Sjávarútvegurinn standi höllum fæti Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júní 2025 18:55 Jón Gunnarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir höggin dynja á sjávarútvegi þessa dagana. Samdráttur í ráðgjöf til veiða á þorski kosti þjóðina milljarða króna. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir veiðar næsta fiskveiðiárs gerir ráð fyrir fjögurra prósenta lækkun á aflamarki þorsks. Aflinn fari úr 213 þúsund tonnum í 203 þúsund tonn. Þá er gert ráð fyrir að ráðlagt aflamark haldi áfram að lækka næstu tvö til þrjú ár. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gera ráð fyrir því að samdrátturinn kosti þjóðarbúið um sex til sjö milljarða króna í útflutningstekjur af þorski. Þó séu góð tíðindi í ráðgjöfinni, en þar má meðal annars finna 27 prósent hækkun í ráðgjöf sumargotsíldar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna grafalvarlega. „Það eru allar forsendur fyrir þeim bröttu hækkunum í veiðigjöldum sem eru boðaðar brostnar. Svo er tíu þúsund tonnum einhvern veginn ávísað til uppgjörs inn í framtíðina. Það er galið að ríkisstjórnin skuli við þessar vera að keyra þessi mál svona hratt áfram,“ segir Jón. Óvissa vegna samdráttar í ráðgjöf og vegna yfirvofandi frumvarpa um strandveiðar og veiðigjöld hafi strax mikil áhrif. „Það er þegar búið að setja stopp á framkvæmdir og fjárfestingar á tækjum og búnaði fyrir hundruð milljóna. Þannig óvissan er að gera sig um allt land. Það er þegar farið að bera á uppsögnum í þjónustugreinum við sjávarútveginn. Við höfum ekkert efni á þessu, okkar samfélag við þessar aðstæður, að vera svona brött og yfirlýsingaglöð eins og þessi ríkisstjórn er. Menn verða að fara að komast til raunveruleikans og hætta þessum darraðardansi,“ segir Jón. Það blasi við að sjávarútvegurinn standi höllum fæti. Hann vonast til þess að ríkisstjórnin bregðist við. „Ef það er einhver skynsemi til um borð hljóta þau að endurskoða hlutina núna. Annað er útilokað,“ segir Jón. Sjávarútvegur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir veiðar næsta fiskveiðiárs gerir ráð fyrir fjögurra prósenta lækkun á aflamarki þorsks. Aflinn fari úr 213 þúsund tonnum í 203 þúsund tonn. Þá er gert ráð fyrir að ráðlagt aflamark haldi áfram að lækka næstu tvö til þrjú ár. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gera ráð fyrir því að samdrátturinn kosti þjóðarbúið um sex til sjö milljarða króna í útflutningstekjur af þorski. Þó séu góð tíðindi í ráðgjöfinni, en þar má meðal annars finna 27 prósent hækkun í ráðgjöf sumargotsíldar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna grafalvarlega. „Það eru allar forsendur fyrir þeim bröttu hækkunum í veiðigjöldum sem eru boðaðar brostnar. Svo er tíu þúsund tonnum einhvern veginn ávísað til uppgjörs inn í framtíðina. Það er galið að ríkisstjórnin skuli við þessar vera að keyra þessi mál svona hratt áfram,“ segir Jón. Óvissa vegna samdráttar í ráðgjöf og vegna yfirvofandi frumvarpa um strandveiðar og veiðigjöld hafi strax mikil áhrif. „Það er þegar búið að setja stopp á framkvæmdir og fjárfestingar á tækjum og búnaði fyrir hundruð milljóna. Þannig óvissan er að gera sig um allt land. Það er þegar farið að bera á uppsögnum í þjónustugreinum við sjávarútveginn. Við höfum ekkert efni á þessu, okkar samfélag við þessar aðstæður, að vera svona brött og yfirlýsingaglöð eins og þessi ríkisstjórn er. Menn verða að fara að komast til raunveruleikans og hætta þessum darraðardansi,“ segir Jón. Það blasi við að sjávarútvegurinn standi höllum fæti. Hann vonast til þess að ríkisstjórnin bregðist við. „Ef það er einhver skynsemi til um borð hljóta þau að endurskoða hlutina núna. Annað er útilokað,“ segir Jón.
Sjávarútvegur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira