Austurland skilar verðmætum – innviðirnir þurfa að fylgja Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 10. júní 2025 06:30 Austurland gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku atvinnu og efnahagslífi. Þrátt fyrir að um 3% þjóðarinnar búi þar, stendur svæðið undir tæplega fjórðungi af heildarvöruútflutningsverðmæti Íslands. Segja má því að hver íbúi Austurlands, framleiði tífalt á við íbúa annars staðar á landinu. Þar fer fram öflug framleiðsla og úrvinnsla í sjávarútvegi og álframleiðslu, sem skilar þjóðarbúinu gjaldeyri, störfum og skatttekjum. Til að þessi þróun haldi áfram – og ný tækifæri nýtist – þarf að styrkja innviði svæðisins. Útflutningur og atvinnulífSjávarútvegs og fiskeldisfyrirtæki á Austurlandi skila um 21,7% af verðmæti útfluttra sjávarafurða landsins. Álframleiðsla Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði stendur undir 35,5% af útfluttri álframleiðslu. Samtals nemur útflutningsframlag Austurlands því um fjórðungi af heildarverðmæti íslensks útflutnings. Þetta hlutfall er einstakt í alþjóðlegum samanburði – fá svæði með jafn fámennan íbúafjölda skila sambærilegu framlagi. Þetta er afrakstur áralangrar uppbyggingar og staðbundins frumkvæðis.En til að viðhalda og auka þessa verðmætasköpun þarf að bæta aðgengi, flutningsleiðir og grunnþjónustu. Jafnframt þarf að gæta þess að ytri skilyrði atvinnulífsins – s.s. skattlagning, gjaldtaka og regluverk – styðji við frekari uppbyggingu í stað þess að draga úr samkeppnishæfni.Aukin skattheimta og gjöld sem lögð eru á starfsemi á svæðinu, hvort sem er í sjávarútvegi, orkunýtingu eða ferðaþjónustu, eru ekki líkleg til að auka verðmætasköpun – hvorki á Austurlandi né annars staðar á landinu – heldur geta þau staðið í vegi fyrir nauðsynlegum fjárfestingum og þróun.Innviðir sem takmarka möguleikaSamgöngur á Austurlandi eru víða ófullnægjandi. Fjallvegir eru oft torfærir yfir veturinn og mikilvægar tengingar innan svæðisins eru oft háðar veðri og árstíðum. Nánast ónýtur Suðurfjarðarvegur með einbreiðum brúm dregur verulega úr öryggi og greiðfærni milli byggðarlaga á Austurlandi, hamlar atvinnulífi og takmarkar möguleika til vaxtar og þróunar á svæðinu. Fjarskipti og raforkudreifing eru ekki alltaf í takt við þarfir nýrrar atvinnustarfsemi. Þá glímir heilbrigðisþjónusta og menntakerfi svæðisins við skort á mannafla og aðstöðu, sem hefur áhrif á búsetuskilyrði og hæfni til að laða að nýtt fólk.Sérstaklega ber að nefna stöðu EgilsstaðaflugvallarFlugvöllurinn er lykilinnviður fyrir allt Austurland, bæði fyrir farþega og vöru. Hann hefur burði til að gegna stærra hlutverki í millilandaflugi og útflutningi, en til þess þarf að bæta aðstöðu þannig að stærri flugvélar geti nýtt völlinn með reglubundnum hætti. Þetta myndi styðja við bæði ferðaþjónustu og útflutning á ferskum afurðum, auk þess að styrkja öryggis- og viðbragðskerfi svæðisins.Skýr ávinningur af framkvæmdumFjárfesting í innviðum á Austurlandi er framkvæmanleg leið til að styðja við áframhaldandi verðmætasköpun. Með bættum samgöngum, flugvelli og grunnþjónustu skapast skilyrði fyrir:- Frekari úrvinnslu og nýtingu sjávarafurða - Nýsköpun og þróun í grænum iðnaði - Aukna möguleika í ferðaþjónustu og flugi - Sterkari byggð sem heldur í ungt fólk og laðar að nýja íbúa Austurland hefur sýnt að það getur skilað miklu með litlum mannfjölda. Með markvissum umbótum á innviðum og stöðugu rekstrarumhverfi má tryggja að svæðið haldi áfram að vera drifkraftur í íslensku efnahagslífi.Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Egilsstaðaflugvöllur Skattar og tollar Fiskeldi Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Austurland gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku atvinnu og efnahagslífi. Þrátt fyrir að um 3% þjóðarinnar búi þar, stendur svæðið undir tæplega fjórðungi af heildarvöruútflutningsverðmæti Íslands. Segja má því að hver íbúi Austurlands, framleiði tífalt á við íbúa annars staðar á landinu. Þar fer fram öflug framleiðsla og úrvinnsla í sjávarútvegi og álframleiðslu, sem skilar þjóðarbúinu gjaldeyri, störfum og skatttekjum. Til að þessi þróun haldi áfram – og ný tækifæri nýtist – þarf að styrkja innviði svæðisins. Útflutningur og atvinnulífSjávarútvegs og fiskeldisfyrirtæki á Austurlandi skila um 21,7% af verðmæti útfluttra sjávarafurða landsins. Álframleiðsla Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði stendur undir 35,5% af útfluttri álframleiðslu. Samtals nemur útflutningsframlag Austurlands því um fjórðungi af heildarverðmæti íslensks útflutnings. Þetta hlutfall er einstakt í alþjóðlegum samanburði – fá svæði með jafn fámennan íbúafjölda skila sambærilegu framlagi. Þetta er afrakstur áralangrar uppbyggingar og staðbundins frumkvæðis.En til að viðhalda og auka þessa verðmætasköpun þarf að bæta aðgengi, flutningsleiðir og grunnþjónustu. Jafnframt þarf að gæta þess að ytri skilyrði atvinnulífsins – s.s. skattlagning, gjaldtaka og regluverk – styðji við frekari uppbyggingu í stað þess að draga úr samkeppnishæfni.Aukin skattheimta og gjöld sem lögð eru á starfsemi á svæðinu, hvort sem er í sjávarútvegi, orkunýtingu eða ferðaþjónustu, eru ekki líkleg til að auka verðmætasköpun – hvorki á Austurlandi né annars staðar á landinu – heldur geta þau staðið í vegi fyrir nauðsynlegum fjárfestingum og þróun.Innviðir sem takmarka möguleikaSamgöngur á Austurlandi eru víða ófullnægjandi. Fjallvegir eru oft torfærir yfir veturinn og mikilvægar tengingar innan svæðisins eru oft háðar veðri og árstíðum. Nánast ónýtur Suðurfjarðarvegur með einbreiðum brúm dregur verulega úr öryggi og greiðfærni milli byggðarlaga á Austurlandi, hamlar atvinnulífi og takmarkar möguleika til vaxtar og þróunar á svæðinu. Fjarskipti og raforkudreifing eru ekki alltaf í takt við þarfir nýrrar atvinnustarfsemi. Þá glímir heilbrigðisþjónusta og menntakerfi svæðisins við skort á mannafla og aðstöðu, sem hefur áhrif á búsetuskilyrði og hæfni til að laða að nýtt fólk.Sérstaklega ber að nefna stöðu EgilsstaðaflugvallarFlugvöllurinn er lykilinnviður fyrir allt Austurland, bæði fyrir farþega og vöru. Hann hefur burði til að gegna stærra hlutverki í millilandaflugi og útflutningi, en til þess þarf að bæta aðstöðu þannig að stærri flugvélar geti nýtt völlinn með reglubundnum hætti. Þetta myndi styðja við bæði ferðaþjónustu og útflutning á ferskum afurðum, auk þess að styrkja öryggis- og viðbragðskerfi svæðisins.Skýr ávinningur af framkvæmdumFjárfesting í innviðum á Austurlandi er framkvæmanleg leið til að styðja við áframhaldandi verðmætasköpun. Með bættum samgöngum, flugvelli og grunnþjónustu skapast skilyrði fyrir:- Frekari úrvinnslu og nýtingu sjávarafurða - Nýsköpun og þróun í grænum iðnaði - Aukna möguleika í ferðaþjónustu og flugi - Sterkari byggð sem heldur í ungt fólk og laðar að nýja íbúa Austurland hefur sýnt að það getur skilað miklu með litlum mannfjölda. Með markvissum umbótum á innviðum og stöðugu rekstrarumhverfi má tryggja að svæðið haldi áfram að vera drifkraftur í íslensku efnahagslífi.Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun