SVEIT þarf að greiða milljón á dag þar til gögn eru afhent Atli Ísleifsson skrifar 12. júní 2025 06:56 Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins og Einar Bárðarson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Einar tók við framkvæmdastjórastöðunni hjá SVEIT í síðasta mánuði. Vísir/Arnar/Vilhelm Samkeppniseftirlitið hefur lagt dagsektir á Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) vegna brota samtakanna á lagaskyldu til þess að afhenda eftirlitinu gögn. Dagsektirnar eru lagðar á til þess að knýja á um að SVEIT fari að samkeppnislögum og afhendi umkrafin gögn. SVEIT hefur kært álagninguna. Frá þessu segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Þar kemur fram að það sé niðurstaða eftirlitsins að SVEIT hafi vanrækt ótvíræða lagaskyldu um afhendingu gagna og brotið þar með gegn 19. gr. samkeppnislaga. SVEIT er gert að greiða dagsektir að fjárhæð einni milljón króna á dag þar til umbeðin gögn hafa verið afhent Samkeppniseftirlitinu. Kjarasamningur talinn brjóta gegn samkeppnislögum Málið snýr að því að í mars síðastliðnum hafi Samkeppniseftirlitinu borist kvörtun frá Alþýðusambandi Íslands, Eflingu og Starfsgreinasambandi Íslands vegna „ólögmæts verðsamráðs fyrirtækja á veitingamarkaði og ólögmæts verðsamráðs innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði“. Var því haldið fram að gerð SVEIT á einhliða kjarasamningi við félagið Virðingu, þar sem kveðið væri á um launakjör á veitingamarkaði, hafi farið gegn samkeppnislögum. „Í kvörtuninni er rökstutt að félagið Virðing sé „gervistéttarfélag“ og jafnframt að undanþága 2. mgr. 2. gr. samkeppnislaga frá gildissviði laganna vegna „launa eða annarra starfskjara launþega samkvæmt kjarasamningum“ eigi ekki við. Samkeppniseftirlitið ákvað að hefja rannsókn og óskaði eftir gögnum frá SVEIT, tilteknum aðildarfyrirtækjum SVEIT og Virðingu. Gögn hafa borist frá Virðingu og aðildarfyrirtækjum SVEIT sem gagnabeiðni var beint til. Sveit hafnar afhendingu gagna og kemur þannig í veg fyrir rannsókn SVEIT hefur hins vegar ítrekað hafnað kröfu Samkeppniseftirlitsins um afhendingu gagna. Hafa samtökin krafist þess að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðum brotum á samkeppnislögum verði felld niður. Til stuðnings þessu er m.a. staðhæft að Samkeppniseftirlitið hafi „engar heimildir til að hefja rannsókn vegna stofnunar stéttarfélags, aðdraganda kjarasamningsgerðar, efnis kjarasamnings eða gildi hans, sbr. 1. og 2. gr. samkeppnislaga.“ Dagsektarákvörðunin Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um dagsektir er bent á að undanþága 2. mgr. 2. gr. samkeppnislaga frá gildissviði laganna vegna launa eða annarra starfskjara launþega samkvæmt kjarasamningum sé í samkeppnisrétti háð tilteknum skilyrðum. Ef viðkomandi samningur uppfyllir ekki þau skilyrði og telst því ekki kjarasamningur í skilningi samkeppnisréttarins getur hann falið í sér ólögmætt samráð viðkomandi fyrirtækja og samtaka þeirra um laun launþega (e. wage fixing). Slík brot fara gegn 10. gr. samkeppnislaga, sbr. 12. gr. laganna, og teljast að jafnaði alvarleg og til þess fallin að valda tjóni. Rannsókn samkeppnisyfirvalda í málum af þessum toga felst m.a. í því að leggja mat á hvort um raunverulegan kjarasamning sé að ræða eða ekki. Ákvæði 19. gr. samkeppnislaga veita Samkeppniseftirlitinu ríkar heimildir til þess að kalla eftir öllum nauðsynlegum gögnum í þágu rannsóknar málsins,“ segir í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins. SVEIT hefur kært álagningu dagsektanna. SVEIT segist telja að málið eigi ekki heima á borði eftirlitsins. Þar að auki telur SVEIT að stéttarfélögin, þar með talið Efling, geti ekki átt aðild að málinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Einari Bárðarsyni framkvæmdastjóra SVEIT. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá SVEIT. Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Veitingastaðir Kjaramál Samkeppnismál Stéttarfélög Tengdar fréttir Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á meintum samkeppnisbrotum veitingafyrirtækja og innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði tengt kjarasamningsgerð við stéttarfélagið Virðingu. Formaður Eflingar fagnar rannsókninni. Framkvæmdastjóri Virðingar segir gott að hreinsa málið og fá jákvæða niðurstöðu eftirlitsins. 11. apríl 2025 12:33 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Frá þessu segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Þar kemur fram að það sé niðurstaða eftirlitsins að SVEIT hafi vanrækt ótvíræða lagaskyldu um afhendingu gagna og brotið þar með gegn 19. gr. samkeppnislaga. SVEIT er gert að greiða dagsektir að fjárhæð einni milljón króna á dag þar til umbeðin gögn hafa verið afhent Samkeppniseftirlitinu. Kjarasamningur talinn brjóta gegn samkeppnislögum Málið snýr að því að í mars síðastliðnum hafi Samkeppniseftirlitinu borist kvörtun frá Alþýðusambandi Íslands, Eflingu og Starfsgreinasambandi Íslands vegna „ólögmæts verðsamráðs fyrirtækja á veitingamarkaði og ólögmæts verðsamráðs innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði“. Var því haldið fram að gerð SVEIT á einhliða kjarasamningi við félagið Virðingu, þar sem kveðið væri á um launakjör á veitingamarkaði, hafi farið gegn samkeppnislögum. „Í kvörtuninni er rökstutt að félagið Virðing sé „gervistéttarfélag“ og jafnframt að undanþága 2. mgr. 2. gr. samkeppnislaga frá gildissviði laganna vegna „launa eða annarra starfskjara launþega samkvæmt kjarasamningum“ eigi ekki við. Samkeppniseftirlitið ákvað að hefja rannsókn og óskaði eftir gögnum frá SVEIT, tilteknum aðildarfyrirtækjum SVEIT og Virðingu. Gögn hafa borist frá Virðingu og aðildarfyrirtækjum SVEIT sem gagnabeiðni var beint til. Sveit hafnar afhendingu gagna og kemur þannig í veg fyrir rannsókn SVEIT hefur hins vegar ítrekað hafnað kröfu Samkeppniseftirlitsins um afhendingu gagna. Hafa samtökin krafist þess að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðum brotum á samkeppnislögum verði felld niður. Til stuðnings þessu er m.a. staðhæft að Samkeppniseftirlitið hafi „engar heimildir til að hefja rannsókn vegna stofnunar stéttarfélags, aðdraganda kjarasamningsgerðar, efnis kjarasamnings eða gildi hans, sbr. 1. og 2. gr. samkeppnislaga.“ Dagsektarákvörðunin Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um dagsektir er bent á að undanþága 2. mgr. 2. gr. samkeppnislaga frá gildissviði laganna vegna launa eða annarra starfskjara launþega samkvæmt kjarasamningum sé í samkeppnisrétti háð tilteknum skilyrðum. Ef viðkomandi samningur uppfyllir ekki þau skilyrði og telst því ekki kjarasamningur í skilningi samkeppnisréttarins getur hann falið í sér ólögmætt samráð viðkomandi fyrirtækja og samtaka þeirra um laun launþega (e. wage fixing). Slík brot fara gegn 10. gr. samkeppnislaga, sbr. 12. gr. laganna, og teljast að jafnaði alvarleg og til þess fallin að valda tjóni. Rannsókn samkeppnisyfirvalda í málum af þessum toga felst m.a. í því að leggja mat á hvort um raunverulegan kjarasamning sé að ræða eða ekki. Ákvæði 19. gr. samkeppnislaga veita Samkeppniseftirlitinu ríkar heimildir til þess að kalla eftir öllum nauðsynlegum gögnum í þágu rannsóknar málsins,“ segir í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins. SVEIT hefur kært álagningu dagsektanna. SVEIT segist telja að málið eigi ekki heima á borði eftirlitsins. Þar að auki telur SVEIT að stéttarfélögin, þar með talið Efling, geti ekki átt aðild að málinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Einari Bárðarsyni framkvæmdastjóra SVEIT. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá SVEIT.
Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Veitingastaðir Kjaramál Samkeppnismál Stéttarfélög Tengdar fréttir Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á meintum samkeppnisbrotum veitingafyrirtækja og innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði tengt kjarasamningsgerð við stéttarfélagið Virðingu. Formaður Eflingar fagnar rannsókninni. Framkvæmdastjóri Virðingar segir gott að hreinsa málið og fá jákvæða niðurstöðu eftirlitsins. 11. apríl 2025 12:33 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á meintum samkeppnisbrotum veitingafyrirtækja og innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði tengt kjarasamningsgerð við stéttarfélagið Virðingu. Formaður Eflingar fagnar rannsókninni. Framkvæmdastjóri Virðingar segir gott að hreinsa málið og fá jákvæða niðurstöðu eftirlitsins. 11. apríl 2025 12:33