Íranir séu vikum eða mánuðum frá kjarnorkusprengju Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. júní 2025 09:09 Erlingur Erlingsson ræddi umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Íran í Bítinu í morgun. Vísir/Samsett Hernaðarsagnfræðingur segir árásir umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Íran í nótt ekki koma sér á óvart. Allt bendi til þess að Íranir séu á barmi þess að koma sér upp sér kjarnorkusprengju og Ísraelar líti á það sem tilvistarógn. Sprengingar dundu víða um Íran í nótt. Árásirnar hófust um miðnætti á íslenskum tíma og stóðu fram á nótt. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði í ávarpi til þjóðar sinnar að ráðist hefði verið á rannsóknarstofu í Natanz þar sem Íranir auðguðu úran og einnig á staði þar sem unnið var að hönnun langdrægra eldflauga. Talið er að Hossein Salami, yfirmaður írönsku byltingarvarðarins hafi fallið í árásinni og einnig Mohammad Bagheri, yfirmaður herforingjaráðs íranska hersins. Árásir standi yfir „eins lengi og þörf krefur“ Erlingur Erlingsson hernaðarsérfræðingur og fyrrverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, segir að ávítun kjarnorkumálastofnunarinnar í Vín um samstarfstregðu Írana varðandi eftirlit þeirra með kjarnorkuáætlun Írana hafi verið Ísraelum átylla. „Það gerist svo bara í gær að kjarnorkumálastofnunin í Vín ávítar Írani fyrir skort á samstarfi varðandi eftirlit með þeirra kjarnorkuáætlun sem miðar að því að staðfesta að hún sé friðsamleg. Það að einhverju leyti telja Ísraelsmenn að gefi sér einhvers konar grænt ljós og svo hafa þeir vitanlega grænt ljós frá Trump,“ segir hann í Bítinu á Bylgjunni. Erlingur segir erfitt að segja til um eftirmála árásanna. Íranir hafa heitið hefndum og eru þegar hafnir að senda dróna sem Ísraelar hafa verið í óðaönn að skjóta niður í morgun. Íranir hafi þó takmarkaða getu til að koma höggi á Ísrael. „Það verður framhald af þessum árásum. Það er ekki ráðist á alla mikilvægustu staðina þar sem kjarnorkuáætlun Írana er rekin. Við vitum að Netanjahú að þetta muni standa yfir eins lengi og þörf krefur,“ segir Erlingur. Ríki Persaflóa fagni Erlingur segir friðarhorfur á svæðinu litlar. „Ísraelsmenn eru í ákveðinni yfirburðastöðu, bæði hvað varðar árásargetu og svo telja þeir sjálfa sig geta varist gagnárásum eins og þeir hafa ítrekað gert gegn drónum og eldflaugum frá Íran og öðrum stöðum. Á meðan það er staðan og þeir telja sér ógnað þá er von á áframhaldandi átökum,“ segir hann. Erlingur segir að flest lönd á svæðinu muni forðast það að sogast inn í átökin en að Íranir muni líklega virkja bandamenn sína Hútana í Jemen til að gera árásir á skip í Rauða hafinu. „Það er ekkert leyndarmál að öll ríki við Persaflóa hafa gríðarlega miklar áhyggjur af því að Íranir komi sér upp kjarnorkuvopnum. Þeir munu fagna því ef að Íran veikist. Þarna er ekki bara ráðist á kjarnorkuáætlunina heldur fella þeir háttsettan aðila innan íranska hersins og stjórnarinnar,“ segir Erlingur. Á barmi kjarnorkuvopnvæðingar Hann segir alþjóðasamfélagið vita töluvert um kjarnorkustarfsemi Írana. „Hún hefur verið undir töluverðu eftirliti kjarnorkumálastofnunarinnar og það er hugsanlegt að það séu einhverjar faldar stöðvar. Það var gert samkomulag við Íran sem Obama-stjórnin gerði 2015 þar sem Íranir afsöluðu sér að auðga úran umfram ákveðið magn og skiluðu því sem þeir höfðu auðgað umfram það. Trump hleypur svo út úr þessu samkomulagi 2018 og eftir það hafa Íranir keyrt áfram í áttina að því að búa til sprengju,“ segir hann. Hve nálægt eru þeir því? „Það er talað um að þeir séu einhverjar vikur eða mánuði frá því. Það er það sem Netanjahú sér fyrir sér að koma í veg fyrir núna. Hann heldur að þeir séu komnir við þröskuldinn með. Það er áhugavert að þeir ráðast ekki á kjarnorkuauðgunarstöð sem Íranir eru með inni í fjalli á stað sem heitir Fordó og það er líklega af því að þeir hafa ekki getu til að eyðileggja þá stöð, hún er einn og hálfan kílómeter neðanjarðar,“ segir Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur. Íran Ísrael Bítið Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Sprengingar dundu víða um Íran í nótt. Árásirnar hófust um miðnætti á íslenskum tíma og stóðu fram á nótt. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði í ávarpi til þjóðar sinnar að ráðist hefði verið á rannsóknarstofu í Natanz þar sem Íranir auðguðu úran og einnig á staði þar sem unnið var að hönnun langdrægra eldflauga. Talið er að Hossein Salami, yfirmaður írönsku byltingarvarðarins hafi fallið í árásinni og einnig Mohammad Bagheri, yfirmaður herforingjaráðs íranska hersins. Árásir standi yfir „eins lengi og þörf krefur“ Erlingur Erlingsson hernaðarsérfræðingur og fyrrverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, segir að ávítun kjarnorkumálastofnunarinnar í Vín um samstarfstregðu Írana varðandi eftirlit þeirra með kjarnorkuáætlun Írana hafi verið Ísraelum átylla. „Það gerist svo bara í gær að kjarnorkumálastofnunin í Vín ávítar Írani fyrir skort á samstarfi varðandi eftirlit með þeirra kjarnorkuáætlun sem miðar að því að staðfesta að hún sé friðsamleg. Það að einhverju leyti telja Ísraelsmenn að gefi sér einhvers konar grænt ljós og svo hafa þeir vitanlega grænt ljós frá Trump,“ segir hann í Bítinu á Bylgjunni. Erlingur segir erfitt að segja til um eftirmála árásanna. Íranir hafa heitið hefndum og eru þegar hafnir að senda dróna sem Ísraelar hafa verið í óðaönn að skjóta niður í morgun. Íranir hafi þó takmarkaða getu til að koma höggi á Ísrael. „Það verður framhald af þessum árásum. Það er ekki ráðist á alla mikilvægustu staðina þar sem kjarnorkuáætlun Írana er rekin. Við vitum að Netanjahú að þetta muni standa yfir eins lengi og þörf krefur,“ segir Erlingur. Ríki Persaflóa fagni Erlingur segir friðarhorfur á svæðinu litlar. „Ísraelsmenn eru í ákveðinni yfirburðastöðu, bæði hvað varðar árásargetu og svo telja þeir sjálfa sig geta varist gagnárásum eins og þeir hafa ítrekað gert gegn drónum og eldflaugum frá Íran og öðrum stöðum. Á meðan það er staðan og þeir telja sér ógnað þá er von á áframhaldandi átökum,“ segir hann. Erlingur segir að flest lönd á svæðinu muni forðast það að sogast inn í átökin en að Íranir muni líklega virkja bandamenn sína Hútana í Jemen til að gera árásir á skip í Rauða hafinu. „Það er ekkert leyndarmál að öll ríki við Persaflóa hafa gríðarlega miklar áhyggjur af því að Íranir komi sér upp kjarnorkuvopnum. Þeir munu fagna því ef að Íran veikist. Þarna er ekki bara ráðist á kjarnorkuáætlunina heldur fella þeir háttsettan aðila innan íranska hersins og stjórnarinnar,“ segir Erlingur. Á barmi kjarnorkuvopnvæðingar Hann segir alþjóðasamfélagið vita töluvert um kjarnorkustarfsemi Írana. „Hún hefur verið undir töluverðu eftirliti kjarnorkumálastofnunarinnar og það er hugsanlegt að það séu einhverjar faldar stöðvar. Það var gert samkomulag við Íran sem Obama-stjórnin gerði 2015 þar sem Íranir afsöluðu sér að auðga úran umfram ákveðið magn og skiluðu því sem þeir höfðu auðgað umfram það. Trump hleypur svo út úr þessu samkomulagi 2018 og eftir það hafa Íranir keyrt áfram í áttina að því að búa til sprengju,“ segir hann. Hve nálægt eru þeir því? „Það er talað um að þeir séu einhverjar vikur eða mánuði frá því. Það er það sem Netanjahú sér fyrir sér að koma í veg fyrir núna. Hann heldur að þeir séu komnir við þröskuldinn með. Það er áhugavert að þeir ráðast ekki á kjarnorkuauðgunarstöð sem Íranir eru með inni í fjalli á stað sem heitir Fordó og það er líklega af því að þeir hafa ekki getu til að eyðileggja þá stöð, hún er einn og hálfan kílómeter neðanjarðar,“ segir Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur.
Íran Ísrael Bítið Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira