Hvorki bókun 35 né veiðigjöld á dagskrá í dag Atli Ísleifsson skrifar 16. júní 2025 08:29 Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, segir að gott sé að sem mest sátt ríki um dagskrá þingsins. Vísir/Anton Brink Formenn þingflokka náðu samkomulagi í gær um að hafa hvorki bókun 35 né frumvarp um breytingar á veiðigjöldum á þingfundi sem fram fer í dag. Þetta staðfestir Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, í samtali við fréttastofu. „Það náðist samkomulag meðal þingflokksformanna að hafa dagskrána með þessum hætti. Það er gott. Það er alltaf gott að sem mest sátt sé um dagskrá þingsins.“ Þingfundur hefst í dag klukkan 15 og byrjar á óundirbúnum fyrirspurnum. „Á dagskrá í dag eru svo mál sem hafa lengi beðið eftir að komast á dagskrá – mál sem þarfnast bæði umræðu og afgreiðslu,“ segir Þórunn. Hún segir að fundað verði svo aftur á miðvikudaginn, en enginn þingfundur er á dagskrá á morgun, á þjóðhátíðardeginum 17. júní. Hún á von á því að frumvarp á veiðigjöld verði þá á dagskrá en að það eigi eftir að koma betur í ljós. Þingfundi var frestað á sjöunda tímanum í gærkvöldi, en Alþingi kom saman í gær til að ræða frumvarp um bókun 35 sem hefur nú verið á dagskrá í um sextíu klukkustundir í annarri umræðu. Bókun 35 var þó lítið rædd þar sem fundartíminn fór að stærstum hluta í að ræða fundarstjórn forseta. Þar gagnrýndi minnihlutinn að þing hafi verið kallað saman á sunnudegi, sem er afar fátítt, á meðan meirihlutinn sakaði minnihlutann um málþóf þegar kemur að umræðu um bókun 35. Alþingi Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Umræða um bókun 35 taki ekki tíma frá öðrum málum Þingflokksformaður Miðflokksins segir að megnið af umræðum um bókun 35 hafi átt sér stað utan skipulagðs þingfundartíma, hún hafi því ekki tekið mikinn tíma frá öðrum málum. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að semja um stór mál og því hafi þingfundur verið boðaður á sunnudegi. 15. júní 2025 23:03 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Þetta staðfestir Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, í samtali við fréttastofu. „Það náðist samkomulag meðal þingflokksformanna að hafa dagskrána með þessum hætti. Það er gott. Það er alltaf gott að sem mest sátt sé um dagskrá þingsins.“ Þingfundur hefst í dag klukkan 15 og byrjar á óundirbúnum fyrirspurnum. „Á dagskrá í dag eru svo mál sem hafa lengi beðið eftir að komast á dagskrá – mál sem þarfnast bæði umræðu og afgreiðslu,“ segir Þórunn. Hún segir að fundað verði svo aftur á miðvikudaginn, en enginn þingfundur er á dagskrá á morgun, á þjóðhátíðardeginum 17. júní. Hún á von á því að frumvarp á veiðigjöld verði þá á dagskrá en að það eigi eftir að koma betur í ljós. Þingfundi var frestað á sjöunda tímanum í gærkvöldi, en Alþingi kom saman í gær til að ræða frumvarp um bókun 35 sem hefur nú verið á dagskrá í um sextíu klukkustundir í annarri umræðu. Bókun 35 var þó lítið rædd þar sem fundartíminn fór að stærstum hluta í að ræða fundarstjórn forseta. Þar gagnrýndi minnihlutinn að þing hafi verið kallað saman á sunnudegi, sem er afar fátítt, á meðan meirihlutinn sakaði minnihlutann um málþóf þegar kemur að umræðu um bókun 35.
Alþingi Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Umræða um bókun 35 taki ekki tíma frá öðrum málum Þingflokksformaður Miðflokksins segir að megnið af umræðum um bókun 35 hafi átt sér stað utan skipulagðs þingfundartíma, hún hafi því ekki tekið mikinn tíma frá öðrum málum. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að semja um stór mál og því hafi þingfundur verið boðaður á sunnudegi. 15. júní 2025 23:03 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Umræða um bókun 35 taki ekki tíma frá öðrum málum Þingflokksformaður Miðflokksins segir að megnið af umræðum um bókun 35 hafi átt sér stað utan skipulagðs þingfundartíma, hún hafi því ekki tekið mikinn tíma frá öðrum málum. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að semja um stór mál og því hafi þingfundur verið boðaður á sunnudegi. 15. júní 2025 23:03