Réðust á tómstundamiðstöð fyrir útlendinga þegar óeirðir héldu áfram Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2025 13:38 Hettuklæddir óeirðaseggir reyna að grýta lögreglumenn sem beina að þeim háþrýstidælum í Ballymena á Norður-Írlandi. Óeirðir gegn útlendingum hafa geisað þar þrjár nætur í röð. AP/Peter Morrison Grímuklæddir óeirðaseggir lögðu eld að tómstundamiðstöð sem er notuð sem skýli fyrir förufólk á Norður-Írlandi í gærkvöldi. Fólkið í stöðinni hafði flúið óeirðir í bænum Ballymena sem hafa nú geisað þrjár nætur í röð. Friðsöm mótmæli vegna ásakana um alvarleg kynferðisbrot á hendur tveimur rúmenskumælandi táningspiltum snerust fljótt upp í óeirðir í bænum Ballymena á Norður-Írlandi á mánudag. Kveikt var í húsum og bílum og köstuðu óeirðaseggir eldsprengjum, múrsteinum og lausamunum í lögreglumenn. Rúmlega fjörutíu lögreglumenn hafa særst í óeirðunum í vikunni. Í gærkvöldi kveikti hópur grímuklæddra ungmenna í tómstundamiðstöð í bænum Larne þangað sem fólk sem varð fyrir árásum óeirðaseggja í Ballymena hafði verið flutt. Larne er um þrjátíu kílómetra austur af Ballymena. Rýma þurfti húsið en konur og börn tóku þátt í sundkennslu og líkamsrækt þegar eldur var borinn að stöðinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að eldurinn hafi aðallega verið í móttöku hússins eða umtalsverðar reykskemmdir hafi orðið á húsnæðinu. Gordon Lyons, samfélagsmálaráðherra Norður-Írlands, sagði að orðrómur hefði farið á kreik um að tómstundastöðin yrði notuð til þess að hýsa útlendinga varanlega. Hann hafði sjálfur greint frá því á samfélagsmiðlum að fólkið hefði verið flutt í stöðina og hlaut bágt fyrir. Sjálfur sagðist hann hafa verið að reyna að eyða fölskum sögusögnum. Lögregluyfirvöld hafa kallað óeirðirnar rasískar í eðli sínu og að þær beinist að þjóðernisminnihlutum og lögreglumönnum. John O'Dowd, fjármálaráðherra Norður-Írlands, tók í sama streng og kallaði óeirðaseggina „rasíska óþokka“. Ballymena erum 30.000 manna bær um fjörutíu kílómetra norðvestur af Belfast. Bærinn hefur verið þekktur sem sterku vígi sambandssinna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan hefur sagt að ekkert bendi til þess að herskáir hópar sambandssinna standi að óeirðunum nú. Norður-Írland Erlend sakamál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Friðsöm mótmæli vegna ásakana um alvarleg kynferðisbrot á hendur tveimur rúmenskumælandi táningspiltum snerust fljótt upp í óeirðir í bænum Ballymena á Norður-Írlandi á mánudag. Kveikt var í húsum og bílum og köstuðu óeirðaseggir eldsprengjum, múrsteinum og lausamunum í lögreglumenn. Rúmlega fjörutíu lögreglumenn hafa særst í óeirðunum í vikunni. Í gærkvöldi kveikti hópur grímuklæddra ungmenna í tómstundamiðstöð í bænum Larne þangað sem fólk sem varð fyrir árásum óeirðaseggja í Ballymena hafði verið flutt. Larne er um þrjátíu kílómetra austur af Ballymena. Rýma þurfti húsið en konur og börn tóku þátt í sundkennslu og líkamsrækt þegar eldur var borinn að stöðinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að eldurinn hafi aðallega verið í móttöku hússins eða umtalsverðar reykskemmdir hafi orðið á húsnæðinu. Gordon Lyons, samfélagsmálaráðherra Norður-Írlands, sagði að orðrómur hefði farið á kreik um að tómstundastöðin yrði notuð til þess að hýsa útlendinga varanlega. Hann hafði sjálfur greint frá því á samfélagsmiðlum að fólkið hefði verið flutt í stöðina og hlaut bágt fyrir. Sjálfur sagðist hann hafa verið að reyna að eyða fölskum sögusögnum. Lögregluyfirvöld hafa kallað óeirðirnar rasískar í eðli sínu og að þær beinist að þjóðernisminnihlutum og lögreglumönnum. John O'Dowd, fjármálaráðherra Norður-Írlands, tók í sama streng og kallaði óeirðaseggina „rasíska óþokka“. Ballymena erum 30.000 manna bær um fjörutíu kílómetra norðvestur af Belfast. Bærinn hefur verið þekktur sem sterku vígi sambandssinna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan hefur sagt að ekkert bendi til þess að herskáir hópar sambandssinna standi að óeirðunum nú.
Norður-Írland Erlend sakamál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira