Austurland skilar verðmætum – innviðirnir þurfa að fylgja Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 10. júní 2025 06:30 Austurland gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku atvinnu og efnahagslífi. Þrátt fyrir að um 3% þjóðarinnar búi þar, stendur svæðið undir tæplega fjórðungi af heildarvöruútflutningsverðmæti Íslands. Segja má því að hver íbúi Austurlands, framleiði tífalt á við íbúa annars staðar á landinu. Þar fer fram öflug framleiðsla og úrvinnsla í sjávarútvegi og álframleiðslu, sem skilar þjóðarbúinu gjaldeyri, störfum og skatttekjum. Til að þessi þróun haldi áfram – og ný tækifæri nýtist – þarf að styrkja innviði svæðisins. Útflutningur og atvinnulífSjávarútvegs og fiskeldisfyrirtæki á Austurlandi skila um 21,7% af verðmæti útfluttra sjávarafurða landsins. Álframleiðsla Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði stendur undir 35,5% af útfluttri álframleiðslu. Samtals nemur útflutningsframlag Austurlands því um fjórðungi af heildarverðmæti íslensks útflutnings. Þetta hlutfall er einstakt í alþjóðlegum samanburði – fá svæði með jafn fámennan íbúafjölda skila sambærilegu framlagi. Þetta er afrakstur áralangrar uppbyggingar og staðbundins frumkvæðis.En til að viðhalda og auka þessa verðmætasköpun þarf að bæta aðgengi, flutningsleiðir og grunnþjónustu. Jafnframt þarf að gæta þess að ytri skilyrði atvinnulífsins – s.s. skattlagning, gjaldtaka og regluverk – styðji við frekari uppbyggingu í stað þess að draga úr samkeppnishæfni.Aukin skattheimta og gjöld sem lögð eru á starfsemi á svæðinu, hvort sem er í sjávarútvegi, orkunýtingu eða ferðaþjónustu, eru ekki líkleg til að auka verðmætasköpun – hvorki á Austurlandi né annars staðar á landinu – heldur geta þau staðið í vegi fyrir nauðsynlegum fjárfestingum og þróun.Innviðir sem takmarka möguleikaSamgöngur á Austurlandi eru víða ófullnægjandi. Fjallvegir eru oft torfærir yfir veturinn og mikilvægar tengingar innan svæðisins eru oft háðar veðri og árstíðum. Nánast ónýtur Suðurfjarðarvegur með einbreiðum brúm dregur verulega úr öryggi og greiðfærni milli byggðarlaga á Austurlandi, hamlar atvinnulífi og takmarkar möguleika til vaxtar og þróunar á svæðinu. Fjarskipti og raforkudreifing eru ekki alltaf í takt við þarfir nýrrar atvinnustarfsemi. Þá glímir heilbrigðisþjónusta og menntakerfi svæðisins við skort á mannafla og aðstöðu, sem hefur áhrif á búsetuskilyrði og hæfni til að laða að nýtt fólk.Sérstaklega ber að nefna stöðu EgilsstaðaflugvallarFlugvöllurinn er lykilinnviður fyrir allt Austurland, bæði fyrir farþega og vöru. Hann hefur burði til að gegna stærra hlutverki í millilandaflugi og útflutningi, en til þess þarf að bæta aðstöðu þannig að stærri flugvélar geti nýtt völlinn með reglubundnum hætti. Þetta myndi styðja við bæði ferðaþjónustu og útflutning á ferskum afurðum, auk þess að styrkja öryggis- og viðbragðskerfi svæðisins.Skýr ávinningur af framkvæmdumFjárfesting í innviðum á Austurlandi er framkvæmanleg leið til að styðja við áframhaldandi verðmætasköpun. Með bættum samgöngum, flugvelli og grunnþjónustu skapast skilyrði fyrir:- Frekari úrvinnslu og nýtingu sjávarafurða - Nýsköpun og þróun í grænum iðnaði - Aukna möguleika í ferðaþjónustu og flugi - Sterkari byggð sem heldur í ungt fólk og laðar að nýja íbúa Austurland hefur sýnt að það getur skilað miklu með litlum mannfjölda. Með markvissum umbótum á innviðum og stöðugu rekstrarumhverfi má tryggja að svæðið haldi áfram að vera drifkraftur í íslensku efnahagslífi.Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Egilsstaðaflugvöllur Skattar og tollar Fiskeldi Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Austurland gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku atvinnu og efnahagslífi. Þrátt fyrir að um 3% þjóðarinnar búi þar, stendur svæðið undir tæplega fjórðungi af heildarvöruútflutningsverðmæti Íslands. Segja má því að hver íbúi Austurlands, framleiði tífalt á við íbúa annars staðar á landinu. Þar fer fram öflug framleiðsla og úrvinnsla í sjávarútvegi og álframleiðslu, sem skilar þjóðarbúinu gjaldeyri, störfum og skatttekjum. Til að þessi þróun haldi áfram – og ný tækifæri nýtist – þarf að styrkja innviði svæðisins. Útflutningur og atvinnulífSjávarútvegs og fiskeldisfyrirtæki á Austurlandi skila um 21,7% af verðmæti útfluttra sjávarafurða landsins. Álframleiðsla Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði stendur undir 35,5% af útfluttri álframleiðslu. Samtals nemur útflutningsframlag Austurlands því um fjórðungi af heildarverðmæti íslensks útflutnings. Þetta hlutfall er einstakt í alþjóðlegum samanburði – fá svæði með jafn fámennan íbúafjölda skila sambærilegu framlagi. Þetta er afrakstur áralangrar uppbyggingar og staðbundins frumkvæðis.En til að viðhalda og auka þessa verðmætasköpun þarf að bæta aðgengi, flutningsleiðir og grunnþjónustu. Jafnframt þarf að gæta þess að ytri skilyrði atvinnulífsins – s.s. skattlagning, gjaldtaka og regluverk – styðji við frekari uppbyggingu í stað þess að draga úr samkeppnishæfni.Aukin skattheimta og gjöld sem lögð eru á starfsemi á svæðinu, hvort sem er í sjávarútvegi, orkunýtingu eða ferðaþjónustu, eru ekki líkleg til að auka verðmætasköpun – hvorki á Austurlandi né annars staðar á landinu – heldur geta þau staðið í vegi fyrir nauðsynlegum fjárfestingum og þróun.Innviðir sem takmarka möguleikaSamgöngur á Austurlandi eru víða ófullnægjandi. Fjallvegir eru oft torfærir yfir veturinn og mikilvægar tengingar innan svæðisins eru oft háðar veðri og árstíðum. Nánast ónýtur Suðurfjarðarvegur með einbreiðum brúm dregur verulega úr öryggi og greiðfærni milli byggðarlaga á Austurlandi, hamlar atvinnulífi og takmarkar möguleika til vaxtar og þróunar á svæðinu. Fjarskipti og raforkudreifing eru ekki alltaf í takt við þarfir nýrrar atvinnustarfsemi. Þá glímir heilbrigðisþjónusta og menntakerfi svæðisins við skort á mannafla og aðstöðu, sem hefur áhrif á búsetuskilyrði og hæfni til að laða að nýtt fólk.Sérstaklega ber að nefna stöðu EgilsstaðaflugvallarFlugvöllurinn er lykilinnviður fyrir allt Austurland, bæði fyrir farþega og vöru. Hann hefur burði til að gegna stærra hlutverki í millilandaflugi og útflutningi, en til þess þarf að bæta aðstöðu þannig að stærri flugvélar geti nýtt völlinn með reglubundnum hætti. Þetta myndi styðja við bæði ferðaþjónustu og útflutning á ferskum afurðum, auk þess að styrkja öryggis- og viðbragðskerfi svæðisins.Skýr ávinningur af framkvæmdumFjárfesting í innviðum á Austurlandi er framkvæmanleg leið til að styðja við áframhaldandi verðmætasköpun. Með bættum samgöngum, flugvelli og grunnþjónustu skapast skilyrði fyrir:- Frekari úrvinnslu og nýtingu sjávarafurða - Nýsköpun og þróun í grænum iðnaði - Aukna möguleika í ferðaþjónustu og flugi - Sterkari byggð sem heldur í ungt fólk og laðar að nýja íbúa Austurland hefur sýnt að það getur skilað miklu með litlum mannfjölda. Með markvissum umbótum á innviðum og stöðugu rekstrarumhverfi má tryggja að svæðið haldi áfram að vera drifkraftur í íslensku efnahagslífi.Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar