Pólitískar kreddur á kostnað skattgreiðenda Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 12. júní 2025 11:01 Eitt það mikilvægasta sem við gerum sem samfélag er að tryggja fólki aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. En þegar pólitísk hugmyndafræði fær að ráða för í stað skynsemi, þá verður niðurstaðan sú að skattfé almennings er sóað – og fólk látið þjást á biðlistum að óþörfu. Í dag býr Ísland yfir öflugum og vel tækjum búnum einkareknum heilbrigðisstofum. Þar starfar fagfólk sem getur sinnt fjölmörgum aðgerðum sem opinbera kerfið ræður einfaldlega ekki við að framkvæma innan eðlilegs tíma. Dæmi: liðskiptiaðgerðir. Einkastofur geta framkvæmt þær á helmingi lægra verði en opinbera kerfið. Þetta kom skýrt fram þegar slíkar aðgerðir voru boðnar út fyrir nokkrum árum. En hvað gerist? Þrátt fyrir að skýrt hafi komið fram að einkaaðilar geti sinnt þessum verkefnum hraðar og ódýrar, þá er fólk samt látið bíða níu mánuði áður en því er heimilt að leita til þeirra – á meðan það getur farið erlendis eftir aðeins þriggja mánaða bið og fengið aðgerð sína greidda af ríkinu. Við erum því ekki bara að greiða fyrir meðferð erlendis – heldur einnig flug, gistingu og í mörgum tilvikum fylgdarmann. Þetta er ekki bara óskynsamleg nýting fjármuna. Þetta er beinlínis ábyrgðarleysi. En verra er þó að nú liggur fyrir Alþingi frumvarp frá heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum um sjúkratryggingar (nr. 112/2008), þar sem beinlínis er kveðið á um að sjúkratryggðum skuli fyrst og fremst veittur kostur á meðferð erlendis – í stað þess að leita samninga við innlendar, einkareknar stofur sem geta sinnt aðgerðunum hér heima. Þannig er pólitísk afstaða gegn einkarekstri í raun fest í lög – með tilheyrandi sóun opinbers fjár. Það er óskiljanlegt að ríkisstjórn sem segist vilja efla verðmætasköpun, nýta innlenda þekkingu og styðja við sjálfbært heilbrigðiskerfi, skuli samt sem áður velja dýrari og ósjálfbærari leiðina – erlendar lausnir með aukakostnaði – í stað þess að nýta þau úrræði sem við höfum hér heima. Það er ekki bara óráðsíða, heldur beinlínis vanvirðing við skattgreiðendur og þá sem bíða í óvissu eftir nauðsynlegri meðferð. Það er kominn tími til að við hættum að horfa á einkarekstur sem ógn og förum að líta á hann sem það sem hann er: hluti af lausninni. Þegar einkaaðilar geta boðið betri þjónustu, hraðari aðgengi og lægri kostnað – þá eigum við að nýta þá. Fyrst og fremst í þágu fólksins. En líka í þágu heilbrigðs og sjálfbærs kerfis. Við verðum að hætta að láta pólitíska rétttrúnað trufla okkur í því að taka skynsamar ákvarðanir. Skattfé almennings á ekki að fara í að fjármagna hugmyndafræðilegar tilraunir. Það á að fara í þjónustu við fólkið í landinu – og það á að gera það á hagkvæman og sanngjarnan hátt. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Eitt það mikilvægasta sem við gerum sem samfélag er að tryggja fólki aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. En þegar pólitísk hugmyndafræði fær að ráða för í stað skynsemi, þá verður niðurstaðan sú að skattfé almennings er sóað – og fólk látið þjást á biðlistum að óþörfu. Í dag býr Ísland yfir öflugum og vel tækjum búnum einkareknum heilbrigðisstofum. Þar starfar fagfólk sem getur sinnt fjölmörgum aðgerðum sem opinbera kerfið ræður einfaldlega ekki við að framkvæma innan eðlilegs tíma. Dæmi: liðskiptiaðgerðir. Einkastofur geta framkvæmt þær á helmingi lægra verði en opinbera kerfið. Þetta kom skýrt fram þegar slíkar aðgerðir voru boðnar út fyrir nokkrum árum. En hvað gerist? Þrátt fyrir að skýrt hafi komið fram að einkaaðilar geti sinnt þessum verkefnum hraðar og ódýrar, þá er fólk samt látið bíða níu mánuði áður en því er heimilt að leita til þeirra – á meðan það getur farið erlendis eftir aðeins þriggja mánaða bið og fengið aðgerð sína greidda af ríkinu. Við erum því ekki bara að greiða fyrir meðferð erlendis – heldur einnig flug, gistingu og í mörgum tilvikum fylgdarmann. Þetta er ekki bara óskynsamleg nýting fjármuna. Þetta er beinlínis ábyrgðarleysi. En verra er þó að nú liggur fyrir Alþingi frumvarp frá heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum um sjúkratryggingar (nr. 112/2008), þar sem beinlínis er kveðið á um að sjúkratryggðum skuli fyrst og fremst veittur kostur á meðferð erlendis – í stað þess að leita samninga við innlendar, einkareknar stofur sem geta sinnt aðgerðunum hér heima. Þannig er pólitísk afstaða gegn einkarekstri í raun fest í lög – með tilheyrandi sóun opinbers fjár. Það er óskiljanlegt að ríkisstjórn sem segist vilja efla verðmætasköpun, nýta innlenda þekkingu og styðja við sjálfbært heilbrigðiskerfi, skuli samt sem áður velja dýrari og ósjálfbærari leiðina – erlendar lausnir með aukakostnaði – í stað þess að nýta þau úrræði sem við höfum hér heima. Það er ekki bara óráðsíða, heldur beinlínis vanvirðing við skattgreiðendur og þá sem bíða í óvissu eftir nauðsynlegri meðferð. Það er kominn tími til að við hættum að horfa á einkarekstur sem ógn og förum að líta á hann sem það sem hann er: hluti af lausninni. Þegar einkaaðilar geta boðið betri þjónustu, hraðari aðgengi og lægri kostnað – þá eigum við að nýta þá. Fyrst og fremst í þágu fólksins. En líka í þágu heilbrigðs og sjálfbærs kerfis. Við verðum að hætta að láta pólitíska rétttrúnað trufla okkur í því að taka skynsamar ákvarðanir. Skattfé almennings á ekki að fara í að fjármagna hugmyndafræðilegar tilraunir. Það á að fara í þjónustu við fólkið í landinu – og það á að gera það á hagkvæman og sanngjarnan hátt. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar