„Það er trú, power, orka og bara gæði í þessu Fram liði“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 15. júní 2025 16:33 Óskar Smári á hliðarlínunni. Vísir/Anton Brink Fram gerðu sér góða ferð niður á Hlíðarenda þar sem þær heimsóttu Val í níundu umferð Bestu deild kvenna. Eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik snéru Fram taflinu við í þeim síðari og fóru með sterkan sigur af hólmi 1-2. „Seinni hálfleikur gjörsamlega geggjaður hjá okkur. Við hlupum yfir þær í seinni hálfleik“ sagði Óskar Smári Haraldsson þjálfari Fram eftir sigurinn í dag. „Kannski spilar það svolítið inn í að leikurinn á miðvikudaginn hafi setið smá í Valskonum. Þær voru þreyttar og við vorum með orkustigið hátt“ Valur var með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en hvað var sagt í hálfleik til þess að snúa þessu við? „Ég sagði ekkert voðalega mikið. Við breyttum í tígulinn aftur og settum smá áherslubreytingar sem heppnuðust vel“ Fram skoraði snemma í síðari hálfleiknum og það gaf þeim mikið sjálfstraust. „Geggjað mark, frábært mark hjá Unu. Spólar sig í gegn, frábært mark og 1-0 undir á móti Val á útivelli er erfið staða að vera í. Erfitt að koma tilbaka á móti svona góðu liði eins og Val“ „Það er bara trú, power, orka og bara gæði í þessu Fram liði. Stelpurnar eiga bara skilið sigurinn að mínu mati og voru bara betri heilt yfir í 90 mínútur“ Fram var nálægt því að skora þriðja markið alveg í blálok leiks en Kamila Pickett var þá sloppin ein í gegn og reyndi að lyfta boltanum yfir Tinnu Brá í marki Vals. „Við eigum skot í stöngina, slánna og svo eiga Valur auðvitað sín færi líka. Við erum að spila á móti frábæru Valsliði. Auðvitað hefði verið gott að ná þriðja markinu. Þú getur aldrei verið rólegur að spila á móti liði eins og Val“ „Tölfræðilega eiga þær að vera í öðru sæti í deildinni. Þessi sigur er því risastór fyrir okkur en á sama tíma verðskuldaður“ Það er stutt á milli leikja en þetta gefur liðinu mikið fyrir framhaldið. „Nú er Þróttur bara á föstudaginn, stutt á milli leikja og við þurfum að passa vel upp á þreytta skrokka. Við fáum Þróttara, toppliðið í heimsókn og það verður bara mjög gaman að fá Óla og hans stúlkur í heimsókn og taka á móti þeim í síðasta leik fyrir pásu“ Fram Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
„Seinni hálfleikur gjörsamlega geggjaður hjá okkur. Við hlupum yfir þær í seinni hálfleik“ sagði Óskar Smári Haraldsson þjálfari Fram eftir sigurinn í dag. „Kannski spilar það svolítið inn í að leikurinn á miðvikudaginn hafi setið smá í Valskonum. Þær voru þreyttar og við vorum með orkustigið hátt“ Valur var með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en hvað var sagt í hálfleik til þess að snúa þessu við? „Ég sagði ekkert voðalega mikið. Við breyttum í tígulinn aftur og settum smá áherslubreytingar sem heppnuðust vel“ Fram skoraði snemma í síðari hálfleiknum og það gaf þeim mikið sjálfstraust. „Geggjað mark, frábært mark hjá Unu. Spólar sig í gegn, frábært mark og 1-0 undir á móti Val á útivelli er erfið staða að vera í. Erfitt að koma tilbaka á móti svona góðu liði eins og Val“ „Það er bara trú, power, orka og bara gæði í þessu Fram liði. Stelpurnar eiga bara skilið sigurinn að mínu mati og voru bara betri heilt yfir í 90 mínútur“ Fram var nálægt því að skora þriðja markið alveg í blálok leiks en Kamila Pickett var þá sloppin ein í gegn og reyndi að lyfta boltanum yfir Tinnu Brá í marki Vals. „Við eigum skot í stöngina, slánna og svo eiga Valur auðvitað sín færi líka. Við erum að spila á móti frábæru Valsliði. Auðvitað hefði verið gott að ná þriðja markinu. Þú getur aldrei verið rólegur að spila á móti liði eins og Val“ „Tölfræðilega eiga þær að vera í öðru sæti í deildinni. Þessi sigur er því risastór fyrir okkur en á sama tíma verðskuldaður“ Það er stutt á milli leikja en þetta gefur liðinu mikið fyrir framhaldið. „Nú er Þróttur bara á föstudaginn, stutt á milli leikja og við þurfum að passa vel upp á þreytta skrokka. Við fáum Þróttara, toppliðið í heimsókn og það verður bara mjög gaman að fá Óla og hans stúlkur í heimsókn og taka á móti þeim í síðasta leik fyrir pásu“
Fram Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira