Tíu staðreyndir um íslenskt samfélag Snorri Másson skrifar 17. júní 2025 10:02 Á þjóðhátíðardaginn er viðeigandi að við sameinumst um þá ágætu hugmynd okkar að vera Íslendingar. Til þess að svo megi verða, er ábyrgð okkar stjórnmálamanna mikil. Á þessum degi er rétt að við bregðum út af vananum, sleppum því að vera leiðinlegir og sneiðum alfarið hjá því að segja eitthvað sem misbýður samlöndum okkar svo mjög að þeir hætti að vilja deila með okkur þjóðerni. Ég geri því hlé á iðju minni og býð í staðinn upp á tíu nokkuð jákvæðar staðreyndir um íslenskt samfélag í tilefni dagsins. Dæmi nú hver fyrir sig hvort við getum ekki bara verið sammála um þær flestar: Við erum sjálfstæð þjóð með full forráð yfir eigin auðlindum. Okkur hefur tekist með hugviti og eljusemi að hagnýta þær auðlindir í okkar eigin þágu. Sannarlega má deila um skiptingu gæðanna en það virðist að minnsta kosti ekki útbreidd skoðun að auðlindir þjóðarinnar séu í höndum óvinveitts andstæðings okkar. Það eru mikil lífsgæði að búa í okkar örugga samfélagi, þar sem traust nær slíkum hæðum að þeir rugluðustu skilja jafnvel útidyrahurðina eftir opna. Þar að auki er, í samanburði við mörg önnur samfélög, lítið um ofbeldi á Íslandi. Það er afar ríkt í okkar menningu að greiða heldur úr ágreiningi með öðrum hætti. Íslendingum hefur auðnast að komast í gegnum styrjaldarátök sögunnar án teljandi stóráfalla fyrir land og þjóð. Við erum sannarlega fjarri heimsins vígaslóð og höfum gert vel í að gefa það ætíð sterklega til kynna, að við erum ekki að reyna að trufla neinn. Sama hvað hver segir, ríkir töluvert meiri félagslegur hreyfanleiki á Íslandi en gengur og gerist. Ef þú getur eitthvað, er hreinlega það lítið af fólki hérna að þú hlýtur að fá glufu til að sanna það fyrr eða síðar. Auðvitað skiptir máli hvaðan þú kemur en það skiptir flesta meira máli hvert þú ert að fara. Í stofnanavæddu samfélagi þar sem flest verkefni samfélagsins eru komin í farveg þaulskipulagðra kerfa með fínpússuðum launatöxtum, eimir eftir af veröld sem var. Stór hópur fólks, sjálfboðaliða, gefur vinnu í stórum stíl án þess að biðja um neitt í staðinn. Allt frá björgunarsveitum og hjálparsamtökum hvers konar og til listamanna sem eiga aldrei krónu eða atkvæðamanna í íþróttahreyfingu sem vinna út frá hugsjón einni saman. Ég veit ekki alveg hvar við værum án þessa fólks. Hér er raunverulega til eitthvað sem heitir samheldið samfélag með djúpar sameiginlegar rætur. Maður gleymir þessu auðvitað oft en man þetta svo snarlega þegar áföll dynja yfir. Þá gætir samtakamáttar sem máir hæglega út þær átakalínur sem kunna að vera á milli manna frá degi til dags. Þótt maður finni þetta einna skýrast í miðri gæsahúðinni yfir náungakærleiknum vegna einstakra atvika, eru áhrifin aðeins svona sterk af því að þetta er djúplega satt. Þótt vissulega hafi margir þverrandi trú á vissum einingum „kerfisins“ hér á landi, líður mér ekki eins og raunverulegar efasemdir séu uppi á meðal fólks um grunnstoðir hins lýðræðislega kerfis. Öllu heldur er sagt frá ríflegri kosningaþátttöku ungs fólks. Ég finn á þessum hópi að hann vill laga Ísland, búa á Íslandi og svo finn ég að eldra fólk hefur hér ekki allsendis misst þá trú, eins og víða annars staðar, að líf afkomenda þeirra geti orðið betra en þeirra. Íslendingar eru í grunninn stoltir af því að vera Íslendingar, að minnsta kosti ef við spólum til baka um svona fimmtán ár og leggjum til hliðar pólitískar þrætur okkar daga um þjóðerni. Virðing fyrir tungumálinu sameinar okkur þvert á þjóðfélagshópa, enda varðveitir tungumálið innsta kjarna menningar okkar. Sérstaða okkar í menningarsögu heims eru miðaldabókmenntir okkar, varðveittar á skinnbókum, sögur sem Íslendingar nútímans eru færir um að njóta til fulls án sérmenntunar. Frá landnámi hefur því verið hér einstæð menningarleg samfella á veraldarvísu. Loks er lykillinn að öllu hollur matur. Lambakjöt, nautakjöt, fiskur úr sjó, grænmeti og frábærar mjólkurvörur. Prótín er orð dagsins og við erum fyrirmynd heimsins í skyrinu. Bara drykkurinn Hleðsla er afburðavöruþróun. Nýlega sá ég síðan mikla byltingu sem er hreinn íslenskur kefír frá Mjólku með viðbættu íslensku mysuprótíni, sem annars fer til spillis. Á tímum „upplýsingaóreiðu“ um næringarfræði, erum við í góðri stöðu að geta bara gengið út frá greiðu aðgengi að hreinni og góðri íslenskri fæðu. Gleðilega þjóðhátíð! Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Miðflokkurinn 17. júní Alþingi Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Á þjóðhátíðardaginn er viðeigandi að við sameinumst um þá ágætu hugmynd okkar að vera Íslendingar. Til þess að svo megi verða, er ábyrgð okkar stjórnmálamanna mikil. Á þessum degi er rétt að við bregðum út af vananum, sleppum því að vera leiðinlegir og sneiðum alfarið hjá því að segja eitthvað sem misbýður samlöndum okkar svo mjög að þeir hætti að vilja deila með okkur þjóðerni. Ég geri því hlé á iðju minni og býð í staðinn upp á tíu nokkuð jákvæðar staðreyndir um íslenskt samfélag í tilefni dagsins. Dæmi nú hver fyrir sig hvort við getum ekki bara verið sammála um þær flestar: Við erum sjálfstæð þjóð með full forráð yfir eigin auðlindum. Okkur hefur tekist með hugviti og eljusemi að hagnýta þær auðlindir í okkar eigin þágu. Sannarlega má deila um skiptingu gæðanna en það virðist að minnsta kosti ekki útbreidd skoðun að auðlindir þjóðarinnar séu í höndum óvinveitts andstæðings okkar. Það eru mikil lífsgæði að búa í okkar örugga samfélagi, þar sem traust nær slíkum hæðum að þeir rugluðustu skilja jafnvel útidyrahurðina eftir opna. Þar að auki er, í samanburði við mörg önnur samfélög, lítið um ofbeldi á Íslandi. Það er afar ríkt í okkar menningu að greiða heldur úr ágreiningi með öðrum hætti. Íslendingum hefur auðnast að komast í gegnum styrjaldarátök sögunnar án teljandi stóráfalla fyrir land og þjóð. Við erum sannarlega fjarri heimsins vígaslóð og höfum gert vel í að gefa það ætíð sterklega til kynna, að við erum ekki að reyna að trufla neinn. Sama hvað hver segir, ríkir töluvert meiri félagslegur hreyfanleiki á Íslandi en gengur og gerist. Ef þú getur eitthvað, er hreinlega það lítið af fólki hérna að þú hlýtur að fá glufu til að sanna það fyrr eða síðar. Auðvitað skiptir máli hvaðan þú kemur en það skiptir flesta meira máli hvert þú ert að fara. Í stofnanavæddu samfélagi þar sem flest verkefni samfélagsins eru komin í farveg þaulskipulagðra kerfa með fínpússuðum launatöxtum, eimir eftir af veröld sem var. Stór hópur fólks, sjálfboðaliða, gefur vinnu í stórum stíl án þess að biðja um neitt í staðinn. Allt frá björgunarsveitum og hjálparsamtökum hvers konar og til listamanna sem eiga aldrei krónu eða atkvæðamanna í íþróttahreyfingu sem vinna út frá hugsjón einni saman. Ég veit ekki alveg hvar við værum án þessa fólks. Hér er raunverulega til eitthvað sem heitir samheldið samfélag með djúpar sameiginlegar rætur. Maður gleymir þessu auðvitað oft en man þetta svo snarlega þegar áföll dynja yfir. Þá gætir samtakamáttar sem máir hæglega út þær átakalínur sem kunna að vera á milli manna frá degi til dags. Þótt maður finni þetta einna skýrast í miðri gæsahúðinni yfir náungakærleiknum vegna einstakra atvika, eru áhrifin aðeins svona sterk af því að þetta er djúplega satt. Þótt vissulega hafi margir þverrandi trú á vissum einingum „kerfisins“ hér á landi, líður mér ekki eins og raunverulegar efasemdir séu uppi á meðal fólks um grunnstoðir hins lýðræðislega kerfis. Öllu heldur er sagt frá ríflegri kosningaþátttöku ungs fólks. Ég finn á þessum hópi að hann vill laga Ísland, búa á Íslandi og svo finn ég að eldra fólk hefur hér ekki allsendis misst þá trú, eins og víða annars staðar, að líf afkomenda þeirra geti orðið betra en þeirra. Íslendingar eru í grunninn stoltir af því að vera Íslendingar, að minnsta kosti ef við spólum til baka um svona fimmtán ár og leggjum til hliðar pólitískar þrætur okkar daga um þjóðerni. Virðing fyrir tungumálinu sameinar okkur þvert á þjóðfélagshópa, enda varðveitir tungumálið innsta kjarna menningar okkar. Sérstaða okkar í menningarsögu heims eru miðaldabókmenntir okkar, varðveittar á skinnbókum, sögur sem Íslendingar nútímans eru færir um að njóta til fulls án sérmenntunar. Frá landnámi hefur því verið hér einstæð menningarleg samfella á veraldarvísu. Loks er lykillinn að öllu hollur matur. Lambakjöt, nautakjöt, fiskur úr sjó, grænmeti og frábærar mjólkurvörur. Prótín er orð dagsins og við erum fyrirmynd heimsins í skyrinu. Bara drykkurinn Hleðsla er afburðavöruþróun. Nýlega sá ég síðan mikla byltingu sem er hreinn íslenskur kefír frá Mjólku með viðbættu íslensku mysuprótíni, sem annars fer til spillis. Á tímum „upplýsingaóreiðu“ um næringarfræði, erum við í góðri stöðu að geta bara gengið út frá greiðu aðgengi að hreinni og góðri íslenskri fæðu. Gleðilega þjóðhátíð! Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun