Lífið í bænum - fyrir suma Sigurður Kári Harðarson skrifar 16. júní 2025 08:31 Systir mín er helsta fyrirmynd mín í lífinu. Hún glímir við fleiri áskoranir en mörg okkar, m.a. þroskahömlun, málhömlun og einhverfu, en heldur samt ótrauð áfram að gera það sem henni finnst skemmtilegt. Hún æfir þrjár íþróttir í þremur bæjarfélögum, utan Kópavogs. Fótboltinn er í Garðabæ, sundið í Hafnarfirði og skautarnir í Reykjavík. Hún er algjör dugnaðarforkur. Hvort sem það er að taka strætó, fara á æfingar eða mót, hún leggur sig alltaf 100% fram og hennar mottó er „æfingin skapar meistarann.” Við fjölskyldan búum í Kópavogi en henni gefst ekki kostur á að iðka sínar íþróttir í hennar heimabæ. Þið getið ímyndað ykkur hvað það fer mikill tími í ferðalög til og frá æfingum. Hvernig stendur á að Kópavogsbær, annað stærsta sveitarfélag landsins býður ekki upp á fjölbreytt tómstunda- og íþróttastarf fyrir fötluð börn og ungmenni. Hvernig stendur á því að íþróttastarf í bænum sé fyrir suma en ekki alla? Mér finnst umhugsunarvert að þessar risa íþróttahallir sem eru í Kópavogi, Fífan og Kórinn, séu ekki nýttar undir íþróttaiðkun fyrir einstaklinga með fötlun. Mannréttindi fyrir suma, ekki alla Fyrir stuttu, á afmæli Kópavogsbæjar var bæjarstjóri spurð hvað henni fyndist best við Kópavog. Hún svaraði að það væri íbúarnir, fólkið í bænum. Ég er alveg sammála þar sem ég hef búið í Kópavogi allt mitt líf og eignast frábæra vini, verið með frábæra kennara og stundað allar mínar íþrótti þar. Þess vegna skýtur skökku við að bæjarstjóri hóti málssókn til að koma í veg fyrir lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og noti það sem fyrsta úrræði án þess að reyna koma til móts við fatlað fólk og aðstandendur þeirra í Kópavogi. Ef það eru íbúarnir sem gera bæinn að góðum stað – hvers vegna eru þeir þá ekki hafðir í fyrirrúmi þegar kemur að stórum réttlætismálum. Þegar íbúar þurfa að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum, en bæjaryfirvöld bregðast með undanbrögðum í stað þess að bregðast við af alvöru, kemur skýrt í ljós hversu lítill áhugi er fyrir raunverulegum aðgerðum. Þversögnin felst ekki aðeins í orðunum sjálfum, heldur líka í því hver fá þjónustu og hver eru skilin út undan. Skýr skilaboð bæjarstjóra til jaðarsettra hópa. Þegar bæjarstjóri eða sveitarstjórn svarar kalli um aukin mannréttindi – ekki með viðræðum, hlustun eða umbótum – heldur með hótun um málsókn gegn ríkinu vegna tæknilegra atriða- sendir það mjög skýr skilaboð til viðkomandi hóps: þau sem standa höllum fæti, og hafa lengi beðið eftir fullum mannréttindum, eru ekki forgangsatriði. Þau eru í raun vandamál, kostnaður sem þarf að komast hjá. Þetta grefur undan trausti – ekki bara fatlaðs fólks, heldur allra sem trúa að stjórnmálamenn eigi að standa með réttindum, jafnrétti og mannlegri reisn. Hvort sem að þessi fyrirhuguðu málaferli verða að raunveruleika eða ekki, er ljóst að aðgengi fatlaðra að íþróttaiðkun hjá Kópavogsbæ er með minnsta móti og þörf er á róttækum breytingum í þessum málaflokki. Höfundur á einstaka systur og er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Íþróttir barna Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Systir mín er helsta fyrirmynd mín í lífinu. Hún glímir við fleiri áskoranir en mörg okkar, m.a. þroskahömlun, málhömlun og einhverfu, en heldur samt ótrauð áfram að gera það sem henni finnst skemmtilegt. Hún æfir þrjár íþróttir í þremur bæjarfélögum, utan Kópavogs. Fótboltinn er í Garðabæ, sundið í Hafnarfirði og skautarnir í Reykjavík. Hún er algjör dugnaðarforkur. Hvort sem það er að taka strætó, fara á æfingar eða mót, hún leggur sig alltaf 100% fram og hennar mottó er „æfingin skapar meistarann.” Við fjölskyldan búum í Kópavogi en henni gefst ekki kostur á að iðka sínar íþróttir í hennar heimabæ. Þið getið ímyndað ykkur hvað það fer mikill tími í ferðalög til og frá æfingum. Hvernig stendur á að Kópavogsbær, annað stærsta sveitarfélag landsins býður ekki upp á fjölbreytt tómstunda- og íþróttastarf fyrir fötluð börn og ungmenni. Hvernig stendur á því að íþróttastarf í bænum sé fyrir suma en ekki alla? Mér finnst umhugsunarvert að þessar risa íþróttahallir sem eru í Kópavogi, Fífan og Kórinn, séu ekki nýttar undir íþróttaiðkun fyrir einstaklinga með fötlun. Mannréttindi fyrir suma, ekki alla Fyrir stuttu, á afmæli Kópavogsbæjar var bæjarstjóri spurð hvað henni fyndist best við Kópavog. Hún svaraði að það væri íbúarnir, fólkið í bænum. Ég er alveg sammála þar sem ég hef búið í Kópavogi allt mitt líf og eignast frábæra vini, verið með frábæra kennara og stundað allar mínar íþrótti þar. Þess vegna skýtur skökku við að bæjarstjóri hóti málssókn til að koma í veg fyrir lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og noti það sem fyrsta úrræði án þess að reyna koma til móts við fatlað fólk og aðstandendur þeirra í Kópavogi. Ef það eru íbúarnir sem gera bæinn að góðum stað – hvers vegna eru þeir þá ekki hafðir í fyrirrúmi þegar kemur að stórum réttlætismálum. Þegar íbúar þurfa að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum, en bæjaryfirvöld bregðast með undanbrögðum í stað þess að bregðast við af alvöru, kemur skýrt í ljós hversu lítill áhugi er fyrir raunverulegum aðgerðum. Þversögnin felst ekki aðeins í orðunum sjálfum, heldur líka í því hver fá þjónustu og hver eru skilin út undan. Skýr skilaboð bæjarstjóra til jaðarsettra hópa. Þegar bæjarstjóri eða sveitarstjórn svarar kalli um aukin mannréttindi – ekki með viðræðum, hlustun eða umbótum – heldur með hótun um málsókn gegn ríkinu vegna tæknilegra atriða- sendir það mjög skýr skilaboð til viðkomandi hóps: þau sem standa höllum fæti, og hafa lengi beðið eftir fullum mannréttindum, eru ekki forgangsatriði. Þau eru í raun vandamál, kostnaður sem þarf að komast hjá. Þetta grefur undan trausti – ekki bara fatlaðs fólks, heldur allra sem trúa að stjórnmálamenn eigi að standa með réttindum, jafnrétti og mannlegri reisn. Hvort sem að þessi fyrirhuguðu málaferli verða að raunveruleika eða ekki, er ljóst að aðgengi fatlaðra að íþróttaiðkun hjá Kópavogsbæ er með minnsta móti og þörf er á róttækum breytingum í þessum málaflokki. Höfundur á einstaka systur og er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun