Minnihlutinn mætir ekki á morgun Jón Ísak Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 13. júní 2025 20:14 Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í atvinnuveganefnd. Sýn Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki reikna með því að minnihlutinn sjái ástæðu til þess að mæta á boðaðan fund atvinnuveganefndar Alþingis á morgun laugardag, þar sem til stendur að afgreiða veiðigjaldamálið svokallaða. Þingfundur hófst í dag með nokkrum látum þar sem þingmenn kvöddu sér hljóðs um fundarstjórn forseta, meðal annars í tengslum við boðaðan fund í atvinnuveganefnd á morgun, laugardegi þar sem meirihlutinn vill afgreiða veiðigjaldamálið svokallaða úr nefndinni. Þingmaður stjórnarandstöðu líkti störfum meirihlutans við ofbeldi en stjórnarandstaðan var á móti sökuð um skæl, væl og firru. Sýnt var frá ræðum þingmanna í kvöldfréttum Sýnar í kvöld, áður en tekin voru viðtöl við Sigurjón Þórðarson, Jón Gunnarsson og Sigmar Guðmundsson. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, telur ekki tilefni til að verða við bón stjórnarandstöðunnar um frekari gestakomur. „Meirihlutinn hefur komist að því að málið sé fullrætt. Þá er kominn tími til að ræða það í þinginu og það er þannig að minnihlutinn er einfaldlega á móti málinu og er að kalla eftir fleiri og fleiri gestum til að tefja málið.“ „Ég sé það þannig, því það er ekkert nýtt í þessu, eða það sé verið að hlaupa yfir þau sjónarmið sem þarna koma fram,“ segir Sigurjón. Minnihlutinn biðji bara um eðlileg vinnubrögð Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ótímabært að afgreiða málið úr nefnd. „Síðast í dag fengum við nýjustu útreikninga ráðuneytisins með heilmiklum breytingum, töflu yfir það, þetta er orðinn algjör hrærigrautur. Þetta mál sem átti að vera svona vandað í undirbúningi og slíkt, það eru að koma þriðju útreikningarnir, það er ekki tími til að sannreyna þá, en það er full ástæða til miðað við það sem áður hefur gengið á,“ segir Jón. Mikilvægir álitsgjafar hafi ekki enn fengið að koma á fund nefndarinnar, eins og Byggðastofnun, Ragnar Árnason auðlindahagfræðngur og margir fleiri, þrátt fyrir ítrekaðar óskir. „Það er alltof mikill hraði á þessu.“ „Við erum bara að biðja um það að hér verði stunduð eðlileg vinnubrögð, en í ljósi þess hvernig menn halda á málum þá reikna ég ekki með því að við sjáum neina ástæðu til þess á morgun, minnihlutinn, að mæta á þennan fund, vegna þess að þingið virðist ekki skipta þessa ríkisstjórnarflokka neinu máli,“ sagði Jón. Ætlarðu ekki að mæta á fundinn á morgun? Nei ég geri ekki ráð fyrir því, það er ástæðulaust, það er bara orðið ráðherraræði hérna, það er ekki hlustað á þingið, eðlilegar spurningar. Ég er búinn að vera hér í tæp tuttugu ár, ég hef aldrei kynnst svona málsmeðferð eins og verið er að bjóða okkur upp á,“ segir Jón Gunnarsson. Virðingarleysi gagnvart þingstörfum Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir það algjörlega fáheyrt að þingmenn ætli ekki að hafa fyrir því að mæta á nefndarfundi vegna ósættis við það hvernig nefndinni er stýrt. „Það hefur nú eitt og annað gengið hér á í þingstörfum í gegnum tíðina, það sem er í gangi núna er auðvitað bara áframhaldandi málþóf þessara þriggja flokka út í eitt,“ segir Sigmar. Hann segir það ekkert nýtt að mál séu tekin úr nefnd í ágreiningi. „En það virðingarleysi sem stjórnarandstæðingar ætla sýna hér þingstörfum, að vilja ekki mæta á þingfundi, er auðvitað alveg hreint með ólíkindum,“ segir Sigmar Guðmundsson. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Þingfundur hófst í dag með nokkrum látum þar sem þingmenn kvöddu sér hljóðs um fundarstjórn forseta, meðal annars í tengslum við boðaðan fund í atvinnuveganefnd á morgun, laugardegi þar sem meirihlutinn vill afgreiða veiðigjaldamálið svokallaða úr nefndinni. Þingmaður stjórnarandstöðu líkti störfum meirihlutans við ofbeldi en stjórnarandstaðan var á móti sökuð um skæl, væl og firru. Sýnt var frá ræðum þingmanna í kvöldfréttum Sýnar í kvöld, áður en tekin voru viðtöl við Sigurjón Þórðarson, Jón Gunnarsson og Sigmar Guðmundsson. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, telur ekki tilefni til að verða við bón stjórnarandstöðunnar um frekari gestakomur. „Meirihlutinn hefur komist að því að málið sé fullrætt. Þá er kominn tími til að ræða það í þinginu og það er þannig að minnihlutinn er einfaldlega á móti málinu og er að kalla eftir fleiri og fleiri gestum til að tefja málið.“ „Ég sé það þannig, því það er ekkert nýtt í þessu, eða það sé verið að hlaupa yfir þau sjónarmið sem þarna koma fram,“ segir Sigurjón. Minnihlutinn biðji bara um eðlileg vinnubrögð Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ótímabært að afgreiða málið úr nefnd. „Síðast í dag fengum við nýjustu útreikninga ráðuneytisins með heilmiklum breytingum, töflu yfir það, þetta er orðinn algjör hrærigrautur. Þetta mál sem átti að vera svona vandað í undirbúningi og slíkt, það eru að koma þriðju útreikningarnir, það er ekki tími til að sannreyna þá, en það er full ástæða til miðað við það sem áður hefur gengið á,“ segir Jón. Mikilvægir álitsgjafar hafi ekki enn fengið að koma á fund nefndarinnar, eins og Byggðastofnun, Ragnar Árnason auðlindahagfræðngur og margir fleiri, þrátt fyrir ítrekaðar óskir. „Það er alltof mikill hraði á þessu.“ „Við erum bara að biðja um það að hér verði stunduð eðlileg vinnubrögð, en í ljósi þess hvernig menn halda á málum þá reikna ég ekki með því að við sjáum neina ástæðu til þess á morgun, minnihlutinn, að mæta á þennan fund, vegna þess að þingið virðist ekki skipta þessa ríkisstjórnarflokka neinu máli,“ sagði Jón. Ætlarðu ekki að mæta á fundinn á morgun? Nei ég geri ekki ráð fyrir því, það er ástæðulaust, það er bara orðið ráðherraræði hérna, það er ekki hlustað á þingið, eðlilegar spurningar. Ég er búinn að vera hér í tæp tuttugu ár, ég hef aldrei kynnst svona málsmeðferð eins og verið er að bjóða okkur upp á,“ segir Jón Gunnarsson. Virðingarleysi gagnvart þingstörfum Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir það algjörlega fáheyrt að þingmenn ætli ekki að hafa fyrir því að mæta á nefndarfundi vegna ósættis við það hvernig nefndinni er stýrt. „Það hefur nú eitt og annað gengið hér á í þingstörfum í gegnum tíðina, það sem er í gangi núna er auðvitað bara áframhaldandi málþóf þessara þriggja flokka út í eitt,“ segir Sigmar. Hann segir það ekkert nýtt að mál séu tekin úr nefnd í ágreiningi. „En það virðingarleysi sem stjórnarandstæðingar ætla sýna hér þingstörfum, að vilja ekki mæta á þingfundi, er auðvitað alveg hreint með ólíkindum,“ segir Sigmar Guðmundsson.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira