Handhafar sannleikans og hið gagnslausa væl Helgi Héðinsson skrifar 15. júní 2025 14:03 Ríkisstjórnin þreytist ekki á að klappa sjálfri sér á bakið. Ítrekað hefur hún lýst yfir eigin ágæti, samstöðu, árangri og ábyrgð, en þegar grannt er skoðað eru verk hennar ansi langt frá þeim háleitu yfirlýsingum sem almenningi hefur verið boðið upp á. Stjórn sem lofaði stöðugleika og fagmennsku er nú komin í þá stöðu að þingstörf eru í molum og starfsáætlunin brostin – svo alvarlega að nú hefur verið boðað til þingfundar á sunnudegi, sem er afar fáheyrt og fordæmin í engu sambærileg þeim aðstæðum sem nú hafa skapast. Í þessum aðstæðum blasir við vanhæfni í verki. Þau mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram hafa hvað eftir annað verið gagnrýnd harðlega af sérfræðingum, almenningi og stjórnarandstöðu. Hvort heldur er verið að ræða fjármálaáætlun, hunda og ketti í fjölbýlishúsum, breytingar á veiðigjöldum eða nýtt örorkukerfi, þá hafa þessar tillögur mætt harðri og málefnalegri gagnrýni. Ekki síst vegna skorts á gögnum, greiningum, samráði og mati á áhrifum. Í stað þess að hlusta á slíka gagnrýni, bæta vinnubrögð sín og leita sátta og málamiðlana, kýs ríkisstjórnin fremur að loka eyrunum og keyra áfram með þrjósku sem veldur frekari upplausn og töfum. Þá hefur tíma þingsins verið ákaflega illa varið í sýndarmennsku við flutning þingmála sem aldrei stóð til að klára, svo sem frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur. Það er einfaldlega ólíðandi að nú, þegar þingi ætti samkvæmt starfsáætlun að vera lokið, sé allt á suðupunkti vegna skorts á lausnum, forystu og skýrum áherslum. Að kalla saman þingfund á sunnudegi er ekki bara táknrænt fyrir þá óreiðu sem ríkir innan stjórnarflokkanna heldur einnig áþreifanleg staðfesting á því að ríkisstjórnin hefur misst stjórn á eigin verkefnum. Virðingarleysi gagnvart ábyrgð Eitt furðulegasta einkenni þessarar ríkisstjórnar er endalaust væl hennar og ásakanir í garð fyrri ríkisstjórnar sem birtust nú síðast almenningi í pistli framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar á Vísi í morgun. Slík nálgun lýsir ekki aðeins taugaveiklun og skorti á sjálfstrausti heldur beinlínis fullkomnu ábyrgðarleysi og virðingarleysi fyrir verkefninu sem þeim hefur verið falið. Það er einfaldlega kominn tími til að þau beri ábyrgð á eigin verkum og þeim málum sem lögð eru fram. Önnur birtingarmynd eru taktlaus, yfirlætisfull og harkaleg viðbrögð við eðlilegum spurningum í þinginu sem líklega náðu hápunkti þegar dómsmálaráðherra spurði þingflokksformann Framsóknar að því „hvort hún kynni ekki að skammast sín“ í tvígagn í kjölfar eðlilegrar, mikilvægrar og málefnalegrar spurningar. Samvinna er lykillinn Framsókn hefur ætíð lagt áherslu á fagleg vinnubrögð, samvinnu og lausnamiðaða stjórnmálastefnu. Við sjáum stjórnmál sem vettvang þar sem menn finna lausnir í stað þess að leita sökudólga. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar sýnt fram á algert metnaðarleysi þegar kemur að lausnum og meiri áhuga á því að benda fingrum heldur en að sinna skyldum sínum gagnvart almenningi. Það er kominn tími til að hætta þessu gagnslausa væli og horfast í augu við ábyrgðina sem fylgir því að fara með stjórn landsins. Þjóðin á betra skilið en stjórnmálaleiðtoga sem telja sig handhafa sannleikans en geta ekki staðið við orð sín, leitað lausna, gert málamiðlanir og viðurkennt mistök þegar það á við. Höfundur er framkvæmdastjóri Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Héðinsson Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin þreytist ekki á að klappa sjálfri sér á bakið. Ítrekað hefur hún lýst yfir eigin ágæti, samstöðu, árangri og ábyrgð, en þegar grannt er skoðað eru verk hennar ansi langt frá þeim háleitu yfirlýsingum sem almenningi hefur verið boðið upp á. Stjórn sem lofaði stöðugleika og fagmennsku er nú komin í þá stöðu að þingstörf eru í molum og starfsáætlunin brostin – svo alvarlega að nú hefur verið boðað til þingfundar á sunnudegi, sem er afar fáheyrt og fordæmin í engu sambærileg þeim aðstæðum sem nú hafa skapast. Í þessum aðstæðum blasir við vanhæfni í verki. Þau mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram hafa hvað eftir annað verið gagnrýnd harðlega af sérfræðingum, almenningi og stjórnarandstöðu. Hvort heldur er verið að ræða fjármálaáætlun, hunda og ketti í fjölbýlishúsum, breytingar á veiðigjöldum eða nýtt örorkukerfi, þá hafa þessar tillögur mætt harðri og málefnalegri gagnrýni. Ekki síst vegna skorts á gögnum, greiningum, samráði og mati á áhrifum. Í stað þess að hlusta á slíka gagnrýni, bæta vinnubrögð sín og leita sátta og málamiðlana, kýs ríkisstjórnin fremur að loka eyrunum og keyra áfram með þrjósku sem veldur frekari upplausn og töfum. Þá hefur tíma þingsins verið ákaflega illa varið í sýndarmennsku við flutning þingmála sem aldrei stóð til að klára, svo sem frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur. Það er einfaldlega ólíðandi að nú, þegar þingi ætti samkvæmt starfsáætlun að vera lokið, sé allt á suðupunkti vegna skorts á lausnum, forystu og skýrum áherslum. Að kalla saman þingfund á sunnudegi er ekki bara táknrænt fyrir þá óreiðu sem ríkir innan stjórnarflokkanna heldur einnig áþreifanleg staðfesting á því að ríkisstjórnin hefur misst stjórn á eigin verkefnum. Virðingarleysi gagnvart ábyrgð Eitt furðulegasta einkenni þessarar ríkisstjórnar er endalaust væl hennar og ásakanir í garð fyrri ríkisstjórnar sem birtust nú síðast almenningi í pistli framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar á Vísi í morgun. Slík nálgun lýsir ekki aðeins taugaveiklun og skorti á sjálfstrausti heldur beinlínis fullkomnu ábyrgðarleysi og virðingarleysi fyrir verkefninu sem þeim hefur verið falið. Það er einfaldlega kominn tími til að þau beri ábyrgð á eigin verkum og þeim málum sem lögð eru fram. Önnur birtingarmynd eru taktlaus, yfirlætisfull og harkaleg viðbrögð við eðlilegum spurningum í þinginu sem líklega náðu hápunkti þegar dómsmálaráðherra spurði þingflokksformann Framsóknar að því „hvort hún kynni ekki að skammast sín“ í tvígagn í kjölfar eðlilegrar, mikilvægrar og málefnalegrar spurningar. Samvinna er lykillinn Framsókn hefur ætíð lagt áherslu á fagleg vinnubrögð, samvinnu og lausnamiðaða stjórnmálastefnu. Við sjáum stjórnmál sem vettvang þar sem menn finna lausnir í stað þess að leita sökudólga. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar sýnt fram á algert metnaðarleysi þegar kemur að lausnum og meiri áhuga á því að benda fingrum heldur en að sinna skyldum sínum gagnvart almenningi. Það er kominn tími til að hætta þessu gagnslausa væli og horfast í augu við ábyrgðina sem fylgir því að fara með stjórn landsins. Þjóðin á betra skilið en stjórnmálaleiðtoga sem telja sig handhafa sannleikans en geta ekki staðið við orð sín, leitað lausna, gert málamiðlanir og viðurkennt mistök þegar það á við. Höfundur er framkvæmdastjóri Framsóknar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun