Hermenn bauluðu á Biden, Newsom og blaðamenn Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2025 11:52 Donald Trump á sviði fyrir framan hermenn í Fort Bragg. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fékk hermenn í Fort Bragg í Bandaríkjunum til að baula á Joe Biden forvera sinn, Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu og fjölmiðla. Trump kallaði Los Angeles ruslahaug og hét því að frelsa borgina, auk þess sem hann tilkynnti að breyta ætti nöfnum herstöðva sem báru nöfn leiðtoga Suðurríkjasambandsins aftur. Ræðan átti formlega að vera um 250 ára afmæli bandaríska hersins en ræðan var mjög pólitísks eðlis og Trump varði miklu púðri í að gagnrýna Joe Biden, forvera hans, tala um ástandið í Los Angeles og varpa fram lygum um kosningarnar 2020 og ýmislegt annað. Nokkuð stór hluti ræðu Trumps sneri að ástandinu í Los Angeles en þangað hefur hann sent þjóðvarðliða og landgönguliða til að aðstoða útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) við að handsama fólk sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum og kveða niður mótmæli gegn þeim aðgerðum. Hermennina sendi hann til borgarinnar í óþökk ráðamanna í Los Angeles og í Kaliforníu sem hafa sakað forsetann um óþarfa stigmögnun. Sjá einnig: „Stundin sem við höfum óttast er runnin upp“ Í ræðu sinni kallaði Trump mótmælendur í Los Angeles „dýr“ og „erlenda óvini“. Hann sagði einnig að ef hann hefði ekki sent þjóðvarðliða til Los Angeles stæði borgin í ljósum logum. Húsin þar væru að brenna, eins og þau hefðu gert fyrir nokkrum mánuðum síðan. Varpaði hann hluta sakarinnar á alþjóðleg glæpasamtök og sagði að stjórnleysi hvað varðaði innflytjendamál leiddi til hræðilegrar óreiðu og eyðileggingar. „Og vitið þið hvað, þetta er svona í Evrópu líka. Þetta er að gerast í mörgum löndum Evrópu,“ sagði Trump. „Þeim er illa við það þegar ég segi það en ég skal segja það hátt og skýrt. Þeim er best að gera eitthvað áður en það verður of seint.“ Sjá má valda hluta úr ræðu Trumps, hluta sem snúa að Los Angeles, í spilaranum hér að neðan. Áhugasamir geta horft á alla ræðuna hér. Bauluðu á Biden, Newsom og blaðamenn Í ræðu sinni talaði Trump um að ríkisstjórn Bidens hefði breytt nafni Fort Bragg í Fort Liberty árið 2023 en því var fljótt breytt aftur af ríkisstjórn Trumps. „Trúið þið því að síðasta ríkisstjórn hafi breytt nafninu í smá stund?“ spurði Trump svo hermenn bauluðu. Síðar stærði Trump sig af því að Biden hefði ekki getað laðað jafn marga áhorfendur á ræðu og hann gerði. Aftur bauluðu hermenn. Trump goads troops at Ft Bragg into booing Biden pic.twitter.com/qJ9gptR2z3— Aaron Rupar (@atrupar) June 10, 2025 Þá bauluðu hermenn aftur þegar Trump nefndi Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, og Karen Bass, borgarstjóra Los Angeles, og sagði þau vanhæf. Hann sagði þau reyna að standa í vegi laganna og aðstoða glæpsamlega innrásaraðila við að hernema Los Angeles. Trump goads the troops into booing California Gov. Gavin Newsom and LA Mayor Karen Bass and attacks them as "incompetent" pic.twitter.com/mUCOS3aG4L— Aaron Rupar (@atrupar) June 10, 2025 Einnig var baulað þegar Trump talaði um hina „fölsku fjölmiðla“ sem voru að fylgjast með og sjónvarpa ræðu hans. Það er eitthvað sem hann hefur ítrekað gert á kosningafundum sínum í gegnum árin. Trump goads the troops at Fort Bragg into booing "the fake news" covering the event pic.twitter.com/lVKuefn9Hb— Aaron Rupar (@atrupar) June 10, 2025 Bandarískum hermönnum er samkvæmt reglum varnarmálaráðuneytisins bannað að taka þátt í pólitísku starfi. Trump hélt því einnig fram í ræðu sinni að hann hefði sent þjóðvarðliða til Minneapolis árið 2020, til að kveða niður óeirðir í kjölfar morðsins á George Floyd, sem myrtur var af lögregluþjóni. Hann sagðist aldrei gleyma því að borgin hafi staðið í ljósum lögum og sagði að Tim Waltz, ríkisstjóri Minnesota, hefði neitað að senda þjóðvarðliðið á vettvang. „Ég beið svo lengi og ég kallaði á þjóðvarðliðið og ég bjargaði borginni,“ sagði Trump. Eins og bent er á í frétt CNN er það ekki satt hjá forsetanum. Walz sendi þjóðvarðlið Minnesota á vettvang rúmum sjö klukkustundum áður en Trump stakk fyrst upp á því. Þó Walz hafi verið gagnrýndur fyrir hægagang er ljóst að hann sendi þjóðvarðliðið en ekki Trump. Í ræðunni laug Trump því einnig að svindlað hefði verið á honum í forsetakosningunum 2020. Mótmælendum skrúðgöngu mætt af miklu afli Til stendur að halda mótmæli víða um Bandaríkin næstu helgi undir nafninu „No Kings Day“ eða „Enginn konungsdagur“. Er það vegna skrúðgöngu hersins sem haldin verður í Washington DC á laugardaginn. Formleg ástæða skrúðgöngunnar er 250 ára afmæli hersins en Trump sjálfur verður 79 ára á laugardaginn. Á fyrsta kjörtímabili Trumps heimsótti hann Frakkland þar þegar haldið var upp á Bastilludaginn og sá hann þar hersýningu, sem hann var sagður mjög hrifinn af. Í kjölfarið fór hann fram á að slík sýning yrði einnig haldin í Bandaríkjunum en engin hefð er fyrir slíku þar. Sjá einnig: Trump vill hersýningu eins og Frakkar Trump er ekki sáttur við fregnir af mótmælum um helgina. Hann sagði blaðamönnum í gær að ef skrúðgöngunni yrði mótmælt yrði mótmælendum mætt af „mjög miklu afli“, hvort sem þeir væru friðsamir eða ekki. „Ég hef ekki einu sinni heyrt af mótmælum en þú veist, þetta er fólk sem hatar landið okkar. En þeim verður mætt af mjög miklu afli.“ Trump says anybody who protests the military parade on Sunday will be met with “very heavy force” pic.twitter.com/iDm4qVzKg3— Aaron Rupar (@atrupar) June 10, 2025 Breyta nöfnum herstöðva aftur Trump tilkynnti einnig í ræðu sinni í gær að hann ætlaði að breyta nöfnum herstöðva, sem breytt var árið 2003, aftur í upprunalegu nöfn þeirra. Herstöðvarnar munu því aftur bera nöfn leiðtoga Suðurríkjasambandsins úr bandarísku borgarastyrjöldinni. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna tilkynntu svo í kjölfarið að um væri að ræða sjö herstöðvar. Það eru Fort A.P. Hill, Fort Pickett, Fort Robert E. Lee, Fort Gordon, Fort Hood, Fort Polk og Fort Rucker. Þetta er í kjölfar þess að Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, tilkynnti í mars að Fort Moore yrði aftur nefnt Fort Benning. Herinn segir að í rauninni sé ekki verið að nefna herstöðvarnar aftur eftir leiðtogum uppreisnarinnar í suðri, heldur hafa forsvarsmenn hersins fundið alnafna þeirra leiðtoga sem þjónuðu einnig í bandaríska hernum, eða nokkra hermenn með sömu upphafsstafi, og eiga herstöðvarnar að vera nefndar í höfuðið á þeim, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sem dæmi, þá hét Fort A.P. Hill upprunalega eftir herforingjanum Ambrose P. Hill en árið 2023 var nafninu breytt í Fort Walker. Var það tilvísun í Mary Edwards Walker, lækni sem hlúði að hermönnum í borgarstyrjöldinni og fékk Heiðursorðuna (e. Medal of honor) fyrir þau störf sín. Til að breyta nafninu aftur í Fort A.P. Hill er herstöðin nú sögð vera nefnd eftir þremur hermönnum úr borgarastyrjöldinni, þeim Edward Hill, Robert A. Pinn og Bruce Anderson. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Musk sér eftir sumum færslunum sem hann birti um Trump Elon Musk segist nú sjá eftir sumum þeirra færslna sem hann setti á samfélagsmiðil sinn, X, í síðustu viku. Þar fór hann ófögrum orðum yfir nýtt fjárlagafrumvarp Trump. Hann sagði það „viðurstyggilegan hrylling“ og sagði Repúblikana, flokksmenn Trump, eiga að skammast sín. 11. júní 2025 08:21 Rússar líta ekki lengur á Bandaríkin sem sinn helsta óvin Rússar líta ekki lengur á Bandaríkin sem sinn helsta óvin, samkvæmt nýrri könnun, heldur telja þeir Evrópulöndin vera sína helstu ógn. 10. júní 2025 13:55 Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10. júní 2025 06:37 Sjö hundruð landgönguliðar á leið til Los Angeles Mörg hundruð landgönguliðar í Kaliforníu hafa verið boðaðir til Los Angeles til að bregðast við mótmælunum sem standa þar yfir. 9. júní 2025 20:59 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Ræðan átti formlega að vera um 250 ára afmæli bandaríska hersins en ræðan var mjög pólitísks eðlis og Trump varði miklu púðri í að gagnrýna Joe Biden, forvera hans, tala um ástandið í Los Angeles og varpa fram lygum um kosningarnar 2020 og ýmislegt annað. Nokkuð stór hluti ræðu Trumps sneri að ástandinu í Los Angeles en þangað hefur hann sent þjóðvarðliða og landgönguliða til að aðstoða útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) við að handsama fólk sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum og kveða niður mótmæli gegn þeim aðgerðum. Hermennina sendi hann til borgarinnar í óþökk ráðamanna í Los Angeles og í Kaliforníu sem hafa sakað forsetann um óþarfa stigmögnun. Sjá einnig: „Stundin sem við höfum óttast er runnin upp“ Í ræðu sinni kallaði Trump mótmælendur í Los Angeles „dýr“ og „erlenda óvini“. Hann sagði einnig að ef hann hefði ekki sent þjóðvarðliða til Los Angeles stæði borgin í ljósum logum. Húsin þar væru að brenna, eins og þau hefðu gert fyrir nokkrum mánuðum síðan. Varpaði hann hluta sakarinnar á alþjóðleg glæpasamtök og sagði að stjórnleysi hvað varðaði innflytjendamál leiddi til hræðilegrar óreiðu og eyðileggingar. „Og vitið þið hvað, þetta er svona í Evrópu líka. Þetta er að gerast í mörgum löndum Evrópu,“ sagði Trump. „Þeim er illa við það þegar ég segi það en ég skal segja það hátt og skýrt. Þeim er best að gera eitthvað áður en það verður of seint.“ Sjá má valda hluta úr ræðu Trumps, hluta sem snúa að Los Angeles, í spilaranum hér að neðan. Áhugasamir geta horft á alla ræðuna hér. Bauluðu á Biden, Newsom og blaðamenn Í ræðu sinni talaði Trump um að ríkisstjórn Bidens hefði breytt nafni Fort Bragg í Fort Liberty árið 2023 en því var fljótt breytt aftur af ríkisstjórn Trumps. „Trúið þið því að síðasta ríkisstjórn hafi breytt nafninu í smá stund?“ spurði Trump svo hermenn bauluðu. Síðar stærði Trump sig af því að Biden hefði ekki getað laðað jafn marga áhorfendur á ræðu og hann gerði. Aftur bauluðu hermenn. Trump goads troops at Ft Bragg into booing Biden pic.twitter.com/qJ9gptR2z3— Aaron Rupar (@atrupar) June 10, 2025 Þá bauluðu hermenn aftur þegar Trump nefndi Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, og Karen Bass, borgarstjóra Los Angeles, og sagði þau vanhæf. Hann sagði þau reyna að standa í vegi laganna og aðstoða glæpsamlega innrásaraðila við að hernema Los Angeles. Trump goads the troops into booing California Gov. Gavin Newsom and LA Mayor Karen Bass and attacks them as "incompetent" pic.twitter.com/mUCOS3aG4L— Aaron Rupar (@atrupar) June 10, 2025 Einnig var baulað þegar Trump talaði um hina „fölsku fjölmiðla“ sem voru að fylgjast með og sjónvarpa ræðu hans. Það er eitthvað sem hann hefur ítrekað gert á kosningafundum sínum í gegnum árin. Trump goads the troops at Fort Bragg into booing "the fake news" covering the event pic.twitter.com/lVKuefn9Hb— Aaron Rupar (@atrupar) June 10, 2025 Bandarískum hermönnum er samkvæmt reglum varnarmálaráðuneytisins bannað að taka þátt í pólitísku starfi. Trump hélt því einnig fram í ræðu sinni að hann hefði sent þjóðvarðliða til Minneapolis árið 2020, til að kveða niður óeirðir í kjölfar morðsins á George Floyd, sem myrtur var af lögregluþjóni. Hann sagðist aldrei gleyma því að borgin hafi staðið í ljósum lögum og sagði að Tim Waltz, ríkisstjóri Minnesota, hefði neitað að senda þjóðvarðliðið á vettvang. „Ég beið svo lengi og ég kallaði á þjóðvarðliðið og ég bjargaði borginni,“ sagði Trump. Eins og bent er á í frétt CNN er það ekki satt hjá forsetanum. Walz sendi þjóðvarðlið Minnesota á vettvang rúmum sjö klukkustundum áður en Trump stakk fyrst upp á því. Þó Walz hafi verið gagnrýndur fyrir hægagang er ljóst að hann sendi þjóðvarðliðið en ekki Trump. Í ræðunni laug Trump því einnig að svindlað hefði verið á honum í forsetakosningunum 2020. Mótmælendum skrúðgöngu mætt af miklu afli Til stendur að halda mótmæli víða um Bandaríkin næstu helgi undir nafninu „No Kings Day“ eða „Enginn konungsdagur“. Er það vegna skrúðgöngu hersins sem haldin verður í Washington DC á laugardaginn. Formleg ástæða skrúðgöngunnar er 250 ára afmæli hersins en Trump sjálfur verður 79 ára á laugardaginn. Á fyrsta kjörtímabili Trumps heimsótti hann Frakkland þar þegar haldið var upp á Bastilludaginn og sá hann þar hersýningu, sem hann var sagður mjög hrifinn af. Í kjölfarið fór hann fram á að slík sýning yrði einnig haldin í Bandaríkjunum en engin hefð er fyrir slíku þar. Sjá einnig: Trump vill hersýningu eins og Frakkar Trump er ekki sáttur við fregnir af mótmælum um helgina. Hann sagði blaðamönnum í gær að ef skrúðgöngunni yrði mótmælt yrði mótmælendum mætt af „mjög miklu afli“, hvort sem þeir væru friðsamir eða ekki. „Ég hef ekki einu sinni heyrt af mótmælum en þú veist, þetta er fólk sem hatar landið okkar. En þeim verður mætt af mjög miklu afli.“ Trump says anybody who protests the military parade on Sunday will be met with “very heavy force” pic.twitter.com/iDm4qVzKg3— Aaron Rupar (@atrupar) June 10, 2025 Breyta nöfnum herstöðva aftur Trump tilkynnti einnig í ræðu sinni í gær að hann ætlaði að breyta nöfnum herstöðva, sem breytt var árið 2003, aftur í upprunalegu nöfn þeirra. Herstöðvarnar munu því aftur bera nöfn leiðtoga Suðurríkjasambandsins úr bandarísku borgarastyrjöldinni. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna tilkynntu svo í kjölfarið að um væri að ræða sjö herstöðvar. Það eru Fort A.P. Hill, Fort Pickett, Fort Robert E. Lee, Fort Gordon, Fort Hood, Fort Polk og Fort Rucker. Þetta er í kjölfar þess að Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, tilkynnti í mars að Fort Moore yrði aftur nefnt Fort Benning. Herinn segir að í rauninni sé ekki verið að nefna herstöðvarnar aftur eftir leiðtogum uppreisnarinnar í suðri, heldur hafa forsvarsmenn hersins fundið alnafna þeirra leiðtoga sem þjónuðu einnig í bandaríska hernum, eða nokkra hermenn með sömu upphafsstafi, og eiga herstöðvarnar að vera nefndar í höfuðið á þeim, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sem dæmi, þá hét Fort A.P. Hill upprunalega eftir herforingjanum Ambrose P. Hill en árið 2023 var nafninu breytt í Fort Walker. Var það tilvísun í Mary Edwards Walker, lækni sem hlúði að hermönnum í borgarstyrjöldinni og fékk Heiðursorðuna (e. Medal of honor) fyrir þau störf sín. Til að breyta nafninu aftur í Fort A.P. Hill er herstöðin nú sögð vera nefnd eftir þremur hermönnum úr borgarastyrjöldinni, þeim Edward Hill, Robert A. Pinn og Bruce Anderson.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Musk sér eftir sumum færslunum sem hann birti um Trump Elon Musk segist nú sjá eftir sumum þeirra færslna sem hann setti á samfélagsmiðil sinn, X, í síðustu viku. Þar fór hann ófögrum orðum yfir nýtt fjárlagafrumvarp Trump. Hann sagði það „viðurstyggilegan hrylling“ og sagði Repúblikana, flokksmenn Trump, eiga að skammast sín. 11. júní 2025 08:21 Rússar líta ekki lengur á Bandaríkin sem sinn helsta óvin Rússar líta ekki lengur á Bandaríkin sem sinn helsta óvin, samkvæmt nýrri könnun, heldur telja þeir Evrópulöndin vera sína helstu ógn. 10. júní 2025 13:55 Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10. júní 2025 06:37 Sjö hundruð landgönguliðar á leið til Los Angeles Mörg hundruð landgönguliðar í Kaliforníu hafa verið boðaðir til Los Angeles til að bregðast við mótmælunum sem standa þar yfir. 9. júní 2025 20:59 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Musk sér eftir sumum færslunum sem hann birti um Trump Elon Musk segist nú sjá eftir sumum þeirra færslna sem hann setti á samfélagsmiðil sinn, X, í síðustu viku. Þar fór hann ófögrum orðum yfir nýtt fjárlagafrumvarp Trump. Hann sagði það „viðurstyggilegan hrylling“ og sagði Repúblikana, flokksmenn Trump, eiga að skammast sín. 11. júní 2025 08:21
Rússar líta ekki lengur á Bandaríkin sem sinn helsta óvin Rússar líta ekki lengur á Bandaríkin sem sinn helsta óvin, samkvæmt nýrri könnun, heldur telja þeir Evrópulöndin vera sína helstu ógn. 10. júní 2025 13:55
Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10. júní 2025 06:37
Sjö hundruð landgönguliðar á leið til Los Angeles Mörg hundruð landgönguliðar í Kaliforníu hafa verið boðaðir til Los Angeles til að bregðast við mótmælunum sem standa þar yfir. 9. júní 2025 20:59