Sérstaða Íslendinga í máltækni nýtist í nýrri samnorrænni gervigreindarmiðstöð Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. júní 2025 16:07 Lilja Dögg Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Almannaróms. Aðsend Íslenska stofnunin Almannarómur auk fjögurra gervigreindarstofnanna frá Norðurlöndunum hyggjast stofna norræna-baltneska gervigreindarmiðstöð. Öll löndin munu deila upplýsingum sem varða framþróun gervigreindar þar sem sérstaða Íslendinga er íslensk máltækni. Almannarómur auk AI Sweden, AI Finland, Digital Dogme í Danmörku og IKT Norge hafa fengið styrk frá Norrænu ráðherranefndinni til að stofna norræna-baltneska gervigreindarmiðstöð. Starfsfólk miðstöðvarinnar kemur til með að starfa á öllum Norðurlöndum en samhæfing starfseminnar verður í Finnlandi. „Stefnt er að því að útvíkka samstarfssvæði gervigreindarmiðstöðvarinnar og gera hana norrænni-baltneskri miðstöð gervigreindar,“ segir í tilkynningu frá Almannaróm. Gervigreindarmiðstöðin verður formlega stofnuð í október 2025. „Fyrir Ísland er alveg ótrúlega mikilvægt að taka þátt í svona stórum samnorrænum verkefnum. Hugmyndin er að með því að samnýta bæði fólk og starfsemi er hægt að framkvæma verkefni á miklu stærri skala,“ segir Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, í samtali við fréttastofu. „Við getum bæði lært hvort af öðru, þeir sem taka þátt geta deilt sinni sérþekkingu með öðrum og fengið það sama á móti frá hinum.“ Íslenskan sérstaða Almannaróms Almannarómur sérhæfir sig í máltækni en segir Lilja Dögg Ísland skara fram úr á því sviði. „Almannarómur er miðstöð máltækni svo við erum að koma inn í þetta út frá okkar tungumálavegferð sem hefur verið sérstaða Íslands. Við höfum staðið okkur vel í að styðja við okkar tungumál í tækni og í gervigreind, svo vel að það er sérstaklega tekið eftir því víða um heim.“ Taka má sem dæmi að íslenska er annað tungumál mállíkansins ChatGPT eftir að Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti Íslands, auk sendinefndar heimsótti höfuðstöðvar gervigreindarfyrirtækisins OpenAI. „Það er Almannarómur sem fer fyrir hönd Íslands og við leiðum þetta á grundvelli tungumálsins sem auðvitað skiptir okkur máli. Það sem gerir þessa tækni gagnlega er að hún er á okkar máli,“ segir Lilja Dögg. „Máltækni og gervigreind eru að mörgu leiti tvær hliðar á sama peningi og út frá þessu getum við vaxið og styrk okkur á báðum sviðum.“ Starfsfólk Almannaróms er ekki einungis að fara deila sínum upplýsingum heldur fæst tækifæri til að læra af stórum gervigreindarstofnunum á Norðurlöndunum. Einnig verður farið í sameiginleg verkefni, til að mynda verða mótaðar leiðir til að uppfæra gervigreindarfærni almennings, fyrirtækja og stofnana. „Við erum með stórum gervigreindarfyrirtækjum á Norðurlöndunum en hér á Íslandi er í rauninni enn ekki til gervigreindarmiðstöð. Þar getum við á móti sótt og lært af þeim verkefnum sem er í gangi,“ segir hún. Styrkurinn nýtist í fyrstu skrefin Styrkur Norrænu ráðherranefndarinnar er upp á þrjátíu milljón danskar krónur, tæpar sex hundruð milljónir íslenskra króna, yfir þriggja ára tímabil. Logi Einarsson, menningar- og viðskiptaráðherra, og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, eru fulltrúar Íslands í ráðherranefndinni. Lilja Dögg segir að styrkurinn muni nýtast í fyrstu skref miðstöðvarinnar en forsvarsmennirnir koma einnig til með að sækja um alls kyns styrki. „Gervigreindarsetrið er lykilþáttur í að ná markmiði okkar fyrir 2030 um að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims,“ segir Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Gervigreind Tækni Svíþjóð Danmörk Finnland Noregur Íslensk tunga Máltækni Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Sjá meira
Almannarómur auk AI Sweden, AI Finland, Digital Dogme í Danmörku og IKT Norge hafa fengið styrk frá Norrænu ráðherranefndinni til að stofna norræna-baltneska gervigreindarmiðstöð. Starfsfólk miðstöðvarinnar kemur til með að starfa á öllum Norðurlöndum en samhæfing starfseminnar verður í Finnlandi. „Stefnt er að því að útvíkka samstarfssvæði gervigreindarmiðstöðvarinnar og gera hana norrænni-baltneskri miðstöð gervigreindar,“ segir í tilkynningu frá Almannaróm. Gervigreindarmiðstöðin verður formlega stofnuð í október 2025. „Fyrir Ísland er alveg ótrúlega mikilvægt að taka þátt í svona stórum samnorrænum verkefnum. Hugmyndin er að með því að samnýta bæði fólk og starfsemi er hægt að framkvæma verkefni á miklu stærri skala,“ segir Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, í samtali við fréttastofu. „Við getum bæði lært hvort af öðru, þeir sem taka þátt geta deilt sinni sérþekkingu með öðrum og fengið það sama á móti frá hinum.“ Íslenskan sérstaða Almannaróms Almannarómur sérhæfir sig í máltækni en segir Lilja Dögg Ísland skara fram úr á því sviði. „Almannarómur er miðstöð máltækni svo við erum að koma inn í þetta út frá okkar tungumálavegferð sem hefur verið sérstaða Íslands. Við höfum staðið okkur vel í að styðja við okkar tungumál í tækni og í gervigreind, svo vel að það er sérstaklega tekið eftir því víða um heim.“ Taka má sem dæmi að íslenska er annað tungumál mállíkansins ChatGPT eftir að Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti Íslands, auk sendinefndar heimsótti höfuðstöðvar gervigreindarfyrirtækisins OpenAI. „Það er Almannarómur sem fer fyrir hönd Íslands og við leiðum þetta á grundvelli tungumálsins sem auðvitað skiptir okkur máli. Það sem gerir þessa tækni gagnlega er að hún er á okkar máli,“ segir Lilja Dögg. „Máltækni og gervigreind eru að mörgu leiti tvær hliðar á sama peningi og út frá þessu getum við vaxið og styrk okkur á báðum sviðum.“ Starfsfólk Almannaróms er ekki einungis að fara deila sínum upplýsingum heldur fæst tækifæri til að læra af stórum gervigreindarstofnunum á Norðurlöndunum. Einnig verður farið í sameiginleg verkefni, til að mynda verða mótaðar leiðir til að uppfæra gervigreindarfærni almennings, fyrirtækja og stofnana. „Við erum með stórum gervigreindarfyrirtækjum á Norðurlöndunum en hér á Íslandi er í rauninni enn ekki til gervigreindarmiðstöð. Þar getum við á móti sótt og lært af þeim verkefnum sem er í gangi,“ segir hún. Styrkurinn nýtist í fyrstu skrefin Styrkur Norrænu ráðherranefndarinnar er upp á þrjátíu milljón danskar krónur, tæpar sex hundruð milljónir íslenskra króna, yfir þriggja ára tímabil. Logi Einarsson, menningar- og viðskiptaráðherra, og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, eru fulltrúar Íslands í ráðherranefndinni. Lilja Dögg segir að styrkurinn muni nýtast í fyrstu skref miðstöðvarinnar en forsvarsmennirnir koma einnig til með að sækja um alls kyns styrki. „Gervigreindarsetrið er lykilþáttur í að ná markmiði okkar fyrir 2030 um að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims,“ segir Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.
Gervigreind Tækni Svíþjóð Danmörk Finnland Noregur Íslensk tunga Máltækni Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Sjá meira