Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2025 17:32 Helgi Magnús Gunnarsson. Vísir/Einar Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. Helgi Magnús kom aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Síðan þá segist hann ekki hafa fengið verkefni og honum ekki verið hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þakkar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, Helga fyrir gott starf. „Hann er góður lögfræðingur og málflytjandi og ég óska honum velfarnaðar í leik og starfi,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Ég erfði þetta mál frá fyrirrennara mínum og gerði mitt besta til að leysa það faglega og í sátt við alla hlutaðeigandi.“ Málið má rekja aftur til ágúst 2024 þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla á netinu um hælisleitendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í september 2024 að hann skyldi ekki leystur úr störfum þótt ríkissaksóknari krefðist þess og þó hún teldi ummæli hans grafa undan embættinu. Helgi Magnús kom svo aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Eftir að Helgi sneri aftur segist hann ekki hafa fengið nein verkefni í hendurnar og honum sé ekki hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Mál Helga hefur verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu undanfarna mánuði en ráðherra sagði í lok maí að það myndi leysast á næstu dögum. Taldi stöðuna ótæka Þá kemur fram í áðurnefndri tilkynningu að dómsmálaráðherra sé bundin ákvörðun fyrirrennara síns og að hún hafi ekki talið hægt að una við þessa stöðu. Mikilvægt væri að tryggja að ákæruvaldið væri starfhæft og nyti trausts almennings. Þess vegna hafi Þorbjörg Sigríður tekið þá ákvörðun að flytja Helga í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Litið hafi verið til langs ferils hans innan ákæruvaldsins og yfirgripsmiklar þekkingar á málefnum löggæslu. Helgi synjaði flutningnum í dag og lætur því af embætti varasaksóknara. Hann á rétt á lögmæltum eftirlaunum, samkvæmt tilkynningunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Lögreglumál Dómstólar Stjórnsýsla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Helgi Magnús kom aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Síðan þá segist hann ekki hafa fengið verkefni og honum ekki verið hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þakkar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, Helga fyrir gott starf. „Hann er góður lögfræðingur og málflytjandi og ég óska honum velfarnaðar í leik og starfi,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Ég erfði þetta mál frá fyrirrennara mínum og gerði mitt besta til að leysa það faglega og í sátt við alla hlutaðeigandi.“ Málið má rekja aftur til ágúst 2024 þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla á netinu um hælisleitendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í september 2024 að hann skyldi ekki leystur úr störfum þótt ríkissaksóknari krefðist þess og þó hún teldi ummæli hans grafa undan embættinu. Helgi Magnús kom svo aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Eftir að Helgi sneri aftur segist hann ekki hafa fengið nein verkefni í hendurnar og honum sé ekki hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Mál Helga hefur verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu undanfarna mánuði en ráðherra sagði í lok maí að það myndi leysast á næstu dögum. Taldi stöðuna ótæka Þá kemur fram í áðurnefndri tilkynningu að dómsmálaráðherra sé bundin ákvörðun fyrirrennara síns og að hún hafi ekki talið hægt að una við þessa stöðu. Mikilvægt væri að tryggja að ákæruvaldið væri starfhæft og nyti trausts almennings. Þess vegna hafi Þorbjörg Sigríður tekið þá ákvörðun að flytja Helga í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Litið hafi verið til langs ferils hans innan ákæruvaldsins og yfirgripsmiklar þekkingar á málefnum löggæslu. Helgi synjaði flutningnum í dag og lætur því af embætti varasaksóknara. Hann á rétt á lögmæltum eftirlaunum, samkvæmt tilkynningunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Lögreglumál Dómstólar Stjórnsýsla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira