Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hefst í dag Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. júní 2025 14:27 Frá hinsegin hátíðinni í Hrísey árið 2023. Drífa Snædal Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hefst í dag og stendur til að halda fjölda viðburða um allan landshlutann. Verkefnastjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ vill auka sýnileika hinsegin samfélagsins á svæðinu. „Þetta flotta framtak í Hrísey hófst fyrir þremur árum og hinsegin dagar í Hrísey verða haldnir í þriðja skipti í ár. Við hjá Akureyrarbæ vorum að ræða saman við ýmsa aðila í bænum og okkur fannst ekki væra nægur sýnileiki,“ segir Elísabet Ögn Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ. Íbúar á Hrísey héldu fyrstu hinsegin hátíðina árið 2023 og mætti tvöfaldur íbúafjöldi til að fagna hinsegin samfélaginu. Sjá einnig: Tvöfaldur íbúafjöldi á hinsegin hátíð í Hrísey Nýtilkomið samstarfsnet menningarfulltrúa hjá sveitarfélögum á Norðurlandi eystra ákvað að koma sér saman og sótti um styrk til þess að halda sameiginlega hinsegin hátíð. Hátíðin stendur frá 18. til 21. júní. Elísabet Ögn Jóhannsdóttir og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, er hinsegin fánanum var flaggað í dag.Aðsend „Það er alltaf meiri máttur í að gera eitthvað saman upp á sýnileika og samstöðu. Við vorum svo heppin að fá þennan styrk og fórum af stað með þetta verkefni. Við erum að vona að þetta sé bara byrjunin,“ segir Elísabet. Dragdrottningar, tónlistarhald og bíósýningar Boðið verður upp á alls kyns viðburði um allan landshlutann. Til að mynda er fánasmiðja í menningarhúsinu Bergi á Dalvík í dag, fánagerð hjá Fab Lab á Húsavík og bíósýning á Akureyri. Einnig stendur til að halda ýmis konar tónlistarviðburði, til að mynda verður hinsegin tónlist flutt af hinsegin fólki í Hlöðunni á Akureyri á fimmtudag og mun tónlistarkonan Krassoff auk dansara stíga á svið á laugardagskvöld. „Okkur fannst mjög mikilvægt að gera viðburði í samstarfi við alls konar hópa,“ segir Elísabet. Öll sveitarfélög taka vissulega þátt en hægt er að fara sjá kvikmyndina The Rocky Horror Picture Show í búning á Þórshöfn og mála tröppur að sundlauginni á Þelamörk í regnbogalitum. Settar verða upp sýningarnar Út úr skuggunum og Bakslag á Safnahúsinu á Húsavík á föstudag. Í þeirri fyrrnefndu er dregið fram í dagsljósið áður ósagða sögu hinsegin fólks í Þingeyjarsýslu en sú síðarnefnda fjallar um bakslag réttinda hinsegin fólks á heimsvísu. Báðar sýningarnar verða til sýnis í mánuð. Þá verður auðvitað hátíðardagskrá í Hrísey líkt og ár áður en þar verður haldin regnbogamessa og gengin gleðiganga. Þá verður einnig hægt að hitta Margréti Erlu Maack og Gógó Starr, drottningarnar úr Kjallarakabarett í Þjóðleikhúskjallaranum og fara í sundlaugadiskó. „Mikilvægasta í þessu er að fólk tali um þetta og sjái fánann á lofti,“ segir Elísabet. Með hátíðinni vill hún og fulltrúar sveitarfélaganna dreifa boðskapnum um allt Norðurland eystra að þeir sem eru í hinsegin samfélaginu séu velkomnir. Dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu hátíðarinnar, hinseginhatid.is. Hinsegin Akureyri Norðurþing Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Þingeyjarsveit Eyjafjarðarsveit Hörgársveit Langanesbyggð Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Tjörneshreppur Hrísey Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
„Þetta flotta framtak í Hrísey hófst fyrir þremur árum og hinsegin dagar í Hrísey verða haldnir í þriðja skipti í ár. Við hjá Akureyrarbæ vorum að ræða saman við ýmsa aðila í bænum og okkur fannst ekki væra nægur sýnileiki,“ segir Elísabet Ögn Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ. Íbúar á Hrísey héldu fyrstu hinsegin hátíðina árið 2023 og mætti tvöfaldur íbúafjöldi til að fagna hinsegin samfélaginu. Sjá einnig: Tvöfaldur íbúafjöldi á hinsegin hátíð í Hrísey Nýtilkomið samstarfsnet menningarfulltrúa hjá sveitarfélögum á Norðurlandi eystra ákvað að koma sér saman og sótti um styrk til þess að halda sameiginlega hinsegin hátíð. Hátíðin stendur frá 18. til 21. júní. Elísabet Ögn Jóhannsdóttir og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, er hinsegin fánanum var flaggað í dag.Aðsend „Það er alltaf meiri máttur í að gera eitthvað saman upp á sýnileika og samstöðu. Við vorum svo heppin að fá þennan styrk og fórum af stað með þetta verkefni. Við erum að vona að þetta sé bara byrjunin,“ segir Elísabet. Dragdrottningar, tónlistarhald og bíósýningar Boðið verður upp á alls kyns viðburði um allan landshlutann. Til að mynda er fánasmiðja í menningarhúsinu Bergi á Dalvík í dag, fánagerð hjá Fab Lab á Húsavík og bíósýning á Akureyri. Einnig stendur til að halda ýmis konar tónlistarviðburði, til að mynda verður hinsegin tónlist flutt af hinsegin fólki í Hlöðunni á Akureyri á fimmtudag og mun tónlistarkonan Krassoff auk dansara stíga á svið á laugardagskvöld. „Okkur fannst mjög mikilvægt að gera viðburði í samstarfi við alls konar hópa,“ segir Elísabet. Öll sveitarfélög taka vissulega þátt en hægt er að fara sjá kvikmyndina The Rocky Horror Picture Show í búning á Þórshöfn og mála tröppur að sundlauginni á Þelamörk í regnbogalitum. Settar verða upp sýningarnar Út úr skuggunum og Bakslag á Safnahúsinu á Húsavík á föstudag. Í þeirri fyrrnefndu er dregið fram í dagsljósið áður ósagða sögu hinsegin fólks í Þingeyjarsýslu en sú síðarnefnda fjallar um bakslag réttinda hinsegin fólks á heimsvísu. Báðar sýningarnar verða til sýnis í mánuð. Þá verður auðvitað hátíðardagskrá í Hrísey líkt og ár áður en þar verður haldin regnbogamessa og gengin gleðiganga. Þá verður einnig hægt að hitta Margréti Erlu Maack og Gógó Starr, drottningarnar úr Kjallarakabarett í Þjóðleikhúskjallaranum og fara í sundlaugadiskó. „Mikilvægasta í þessu er að fólk tali um þetta og sjái fánann á lofti,“ segir Elísabet. Með hátíðinni vill hún og fulltrúar sveitarfélaganna dreifa boðskapnum um allt Norðurland eystra að þeir sem eru í hinsegin samfélaginu séu velkomnir. Dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu hátíðarinnar, hinseginhatid.is.
Hinsegin Akureyri Norðurþing Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Þingeyjarsveit Eyjafjarðarsveit Hörgársveit Langanesbyggð Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Tjörneshreppur Hrísey Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira