Umbætur í innkaupum hins opinbera á upplýsingatækni Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar 11. júní 2025 07:30 Innkaup ríkisins á upplýsingatækni hafa mikil áhrif á hvernig opinber þjónusta þróast og ekki síður hvernig nýsköpun vex. Ef ríkið skapar umgjörð fyrir markað sem byggir á jafnræði, meðalhófi og gagnsæi þar sem samkeppni ríkir skilar það sér margfalt til baka til almennings í formi skilvirkari og notendavænni opinberrar þjónustu. Innkaup á upplýsingatækni hafa undanfarin ár of oft einkennst af skorti á stefnu, ósamræmi í framkvæmd og skammtímaútfærslum. Nýlega gerði Ríkisendurskoðun stjórnsýsluúttekt á innkaupum ríkisaðila á upplýsingatækni. Samtök iðnaðarins fagna framtakinu en úttektin dregur fram mikilvægar áskoranir í opinberum innkaupum á þessu sviði. Helstu niðurstöður skýrslunnar benda til þess að skortur sé á samræmdri stefnu og yfirsýn yfir upplýsingatæknimál ríkisins, fjárfestingar í upplýsingatækni séu oft dreifðar og án nægilegs samráðs milli stofnana og þá séu tækifæri til hagræðingar og samnýtingar ekki fullnýtt. Niðurstöður Ríkisendurskoðunar ríma við upplifun félagsmanna Samtaka iðnaðarins á framkvæmd á innkaupum í upplýsingatækni hjá hinu opinbera. Um þessar mundir liggur frumvarp fyrir Alþingi um skipan upplýsingatækni í rekstri ríkisins þar sem markmiðið er að tryggja samræmda, hagkvæma, örugga og vandaða skipan upplýsingatækni ríkisins ásamt því að auka skilvirkni og gagnsæi opinberrar þjónustu. Frumvarpið er afar jákvætt skref í aukinni samræmingu í málaflokknum en gefur jafnframt tilefni til að rýna í helstu áskoranir við innkaup ríkisaðila á upplýsingatækni undanfarin ár. Framtíðarsýn í stað tilfallandi innkaupa Mikilvægt er að ábyrgð ríkisins sem stefnumótandi aðila í innkaupum á upplýsingatækni sé skýr til að koma í veg fyrir dreifstýringu og ósamræmi í framkvæmd milli stofnana. Horfa þarf á hugbúnaðarlausnir sem langtímafjárfestingu en ekki tilfallandi innkaup hverju sinni. Innleiðing hugbúnaðarlausna er stór ákvörðun og þurfa ríkisaðilar að þarfagreina og gera áætlanir til lengri tíma til að skapa fyrirsjáanleika bæði í eigin rekstri sem og í rekstri þeirra sem þróa lausnir. Eftirfylgni við útboðsskyldu Ekkert stjórnvald fer með eftirlit með framfylgd laga um opinber innkaup og er því markaðnum falið eftirlit í formi kæra til kærunefndar útboðsmála. Misbrestir hafa verið hjá ríkisaðilum gagnvart útboðsskyldu við innkaup í upplýsingatækni en gera verður ráð fyrir því að slíkt skrifist á fjarveru heildstæðrar innkaupastefnu ásamt þekkingarleysi á regluverkinu. Fyrirtæki verða að geta borið traust til ríkisaðila og að útboðsskyldu sé framfylgt þegar innkaup á nýjum lausnum eða viðhald fer fram. Hér spilar fræðsla til ríkisaðila sem og viðhorf þeirra lykilhlutverk. Mikilvægi markaðskannana Góð og hagkvæm innkaup byggja á yfirsýn og þekkingu um hvað markaðurinn býður upp á hverju sinni. Innkaup ríkisins eru þar engin undantekning en gera má betur í þeim efnum með þarfagreiningu til að sporna gegn því að þurfa að auglýsa útboð með skömmum fyrirvara af illri nauðsyn. Við undirbúning útboða gefst innkaupaaðilum kostur á að auglýsa markaðskönnun og fá þannig endurgjöf frá fyrirtækjum um tillögur að nýjum útfærslum og lausnum. Hér liggja tækifæri hjá ríkisaðilum til þess að nýta enn betur þessi verkfæri. Þannig má tryggja fullnægjandi undirbúning sem leiðir til vandaðra útboðsskilmála sem taka jafnframt mið af nútímalausnum. Þá auka markaðskannanir jafnframt gagnsæi fyrirtækja um þarfir opinberra aðila og styðja við nýsköpun og þróun lausna. Mörg útboð ríkisaðila skortir skýrar og raunhæfar kröfur um öryggi, tengingar við önnur kerfi, gagnagæði og gagnaflutning. Kröfulýsingar eru oft ófullnægjandi og byggðar á ómarkvissum undirbúningi. Bættur undirbúningur og aukin notkun markaðskannana getur stuðlað að því að ríkið viti betur hvað markaðurinn hefur upp á að bjóða áður en farið er af stað með dýrar og óljósar kröfur. Umgjörð þarf að stuðla að nýsköpun Með innleiðingu Stafræns Íslands hafa jákvæðar breytingar átt sér stað er varða stafvæðingu í þjónustu hins opinbera. Í því samhengi er mikilvægt að ríkisaðilar hafi í huga að miðlæg eining, svo sem Stafrænt Ísland, þarf að vera skilgreind sem stoð og samhæfingaraðili en ekki framkvæmdaraðili. Ríkisaðilar bjóða of oft út þróun á sérsniðnum lausnum þar sem megináherslan er á að ráða forritara fremur en að kaupa lausn sem uppfyllir einhverja tiltekna þörf. Hættan er sú að slík framkvæmd, þ.e. að kaupa tímavinnu í stað hugvits, leiði til þess að ríkið ber í auknum mæli ábyrgð á þróun, viðhaldi og áframhaldandi uppfærslum lausna sem betur færi á að útvista til fyrirtækja á markaði. Mikil og hröð þróun hefur átt sér stað undanfarin ár í upplýsingatækni og bjóða íslensk fyrirtæki upp á sérfræðiþekkingu og lausnir sem eru framúrskarandi á alþjóðavísu. Mikilvægt er að ríkið skapi starfsumhverfi þar sem nýsköpun fær að vaxa og dafna. Traust samvinna milli ríkisaðila og einkageirans er lykill að því að opinber þjónusta þróist með þarfir samfélagsins að leiðarljósi. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Lilja Björk Guðmundsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Innkaup ríkisins á upplýsingatækni hafa mikil áhrif á hvernig opinber þjónusta þróast og ekki síður hvernig nýsköpun vex. Ef ríkið skapar umgjörð fyrir markað sem byggir á jafnræði, meðalhófi og gagnsæi þar sem samkeppni ríkir skilar það sér margfalt til baka til almennings í formi skilvirkari og notendavænni opinberrar þjónustu. Innkaup á upplýsingatækni hafa undanfarin ár of oft einkennst af skorti á stefnu, ósamræmi í framkvæmd og skammtímaútfærslum. Nýlega gerði Ríkisendurskoðun stjórnsýsluúttekt á innkaupum ríkisaðila á upplýsingatækni. Samtök iðnaðarins fagna framtakinu en úttektin dregur fram mikilvægar áskoranir í opinberum innkaupum á þessu sviði. Helstu niðurstöður skýrslunnar benda til þess að skortur sé á samræmdri stefnu og yfirsýn yfir upplýsingatæknimál ríkisins, fjárfestingar í upplýsingatækni séu oft dreifðar og án nægilegs samráðs milli stofnana og þá séu tækifæri til hagræðingar og samnýtingar ekki fullnýtt. Niðurstöður Ríkisendurskoðunar ríma við upplifun félagsmanna Samtaka iðnaðarins á framkvæmd á innkaupum í upplýsingatækni hjá hinu opinbera. Um þessar mundir liggur frumvarp fyrir Alþingi um skipan upplýsingatækni í rekstri ríkisins þar sem markmiðið er að tryggja samræmda, hagkvæma, örugga og vandaða skipan upplýsingatækni ríkisins ásamt því að auka skilvirkni og gagnsæi opinberrar þjónustu. Frumvarpið er afar jákvætt skref í aukinni samræmingu í málaflokknum en gefur jafnframt tilefni til að rýna í helstu áskoranir við innkaup ríkisaðila á upplýsingatækni undanfarin ár. Framtíðarsýn í stað tilfallandi innkaupa Mikilvægt er að ábyrgð ríkisins sem stefnumótandi aðila í innkaupum á upplýsingatækni sé skýr til að koma í veg fyrir dreifstýringu og ósamræmi í framkvæmd milli stofnana. Horfa þarf á hugbúnaðarlausnir sem langtímafjárfestingu en ekki tilfallandi innkaup hverju sinni. Innleiðing hugbúnaðarlausna er stór ákvörðun og þurfa ríkisaðilar að þarfagreina og gera áætlanir til lengri tíma til að skapa fyrirsjáanleika bæði í eigin rekstri sem og í rekstri þeirra sem þróa lausnir. Eftirfylgni við útboðsskyldu Ekkert stjórnvald fer með eftirlit með framfylgd laga um opinber innkaup og er því markaðnum falið eftirlit í formi kæra til kærunefndar útboðsmála. Misbrestir hafa verið hjá ríkisaðilum gagnvart útboðsskyldu við innkaup í upplýsingatækni en gera verður ráð fyrir því að slíkt skrifist á fjarveru heildstæðrar innkaupastefnu ásamt þekkingarleysi á regluverkinu. Fyrirtæki verða að geta borið traust til ríkisaðila og að útboðsskyldu sé framfylgt þegar innkaup á nýjum lausnum eða viðhald fer fram. Hér spilar fræðsla til ríkisaðila sem og viðhorf þeirra lykilhlutverk. Mikilvægi markaðskannana Góð og hagkvæm innkaup byggja á yfirsýn og þekkingu um hvað markaðurinn býður upp á hverju sinni. Innkaup ríkisins eru þar engin undantekning en gera má betur í þeim efnum með þarfagreiningu til að sporna gegn því að þurfa að auglýsa útboð með skömmum fyrirvara af illri nauðsyn. Við undirbúning útboða gefst innkaupaaðilum kostur á að auglýsa markaðskönnun og fá þannig endurgjöf frá fyrirtækjum um tillögur að nýjum útfærslum og lausnum. Hér liggja tækifæri hjá ríkisaðilum til þess að nýta enn betur þessi verkfæri. Þannig má tryggja fullnægjandi undirbúning sem leiðir til vandaðra útboðsskilmála sem taka jafnframt mið af nútímalausnum. Þá auka markaðskannanir jafnframt gagnsæi fyrirtækja um þarfir opinberra aðila og styðja við nýsköpun og þróun lausna. Mörg útboð ríkisaðila skortir skýrar og raunhæfar kröfur um öryggi, tengingar við önnur kerfi, gagnagæði og gagnaflutning. Kröfulýsingar eru oft ófullnægjandi og byggðar á ómarkvissum undirbúningi. Bættur undirbúningur og aukin notkun markaðskannana getur stuðlað að því að ríkið viti betur hvað markaðurinn hefur upp á að bjóða áður en farið er af stað með dýrar og óljósar kröfur. Umgjörð þarf að stuðla að nýsköpun Með innleiðingu Stafræns Íslands hafa jákvæðar breytingar átt sér stað er varða stafvæðingu í þjónustu hins opinbera. Í því samhengi er mikilvægt að ríkisaðilar hafi í huga að miðlæg eining, svo sem Stafrænt Ísland, þarf að vera skilgreind sem stoð og samhæfingaraðili en ekki framkvæmdaraðili. Ríkisaðilar bjóða of oft út þróun á sérsniðnum lausnum þar sem megináherslan er á að ráða forritara fremur en að kaupa lausn sem uppfyllir einhverja tiltekna þörf. Hættan er sú að slík framkvæmd, þ.e. að kaupa tímavinnu í stað hugvits, leiði til þess að ríkið ber í auknum mæli ábyrgð á þróun, viðhaldi og áframhaldandi uppfærslum lausna sem betur færi á að útvista til fyrirtækja á markaði. Mikil og hröð þróun hefur átt sér stað undanfarin ár í upplýsingatækni og bjóða íslensk fyrirtæki upp á sérfræðiþekkingu og lausnir sem eru framúrskarandi á alþjóðavísu. Mikilvægt er að ríkið skapi starfsumhverfi þar sem nýsköpun fær að vaxa og dafna. Traust samvinna milli ríkisaðila og einkageirans er lykill að því að opinber þjónusta þróist með þarfir samfélagsins að leiðarljósi. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun