Teikn á lofti þegar kemur að áfengisneyslu unglinga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. júní 2025 12:52 Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir teikn á lofti um að áfengisneysla unglinga sé að aukast. Vísir/Vilhelm Teikn á lofti eru um að áfengisneysla meðal unglinga sé að aukast. Þetta segir formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum en hann furðar sig á að fimm árum eftir að netsala áfengis var kærð til lögreglu sé enn engin niðurstaða komin í málið. Eftir hádegi standa samtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum fyrir málþingi um áfengi og lýðheilsu. Dagurinn í dag var valinn þar sem hálfur áratugur er nú síðan að ÁTVR kærði netsöluaðila áfengis en enn hefur engin niðurstaða fengist í málið. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er einn þeirra sem heldur erindi á málþinginu. „Við erum að glíma við það að það eru engin viðbrögð við ólöglegri áfengissölu á Íslandi og það náttúrulega setur allt á endann í öllu sem kallast íslenskt forvarnarstarf og ógn við til dæmis það sem við köllum íslenska módelið í forvörnum. Þannig við erum að brýna bæði fyrir almenningi og yfirvöldum að við þurfum að láta okkur þessi mál varða. Auðvitað þurfa opinberir aðilar eins og lögreglan að taka á málum og ekki láta fólk bíða í hálfan áratug eftir niðurstöðu í einföldu máli um ólöglega áfengissölu.“ Árni segir áhyggjuefni að vísbendingar séu um að áfengisneysla unglinga sé að aukast á ný. „Ég er sjálfur tengdur æskulýðsbransanum og félagsmiðstöðvunum og því yndislega umhverfi öllu saman og þar heyrir maður raddir meðal fólks að til dæmis áfengisneysla unglinga að það eru svona teikn á lofti um það að hún sé að aukast mikið og jafnvel verulega.“ Hann segir skýringar á aukningunni geta verið ýmsar. „Það er þannig að ungt fólk, börn og ungmenni, fá engan frið fyrir áfengisiðnaðinum. Nú er byrjað að selja áfengi á íþróttakappleikjum og það eru lausatök á ýmsu og það þarf auðvitað að brýna okkur öll bæði foreldrasamfélagið og yfirvöld og aðrar til þess að halda utan um þennan málaflokk af einhverri reisn þannig að þetta fari ekki tóma vitleysu.“ Aðgangur að málþinginu er ókeypis en það fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins milli eitt og þrjú í dag. Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Tökum höndum saman áður en það er of seint Á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 28. maí 2025 lagði ég fram fyrirspurn um stöðu barna og ungmenna í Hafnarfirði með áherslu á forvarnir. Áhyggjur hafa komið fram í samfélaginu vegna aukins ofbeldis, áfengisneyslu og notkunar annarra vímu- og hugbreytandi efna meðal ungmenna. 12. júní 2025 12:16 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Eftir hádegi standa samtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum fyrir málþingi um áfengi og lýðheilsu. Dagurinn í dag var valinn þar sem hálfur áratugur er nú síðan að ÁTVR kærði netsöluaðila áfengis en enn hefur engin niðurstaða fengist í málið. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er einn þeirra sem heldur erindi á málþinginu. „Við erum að glíma við það að það eru engin viðbrögð við ólöglegri áfengissölu á Íslandi og það náttúrulega setur allt á endann í öllu sem kallast íslenskt forvarnarstarf og ógn við til dæmis það sem við köllum íslenska módelið í forvörnum. Þannig við erum að brýna bæði fyrir almenningi og yfirvöldum að við þurfum að láta okkur þessi mál varða. Auðvitað þurfa opinberir aðilar eins og lögreglan að taka á málum og ekki láta fólk bíða í hálfan áratug eftir niðurstöðu í einföldu máli um ólöglega áfengissölu.“ Árni segir áhyggjuefni að vísbendingar séu um að áfengisneysla unglinga sé að aukast á ný. „Ég er sjálfur tengdur æskulýðsbransanum og félagsmiðstöðvunum og því yndislega umhverfi öllu saman og þar heyrir maður raddir meðal fólks að til dæmis áfengisneysla unglinga að það eru svona teikn á lofti um það að hún sé að aukast mikið og jafnvel verulega.“ Hann segir skýringar á aukningunni geta verið ýmsar. „Það er þannig að ungt fólk, börn og ungmenni, fá engan frið fyrir áfengisiðnaðinum. Nú er byrjað að selja áfengi á íþróttakappleikjum og það eru lausatök á ýmsu og það þarf auðvitað að brýna okkur öll bæði foreldrasamfélagið og yfirvöld og aðrar til þess að halda utan um þennan málaflokk af einhverri reisn þannig að þetta fari ekki tóma vitleysu.“ Aðgangur að málþinginu er ókeypis en það fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins milli eitt og þrjú í dag.
Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Tökum höndum saman áður en það er of seint Á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 28. maí 2025 lagði ég fram fyrirspurn um stöðu barna og ungmenna í Hafnarfirði með áherslu á forvarnir. Áhyggjur hafa komið fram í samfélaginu vegna aukins ofbeldis, áfengisneyslu og notkunar annarra vímu- og hugbreytandi efna meðal ungmenna. 12. júní 2025 12:16 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Tökum höndum saman áður en það er of seint Á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 28. maí 2025 lagði ég fram fyrirspurn um stöðu barna og ungmenna í Hafnarfirði með áherslu á forvarnir. Áhyggjur hafa komið fram í samfélaginu vegna aukins ofbeldis, áfengisneyslu og notkunar annarra vímu- og hugbreytandi efna meðal ungmenna. 12. júní 2025 12:16