Grunur um íkveikju á Hjarðarhaga Árni Sæberg skrifar 10. júní 2025 13:40 Mikill eldur kviknaði í kjallaranum þann 22. maí. Vísir/Anton Brink Umtalsvert magn bensíns fannst í sýnum sem tekin voru á vettvangi mannskæðs eldsvoða að Hjarðarhaga í Reykjavík. Tveir létust í brunanum og grunur er uppi um að kveikt hafi verið í. Þann 22. maí síðastliðinn kviknaði mikill eldur í kjallara fjölbýlishúss að Hjarðarhaga í Vesturbænum með þeim afleiðingum að tveir íbúar kjallarans létust. Þriðji maður komst út við illan leik og sá fjórði var fjarri heimili sínu. Bensínbrúsar í kjallaranum Vísir greindi frá því daginn eftir brunann að talsvert magn bensínbrúsa hefði fundist inni í kjallaranum og að lögregla rannsakaði meðal annars hvor kveikt hefði verið í. Rannsókn tæknideildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur nú staðfest að bensín hafi verið á vettvangi. E. Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að umtalsvert magn bensíns hafi verið sýnum sem tekin voru á vettvangi. Enginn grunaður að svo stöddu Agnes segir að bensín á vettvangi veki grun lögreglu um að kveikt hafi verið í af ásetningi og það sé nú til rannsóknar. Þó sé of snemmt að segja til um það hvort einhver sé grunaður um að hafa lagt eld að kjallaranum. Sári Morg Gergö, sem komst lífs af úr brunanum, hefur greint frá því að hann gruni meðleigjandi sinn til margra ára um að hafa kveikt í kjallaranum með bensíni og gashylkjum. Meðleigjandinn, bandarískur karlmaður, lést í brunanum ásamt vini Sára frá Tékklandi. Eldsvoði á Hjarðarhaga Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Þann 22. maí síðastliðinn kviknaði mikill eldur í kjallara fjölbýlishúss að Hjarðarhaga í Vesturbænum með þeim afleiðingum að tveir íbúar kjallarans létust. Þriðji maður komst út við illan leik og sá fjórði var fjarri heimili sínu. Bensínbrúsar í kjallaranum Vísir greindi frá því daginn eftir brunann að talsvert magn bensínbrúsa hefði fundist inni í kjallaranum og að lögregla rannsakaði meðal annars hvor kveikt hefði verið í. Rannsókn tæknideildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur nú staðfest að bensín hafi verið á vettvangi. E. Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að umtalsvert magn bensíns hafi verið sýnum sem tekin voru á vettvangi. Enginn grunaður að svo stöddu Agnes segir að bensín á vettvangi veki grun lögreglu um að kveikt hafi verið í af ásetningi og það sé nú til rannsóknar. Þó sé of snemmt að segja til um það hvort einhver sé grunaður um að hafa lagt eld að kjallaranum. Sári Morg Gergö, sem komst lífs af úr brunanum, hefur greint frá því að hann gruni meðleigjandi sinn til margra ára um að hafa kveikt í kjallaranum með bensíni og gashylkjum. Meðleigjandinn, bandarískur karlmaður, lést í brunanum ásamt vini Sára frá Tékklandi.
Eldsvoði á Hjarðarhaga Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira