Austurland skilar verðmætum – innviðirnir þurfa að fylgja Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 10. júní 2025 06:30 Austurland gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku atvinnu og efnahagslífi. Þrátt fyrir að um 3% þjóðarinnar búi þar, stendur svæðið undir tæplega fjórðungi af heildarvöruútflutningsverðmæti Íslands. Segja má því að hver íbúi Austurlands, framleiði tífalt á við íbúa annars staðar á landinu. Þar fer fram öflug framleiðsla og úrvinnsla í sjávarútvegi og álframleiðslu, sem skilar þjóðarbúinu gjaldeyri, störfum og skatttekjum. Til að þessi þróun haldi áfram – og ný tækifæri nýtist – þarf að styrkja innviði svæðisins. Útflutningur og atvinnulífSjávarútvegs og fiskeldisfyrirtæki á Austurlandi skila um 21,7% af verðmæti útfluttra sjávarafurða landsins. Álframleiðsla Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði stendur undir 35,5% af útfluttri álframleiðslu. Samtals nemur útflutningsframlag Austurlands því um fjórðungi af heildarverðmæti íslensks útflutnings. Þetta hlutfall er einstakt í alþjóðlegum samanburði – fá svæði með jafn fámennan íbúafjölda skila sambærilegu framlagi. Þetta er afrakstur áralangrar uppbyggingar og staðbundins frumkvæðis.En til að viðhalda og auka þessa verðmætasköpun þarf að bæta aðgengi, flutningsleiðir og grunnþjónustu. Jafnframt þarf að gæta þess að ytri skilyrði atvinnulífsins – s.s. skattlagning, gjaldtaka og regluverk – styðji við frekari uppbyggingu í stað þess að draga úr samkeppnishæfni.Aukin skattheimta og gjöld sem lögð eru á starfsemi á svæðinu, hvort sem er í sjávarútvegi, orkunýtingu eða ferðaþjónustu, eru ekki líkleg til að auka verðmætasköpun – hvorki á Austurlandi né annars staðar á landinu – heldur geta þau staðið í vegi fyrir nauðsynlegum fjárfestingum og þróun.Innviðir sem takmarka möguleikaSamgöngur á Austurlandi eru víða ófullnægjandi. Fjallvegir eru oft torfærir yfir veturinn og mikilvægar tengingar innan svæðisins eru oft háðar veðri og árstíðum. Nánast ónýtur Suðurfjarðarvegur með einbreiðum brúm dregur verulega úr öryggi og greiðfærni milli byggðarlaga á Austurlandi, hamlar atvinnulífi og takmarkar möguleika til vaxtar og þróunar á svæðinu. Fjarskipti og raforkudreifing eru ekki alltaf í takt við þarfir nýrrar atvinnustarfsemi. Þá glímir heilbrigðisþjónusta og menntakerfi svæðisins við skort á mannafla og aðstöðu, sem hefur áhrif á búsetuskilyrði og hæfni til að laða að nýtt fólk.Sérstaklega ber að nefna stöðu EgilsstaðaflugvallarFlugvöllurinn er lykilinnviður fyrir allt Austurland, bæði fyrir farþega og vöru. Hann hefur burði til að gegna stærra hlutverki í millilandaflugi og útflutningi, en til þess þarf að bæta aðstöðu þannig að stærri flugvélar geti nýtt völlinn með reglubundnum hætti. Þetta myndi styðja við bæði ferðaþjónustu og útflutning á ferskum afurðum, auk þess að styrkja öryggis- og viðbragðskerfi svæðisins.Skýr ávinningur af framkvæmdumFjárfesting í innviðum á Austurlandi er framkvæmanleg leið til að styðja við áframhaldandi verðmætasköpun. Með bættum samgöngum, flugvelli og grunnþjónustu skapast skilyrði fyrir:- Frekari úrvinnslu og nýtingu sjávarafurða - Nýsköpun og þróun í grænum iðnaði - Aukna möguleika í ferðaþjónustu og flugi - Sterkari byggð sem heldur í ungt fólk og laðar að nýja íbúa Austurland hefur sýnt að það getur skilað miklu með litlum mannfjölda. Með markvissum umbótum á innviðum og stöðugu rekstrarumhverfi má tryggja að svæðið haldi áfram að vera drifkraftur í íslensku efnahagslífi.Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Egilsstaðaflugvöllur Skattar og tollar Fiskeldi Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Austurland gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku atvinnu og efnahagslífi. Þrátt fyrir að um 3% þjóðarinnar búi þar, stendur svæðið undir tæplega fjórðungi af heildarvöruútflutningsverðmæti Íslands. Segja má því að hver íbúi Austurlands, framleiði tífalt á við íbúa annars staðar á landinu. Þar fer fram öflug framleiðsla og úrvinnsla í sjávarútvegi og álframleiðslu, sem skilar þjóðarbúinu gjaldeyri, störfum og skatttekjum. Til að þessi þróun haldi áfram – og ný tækifæri nýtist – þarf að styrkja innviði svæðisins. Útflutningur og atvinnulífSjávarútvegs og fiskeldisfyrirtæki á Austurlandi skila um 21,7% af verðmæti útfluttra sjávarafurða landsins. Álframleiðsla Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði stendur undir 35,5% af útfluttri álframleiðslu. Samtals nemur útflutningsframlag Austurlands því um fjórðungi af heildarverðmæti íslensks útflutnings. Þetta hlutfall er einstakt í alþjóðlegum samanburði – fá svæði með jafn fámennan íbúafjölda skila sambærilegu framlagi. Þetta er afrakstur áralangrar uppbyggingar og staðbundins frumkvæðis.En til að viðhalda og auka þessa verðmætasköpun þarf að bæta aðgengi, flutningsleiðir og grunnþjónustu. Jafnframt þarf að gæta þess að ytri skilyrði atvinnulífsins – s.s. skattlagning, gjaldtaka og regluverk – styðji við frekari uppbyggingu í stað þess að draga úr samkeppnishæfni.Aukin skattheimta og gjöld sem lögð eru á starfsemi á svæðinu, hvort sem er í sjávarútvegi, orkunýtingu eða ferðaþjónustu, eru ekki líkleg til að auka verðmætasköpun – hvorki á Austurlandi né annars staðar á landinu – heldur geta þau staðið í vegi fyrir nauðsynlegum fjárfestingum og þróun.Innviðir sem takmarka möguleikaSamgöngur á Austurlandi eru víða ófullnægjandi. Fjallvegir eru oft torfærir yfir veturinn og mikilvægar tengingar innan svæðisins eru oft háðar veðri og árstíðum. Nánast ónýtur Suðurfjarðarvegur með einbreiðum brúm dregur verulega úr öryggi og greiðfærni milli byggðarlaga á Austurlandi, hamlar atvinnulífi og takmarkar möguleika til vaxtar og þróunar á svæðinu. Fjarskipti og raforkudreifing eru ekki alltaf í takt við þarfir nýrrar atvinnustarfsemi. Þá glímir heilbrigðisþjónusta og menntakerfi svæðisins við skort á mannafla og aðstöðu, sem hefur áhrif á búsetuskilyrði og hæfni til að laða að nýtt fólk.Sérstaklega ber að nefna stöðu EgilsstaðaflugvallarFlugvöllurinn er lykilinnviður fyrir allt Austurland, bæði fyrir farþega og vöru. Hann hefur burði til að gegna stærra hlutverki í millilandaflugi og útflutningi, en til þess þarf að bæta aðstöðu þannig að stærri flugvélar geti nýtt völlinn með reglubundnum hætti. Þetta myndi styðja við bæði ferðaþjónustu og útflutning á ferskum afurðum, auk þess að styrkja öryggis- og viðbragðskerfi svæðisins.Skýr ávinningur af framkvæmdumFjárfesting í innviðum á Austurlandi er framkvæmanleg leið til að styðja við áframhaldandi verðmætasköpun. Með bættum samgöngum, flugvelli og grunnþjónustu skapast skilyrði fyrir:- Frekari úrvinnslu og nýtingu sjávarafurða - Nýsköpun og þróun í grænum iðnaði - Aukna möguleika í ferðaþjónustu og flugi - Sterkari byggð sem heldur í ungt fólk og laðar að nýja íbúa Austurland hefur sýnt að það getur skilað miklu með litlum mannfjölda. Með markvissum umbótum á innviðum og stöðugu rekstrarumhverfi má tryggja að svæðið haldi áfram að vera drifkraftur í íslensku efnahagslífi.Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun