáttunum þar sem Homer Simpson hverfur inn í limgerðið en að þessu sinni setti hann andlitið á Noah Lyles í staðinn fyrir andlit Homers. „Lyles eftir að hann sá mig hlaupa 100 metrana á 10,15,“ skrifaði Tyreek Hill við myndina. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Frjálsar íþróttir NFL Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira