Þjórsárver ekki þess virði? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 17. júní 2025 14:02 Það hvað við metum til verðmæta er mismunandi manna á milli. Sem betur fer þá eigum við tól sem búið er að þróa og sammælast um að sé góð til að meta hvaða virkjanaframkvæmdir skuli alls ekki ráðast í og hvaða virkjanahugmyndir geti farið áfram í frekara leyfisveitingaferli. Aðferðarfræðin heitir Rammaáætlun og hún hefur það hlutverk að flokka í verndarflokk þær virkjanahugmyndir þar sem náttúran er verðmætari ósnortin en virkjuð á meðan þær sem eru metnar hagkvæmari eru settar í nýtingarflokk. Þá hefst hið hefðbundna leyfisveitingarferli og þurfa þessar virkjanir, þrátt fyrir að vera í nýtingarflokki, að standast aðra löggjöf um umhverfismat, mengunarvarnir og fleira sem eru varnaglar umhverfi og samfélagi til handa. Norðlingaölduveita var á sínum tíma flokkuð í verndarflokk vegna áhrifa sinna á Þjórsárver. Kjalölduveita var svo flokkuð í vernd af faghópi 3. áfanga rammaáætlunar á þeim forsendum að framkvæmdirnar væru svo líkar fyrrnefndri Norðlingaölduveitu og áhrifin álíka, að hægt væri að flokka hugmyndina strax í verndarflokk. Orðrétt segir: „Þrátt fyrir að nafn virkjunarkostsins sé annað, vatnsborð lónsins sé lægra, lónið minna og mannvirki neðar í farveginum hafa framkvæmdirnar áhrif á sama landsvæði og því hefur þessi breytta útfærsla virkjunarkostsins ekki áhrif á þessar grunnforsendur flokkunarinnar.“ Í pólitískum hrærigraut og hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar var virkjunin færð í biðflokk á ný, og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis leggur nú til að halda henni þar áfram, þvert á álit fagráðsins. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sagði í ræðustól Alþingis að um væri að ræða hagkvæmustu virkjun á Íslandi. Ef virkjunin væri svona hagkvæm þá hefði hún verið flokkuð í nýtingarflokk. Ráðherrann gleymir að faghópur rammaáætlunar er einmitt að meta fórnarkostnað á móti ávinningi í fleiru en peningum. Fórnarkostnaðurinn er ekki síst óafturkræft rask á hjarta landsins, og því hefur hugmyndin þegar verið metin óhagkvæm. Fullyrðingar um hagkvæmni mega ekki gleyma því að auður okkar er metinn í öðru og meira en fjármagni. Mannauður er ekki síður mikilvægur og svo er það öll verðmætin sem felast í ósnortinni náttúru. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Loftslagsmál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Það hvað við metum til verðmæta er mismunandi manna á milli. Sem betur fer þá eigum við tól sem búið er að þróa og sammælast um að sé góð til að meta hvaða virkjanaframkvæmdir skuli alls ekki ráðast í og hvaða virkjanahugmyndir geti farið áfram í frekara leyfisveitingaferli. Aðferðarfræðin heitir Rammaáætlun og hún hefur það hlutverk að flokka í verndarflokk þær virkjanahugmyndir þar sem náttúran er verðmætari ósnortin en virkjuð á meðan þær sem eru metnar hagkvæmari eru settar í nýtingarflokk. Þá hefst hið hefðbundna leyfisveitingarferli og þurfa þessar virkjanir, þrátt fyrir að vera í nýtingarflokki, að standast aðra löggjöf um umhverfismat, mengunarvarnir og fleira sem eru varnaglar umhverfi og samfélagi til handa. Norðlingaölduveita var á sínum tíma flokkuð í verndarflokk vegna áhrifa sinna á Þjórsárver. Kjalölduveita var svo flokkuð í vernd af faghópi 3. áfanga rammaáætlunar á þeim forsendum að framkvæmdirnar væru svo líkar fyrrnefndri Norðlingaölduveitu og áhrifin álíka, að hægt væri að flokka hugmyndina strax í verndarflokk. Orðrétt segir: „Þrátt fyrir að nafn virkjunarkostsins sé annað, vatnsborð lónsins sé lægra, lónið minna og mannvirki neðar í farveginum hafa framkvæmdirnar áhrif á sama landsvæði og því hefur þessi breytta útfærsla virkjunarkostsins ekki áhrif á þessar grunnforsendur flokkunarinnar.“ Í pólitískum hrærigraut og hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar var virkjunin færð í biðflokk á ný, og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis leggur nú til að halda henni þar áfram, þvert á álit fagráðsins. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sagði í ræðustól Alþingis að um væri að ræða hagkvæmustu virkjun á Íslandi. Ef virkjunin væri svona hagkvæm þá hefði hún verið flokkuð í nýtingarflokk. Ráðherrann gleymir að faghópur rammaáætlunar er einmitt að meta fórnarkostnað á móti ávinningi í fleiru en peningum. Fórnarkostnaðurinn er ekki síst óafturkræft rask á hjarta landsins, og því hefur hugmyndin þegar verið metin óhagkvæm. Fullyrðingar um hagkvæmni mega ekki gleyma því að auður okkar er metinn í öðru og meira en fjármagni. Mannauður er ekki síður mikilvægur og svo er það öll verðmætin sem felast í ósnortinni náttúru. Höfundur er formaður Landverndar.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun