Leita vísbendinga um flugslysið og fleiri fórnarlamba Lovísa Arnardóttir skrifar 13. júní 2025 08:11 Alls létust 240 sem voru um borð í vélinni og í það minnsta fjórir á jörðu. Tugir eru alvarlega slasaðir. Vísir/EPA Indversk flugmálayfirvöld rannsaka nú tildrög og aðstæður við flugslys í Ahmedabad á Indlandi í gær. Flugslysið er eitt það mannskæðasta í flugsögu Indlands en allir farþegar vélarinnar nema einn, sem var á leið til London, létust. Vélin brotlenti um fimm mínútum eftir flugtak í íbúðarhverfi í Ahmedabad á hóteli fyrir lækna. Alls voru 241 farþegi og starfsmenn um borð í vélinni. Allir nema einn um borð létu lífið auk einhverra gesta hótelsins. Læknar á spítala í Ahmedabad hafa staðfest að lík fjögurra læknanema hafi verið afhent fjölskyldum sínum og að í það minnsta 30 aðrir læknanemar séu slasaðir, fjórir þeirra séu í lífshættu. Fjölskyldur hinna látnu söfnuðust saman í morgun fyrir utan spítalann í Ahmedabad. Flugvélin var frá Boeing og var af gerðinni 787. Hún var tólf ára gömul. Samkvæmt frétt AP er þetta í fyrsta sinn sem mannskætt slys verður í slíkri vél. Um 1.200 slíkar vélar eru í notkun um allan heim. Vélin lenti á hóteli þar sem læknanemar gistu. Vísir/EPA Læknar eru nú að framkvæma genapróf til að bera kennsl á þau sem létust í slysinu vegna þess hve illa farin líkin voru af bruna. Enn er verið að leita á vettvangi að líkum fólks auk þess sem enn á eftir að finna svarta kassa vélarinnar og flugrita hennar. Að rannsókn indverskra yfirvalda koma einnig aðilar frá Bandaríkjunum, Boeing og General Electic. Ættingjar söfnuðust saman fyrir utan spítalann harmi slegnir. Vísir/EPA Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, mun funda með embættismönnum um málið síðdegis í dag. Hann hitti einhverja af þeim sem slösuðust á spítalanum í gær og ræddi einnig við farþega flugvélarinnar sem lifði slysið af. Ættingjar og starfsmenn spítala bera lík eins sem lést út af spítalanum. Vísir/EPA Vélin hafi ekki komist á loft Bretinn Vishwaskumar Ramesh, sem lifði slysið af, sagði í viðtali við indverska sjónvarpið að hann tryði því varla að hann væri á lífi. Hann lýsti því að það hefði verið eins og flugvélin hefði verið föst í loftinu nokkrum sekúndum eftir flugtak. Kviknað hafi á bæði grænum og hvítum ljósum í vélinni og hún hafi ekki getað náð mikilli hæð áður en hún brotlenti. Hann sagði að sú hlið vélarinnar þar sem hann sat hafi fallið til jarðar við jarðhæð byggingarinnar og það hafi verið pláss fyrir hann til að skríða út eftir að hurð brotnaði og opnaðist. Hann hafi losað beltið og neytt sjálfan sig úr vélinni. „Þegar ég opnaði augun, gerði ég mér grein fyrir því að ég væri á lífi.“ Indland Fréttir af flugi Samgönguslys Bretland Tengdar fréttir Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35 Telur að enginn hafi komist lífs af úr flugslysinu Lögreglustjórinn í Ahmedabad á Indlandi segir að svo virðist sem að enginn hafi komist lífs af í farþegaþotunni sem hrapaði í íbúðahverfi í borginni í dag. Einhver fjöldi íbúa þar sem vélin brotlenti hafi einnig farist. 12. júní 2025 12:20 Mannskaði á Indlandi og dagsektum beitt gegn SVEIT Í hádegisfréttum fjöllum við um hið hörmulega flugslys sem varð á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 11:42 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Alls voru 241 farþegi og starfsmenn um borð í vélinni. Allir nema einn um borð létu lífið auk einhverra gesta hótelsins. Læknar á spítala í Ahmedabad hafa staðfest að lík fjögurra læknanema hafi verið afhent fjölskyldum sínum og að í það minnsta 30 aðrir læknanemar séu slasaðir, fjórir þeirra séu í lífshættu. Fjölskyldur hinna látnu söfnuðust saman í morgun fyrir utan spítalann í Ahmedabad. Flugvélin var frá Boeing og var af gerðinni 787. Hún var tólf ára gömul. Samkvæmt frétt AP er þetta í fyrsta sinn sem mannskætt slys verður í slíkri vél. Um 1.200 slíkar vélar eru í notkun um allan heim. Vélin lenti á hóteli þar sem læknanemar gistu. Vísir/EPA Læknar eru nú að framkvæma genapróf til að bera kennsl á þau sem létust í slysinu vegna þess hve illa farin líkin voru af bruna. Enn er verið að leita á vettvangi að líkum fólks auk þess sem enn á eftir að finna svarta kassa vélarinnar og flugrita hennar. Að rannsókn indverskra yfirvalda koma einnig aðilar frá Bandaríkjunum, Boeing og General Electic. Ættingjar söfnuðust saman fyrir utan spítalann harmi slegnir. Vísir/EPA Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, mun funda með embættismönnum um málið síðdegis í dag. Hann hitti einhverja af þeim sem slösuðust á spítalanum í gær og ræddi einnig við farþega flugvélarinnar sem lifði slysið af. Ættingjar og starfsmenn spítala bera lík eins sem lést út af spítalanum. Vísir/EPA Vélin hafi ekki komist á loft Bretinn Vishwaskumar Ramesh, sem lifði slysið af, sagði í viðtali við indverska sjónvarpið að hann tryði því varla að hann væri á lífi. Hann lýsti því að það hefði verið eins og flugvélin hefði verið föst í loftinu nokkrum sekúndum eftir flugtak. Kviknað hafi á bæði grænum og hvítum ljósum í vélinni og hún hafi ekki getað náð mikilli hæð áður en hún brotlenti. Hann sagði að sú hlið vélarinnar þar sem hann sat hafi fallið til jarðar við jarðhæð byggingarinnar og það hafi verið pláss fyrir hann til að skríða út eftir að hurð brotnaði og opnaðist. Hann hafi losað beltið og neytt sjálfan sig úr vélinni. „Þegar ég opnaði augun, gerði ég mér grein fyrir því að ég væri á lífi.“
Indland Fréttir af flugi Samgönguslys Bretland Tengdar fréttir Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35 Telur að enginn hafi komist lífs af úr flugslysinu Lögreglustjórinn í Ahmedabad á Indlandi segir að svo virðist sem að enginn hafi komist lífs af í farþegaþotunni sem hrapaði í íbúðahverfi í borginni í dag. Einhver fjöldi íbúa þar sem vélin brotlenti hafi einnig farist. 12. júní 2025 12:20 Mannskaði á Indlandi og dagsektum beitt gegn SVEIT Í hádegisfréttum fjöllum við um hið hörmulega flugslys sem varð á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 11:42 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35
Telur að enginn hafi komist lífs af úr flugslysinu Lögreglustjórinn í Ahmedabad á Indlandi segir að svo virðist sem að enginn hafi komist lífs af í farþegaþotunni sem hrapaði í íbúðahverfi í borginni í dag. Einhver fjöldi íbúa þar sem vélin brotlenti hafi einnig farist. 12. júní 2025 12:20
Mannskaði á Indlandi og dagsektum beitt gegn SVEIT Í hádegisfréttum fjöllum við um hið hörmulega flugslys sem varð á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 11:42