Við erum 40 árum á eftir Einar Sverrisson skrifar 8. júní 2025 22:00 Það var bæði sárt og sláandi að lesa nýjustu fréttir af því að ríkisstjórnin hafi ákveðið að hætta við þegar tryggða fjármögnun til að stækka fjóra íslenska verk- og starfsnámskóla. Þetta átti að vera raunverulegt framfaraskref en nú hefur verið stigið á bremsuna og í raun bakkað enn á ný. Samningar höfðu verið undirritaðir, sveitarfélögin tilbúin, allt í farvegi en nú á ekkert að verða af þessu. Þrátt fyrir mikla eftirspurn og skort á iðnmenntuðu fólki þetta eru ekki bara vonbrigði þetta er skýr áminning að lausnin kemur ekki ofan frá. 1. Verkmenntaskólar sem frímerki – staðan er alvarlegStaðan sem blasir við í verkmenntun á Íslandi árið 2025 er grafalvarleg. Skólar eru yfirfullir, aðstaðan niðurnídd og húsnæði sem var ætlað tímabundið fyrir 30–40 árum er enn í notkun með lítilli sem engri viðhalds- eða framtíðarsýn. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti var reistur 1975 viðbót sem átti að rísa 10 árum síðar hefur aldrei verið byggð.Iðnskólinn í Reykjavík hefur misst helminginn af sinni aðstöðu.Á Ísafirði átti að rísa 1.000 fermetra nýbygging sem nú hefur verið skorin niður í 600 fermetra og krafist er sérstakrar þarfagreiningar á hverjum einasta fermetra. Þetta er eins og að láta skurðlækni skila inn rökstuðningi fyrir hverju skurðarhnífsblaði á meðan aðrir fá heilt sjúkrahús án spurninga. 2. Við köllum þetta smíðar en þetta er bara föndurSem fyrrum smíðakennari á grunnskólastigi veit ég að þetta vandamál byrjar miklu fyrr en í framhaldsskóla. Það er meira en 40 ár síðan smíðar og önnur verkleg kennsla var sinnt af fagfólki með almennilega aðstöðu í flestum grunnskólum landsins.Í dag er „smíðakennsla“ oft lítið annað en föndur í afgangsrými. Það vantar bæði tæki og aðstöðu en fyrst og fremst virðingu fyrir greininni.Skólastjórar og kennarar vilja gera betur. En þeir fá hvorki stuðning né fjármuni áherslan er öll á bóknám verkmenntun hefur orðið jaðarsett innan menntakerfisins. 3. Einu sinni var þetta sjálfsagt nú er það orðin baráttaÞað gleymist að þetta var áður hluti af eðlilegu samfélagslífi einu sinni voru iðnskólar og verkleg aðstaða í nær hverju einasta bæjarfélagi á landinu.Það þótti sjálfsagt að ungt fólk lærði að byggja, rafvæða, smíða og lagfæra. Skólar voru hluti af samfélaginu og samfélagið hluti af skólunum þetta var ekki flókið.Í dag er þetta flækt, tafið og kæft af kerfinu. Það þarf þarfagreiningar, langa ferla, samþykktir og endalausa endurskoðun. Hver fermetri þarf réttlætingu eins og þetta séu byggingar sem þjóðin geti ekki staðið undir.Það er algjörlega fráleitt við höfum flækt þetta en þetta er ekkert flókið það þarf bara vilja. 4. Lausnin kemur ekki frá ríkinu hún kemur frá okkurVið verðum að horfast í augu við staðreyndir ríkið ætlar sér ekki að byggja þessa skóla, það ætlar sér ekki að endurreisa verkmenntun. Það hefur haft fjóra áratugi til þess og ekki staðið við loforðin.Þess vegna þarf að hreyfa við öðrum öflum. Við þurfum að kalla til sveitarfélög, atvinnulífið, sjóði, einkaaðila, foreldra og þá sem bera raunverulegan hug til iðnmenntunar. Við þurfum nýtt samstarf, nýja hugsun og nýja leið.Við getum ekki byggt undir atvinnulífið með tómum loforðum. Við getum ekki haldið áfram að horfa upp á ungmenni sem vilja vinna með höndunum en fá engin tæki til þess. Við verðum að gera þetta sjálf. 5. Þetta er síðasta viðvöruninVið erum ekki að krefjast óraunhæfra hluta. Við erum að biðja um það allra einfaldasta að unga fólkið okkar fái að mennta sig í greinum sem halda samfélaginu gangandi að það fái húsnæði, tæki og kennslu. Ef við gerum ekkert núna, þá gerist ekkert þetta er síðasta viðvörunin. Við getum ekki treyst á ríkisstjórn sem hliðrar fjárlögum í sífellu við getum ekki lagt framtíð iðnnáms í hendur kerfis sem hefur hafnað því í fjóra áratugi. Ef við gerum þetta ekki þá verður það ekki gert. Þess vegna er kominn tími til að hætta að spyrja stjórnvöld hvað þau ætli að gera og byrja að spyrja hvert annað hvað ætlum við að gera? Við verðum að byggja þessa framtíð sjálf með okkar eigin höndum við verðum að byrja í dag. Höfundur er húsasmiður og kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Sjá meira
Það var bæði sárt og sláandi að lesa nýjustu fréttir af því að ríkisstjórnin hafi ákveðið að hætta við þegar tryggða fjármögnun til að stækka fjóra íslenska verk- og starfsnámskóla. Þetta átti að vera raunverulegt framfaraskref en nú hefur verið stigið á bremsuna og í raun bakkað enn á ný. Samningar höfðu verið undirritaðir, sveitarfélögin tilbúin, allt í farvegi en nú á ekkert að verða af þessu. Þrátt fyrir mikla eftirspurn og skort á iðnmenntuðu fólki þetta eru ekki bara vonbrigði þetta er skýr áminning að lausnin kemur ekki ofan frá. 1. Verkmenntaskólar sem frímerki – staðan er alvarlegStaðan sem blasir við í verkmenntun á Íslandi árið 2025 er grafalvarleg. Skólar eru yfirfullir, aðstaðan niðurnídd og húsnæði sem var ætlað tímabundið fyrir 30–40 árum er enn í notkun með lítilli sem engri viðhalds- eða framtíðarsýn. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti var reistur 1975 viðbót sem átti að rísa 10 árum síðar hefur aldrei verið byggð.Iðnskólinn í Reykjavík hefur misst helminginn af sinni aðstöðu.Á Ísafirði átti að rísa 1.000 fermetra nýbygging sem nú hefur verið skorin niður í 600 fermetra og krafist er sérstakrar þarfagreiningar á hverjum einasta fermetra. Þetta er eins og að láta skurðlækni skila inn rökstuðningi fyrir hverju skurðarhnífsblaði á meðan aðrir fá heilt sjúkrahús án spurninga. 2. Við köllum þetta smíðar en þetta er bara föndurSem fyrrum smíðakennari á grunnskólastigi veit ég að þetta vandamál byrjar miklu fyrr en í framhaldsskóla. Það er meira en 40 ár síðan smíðar og önnur verkleg kennsla var sinnt af fagfólki með almennilega aðstöðu í flestum grunnskólum landsins.Í dag er „smíðakennsla“ oft lítið annað en föndur í afgangsrými. Það vantar bæði tæki og aðstöðu en fyrst og fremst virðingu fyrir greininni.Skólastjórar og kennarar vilja gera betur. En þeir fá hvorki stuðning né fjármuni áherslan er öll á bóknám verkmenntun hefur orðið jaðarsett innan menntakerfisins. 3. Einu sinni var þetta sjálfsagt nú er það orðin baráttaÞað gleymist að þetta var áður hluti af eðlilegu samfélagslífi einu sinni voru iðnskólar og verkleg aðstaða í nær hverju einasta bæjarfélagi á landinu.Það þótti sjálfsagt að ungt fólk lærði að byggja, rafvæða, smíða og lagfæra. Skólar voru hluti af samfélaginu og samfélagið hluti af skólunum þetta var ekki flókið.Í dag er þetta flækt, tafið og kæft af kerfinu. Það þarf þarfagreiningar, langa ferla, samþykktir og endalausa endurskoðun. Hver fermetri þarf réttlætingu eins og þetta séu byggingar sem þjóðin geti ekki staðið undir.Það er algjörlega fráleitt við höfum flækt þetta en þetta er ekkert flókið það þarf bara vilja. 4. Lausnin kemur ekki frá ríkinu hún kemur frá okkurVið verðum að horfast í augu við staðreyndir ríkið ætlar sér ekki að byggja þessa skóla, það ætlar sér ekki að endurreisa verkmenntun. Það hefur haft fjóra áratugi til þess og ekki staðið við loforðin.Þess vegna þarf að hreyfa við öðrum öflum. Við þurfum að kalla til sveitarfélög, atvinnulífið, sjóði, einkaaðila, foreldra og þá sem bera raunverulegan hug til iðnmenntunar. Við þurfum nýtt samstarf, nýja hugsun og nýja leið.Við getum ekki byggt undir atvinnulífið með tómum loforðum. Við getum ekki haldið áfram að horfa upp á ungmenni sem vilja vinna með höndunum en fá engin tæki til þess. Við verðum að gera þetta sjálf. 5. Þetta er síðasta viðvöruninVið erum ekki að krefjast óraunhæfra hluta. Við erum að biðja um það allra einfaldasta að unga fólkið okkar fái að mennta sig í greinum sem halda samfélaginu gangandi að það fái húsnæði, tæki og kennslu. Ef við gerum ekkert núna, þá gerist ekkert þetta er síðasta viðvörunin. Við getum ekki treyst á ríkisstjórn sem hliðrar fjárlögum í sífellu við getum ekki lagt framtíð iðnnáms í hendur kerfis sem hefur hafnað því í fjóra áratugi. Ef við gerum þetta ekki þá verður það ekki gert. Þess vegna er kominn tími til að hætta að spyrja stjórnvöld hvað þau ætli að gera og byrja að spyrja hvert annað hvað ætlum við að gera? Við verðum að byggja þessa framtíð sjálf með okkar eigin höndum við verðum að byrja í dag. Höfundur er húsasmiður og kennari
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar