Auðlindarentan heim í hérað Arna Lára Jónsdóttir skrifar 6. júní 2025 12:31 Nú á dögunum úthlutaði stjórn Fiskeldissjóðs rúmlega 465 milljónum króna til 15 verkefna í sjö fiskeldissveitarfélögum. Sjóðnum er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Verkefnin sem fengu styrk í ár eru fjölbreytt innviðaverkefni í þessum samfélögum á sviði brunavarna, skóla- og íþróttamannvirkja, vatns- og fráveituverkefni svo dæmi séu tekin. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að innheimta eigi réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélagsins. Úthlutun fiskeldissjóðs er fyrirtaksdæmi um slíkt. Gera þarf breytingar á fyrirkomulagi úthlutunar fiskeldissjóðs í þá átt að sveitarfélögin þurfi ekki að skrifa umsóknir til sjóðsins heldur fái fullt vald yfir því að ákveða sjálf hvaða verkefni eru mikilvæg í þeirra samfélagi. Við verðum þó að gera meira. Ríkisstjórnin hyggur á frekari aðgerðir í þessum anda. Í því tilliti má nefna áform innviðaráðherra um endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga sem eru til umsagnar í samráðsgátt. Þau fjalla um skattlagningu orkumannvirkja og afnám á undanþágu rafveitna frá fasteignamati. Auknar skatttekjur vegna orkumannvirkja munu styrkja fjárhagslega stöðu sveitarfélaga og gera þeim kleift að veita íbúum öfluga þjónustu og byggja upp innviði til framtíðar. Þar er markmiðið að ávinningur vegna auðlindanýtingar, þ.m.t. orkuframleiðslu, geti skilað sér í ríkari mæli til nærsamfélagsins. Í undirbúningi er jafnframt frumvarp um auðlindagjald í ferðaþjónustu, sem getur verið breytilegt eftir árstíma og staðsetningu, svo hægt sé að undanskilja landsvæði þar sem álag af ferðaþjónustu er lítið. Mikilvægt er að þær tekjur skili sér í uppbyggingu ferðamannastaða, til að styrkja innviði og þjónustu í greininni. Það er ekki hægt að tala um auðlindagjöld og nærsamfélög án þess að nefna hækkun veiðigjalda sem nú er til umræðu í þinginu. Skýrar fyrirætlanir eru um að þær tekjur sem koma vegna hækkunar veiðigjalda skili sér í bættum innviðum, og nú þegar hefur verið tilkynnt um þriggja milljarða króna aukafjárveitingu í viðhald vega strax á þessu ári og í fjármálaáætlun en gert ráð fyrir sjö milljörðum króna til viðbótar í vegbætur á árinu 2026 og svo aukum við í. Það skiptir máli hvaða sögu við ætlum að segja. Samfélög verða að fá að njóta auðlinda sinna í ríkari mæli. Mörg þessara svæða hafa glímt við fábreytt atvinnulíf, lélega innviði og þverrandi þjónustu í heimabyggð í gegnum árin. Með því að nærsamfélög njóti af auðlindum sínum er hægt að byggja upp sterk samfélög með öfluga og samkeppnishæfa innviði um land allt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Samfylkingin Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á dögunum úthlutaði stjórn Fiskeldissjóðs rúmlega 465 milljónum króna til 15 verkefna í sjö fiskeldissveitarfélögum. Sjóðnum er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Verkefnin sem fengu styrk í ár eru fjölbreytt innviðaverkefni í þessum samfélögum á sviði brunavarna, skóla- og íþróttamannvirkja, vatns- og fráveituverkefni svo dæmi séu tekin. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að innheimta eigi réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélagsins. Úthlutun fiskeldissjóðs er fyrirtaksdæmi um slíkt. Gera þarf breytingar á fyrirkomulagi úthlutunar fiskeldissjóðs í þá átt að sveitarfélögin þurfi ekki að skrifa umsóknir til sjóðsins heldur fái fullt vald yfir því að ákveða sjálf hvaða verkefni eru mikilvæg í þeirra samfélagi. Við verðum þó að gera meira. Ríkisstjórnin hyggur á frekari aðgerðir í þessum anda. Í því tilliti má nefna áform innviðaráðherra um endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga sem eru til umsagnar í samráðsgátt. Þau fjalla um skattlagningu orkumannvirkja og afnám á undanþágu rafveitna frá fasteignamati. Auknar skatttekjur vegna orkumannvirkja munu styrkja fjárhagslega stöðu sveitarfélaga og gera þeim kleift að veita íbúum öfluga þjónustu og byggja upp innviði til framtíðar. Þar er markmiðið að ávinningur vegna auðlindanýtingar, þ.m.t. orkuframleiðslu, geti skilað sér í ríkari mæli til nærsamfélagsins. Í undirbúningi er jafnframt frumvarp um auðlindagjald í ferðaþjónustu, sem getur verið breytilegt eftir árstíma og staðsetningu, svo hægt sé að undanskilja landsvæði þar sem álag af ferðaþjónustu er lítið. Mikilvægt er að þær tekjur skili sér í uppbyggingu ferðamannastaða, til að styrkja innviði og þjónustu í greininni. Það er ekki hægt að tala um auðlindagjöld og nærsamfélög án þess að nefna hækkun veiðigjalda sem nú er til umræðu í þinginu. Skýrar fyrirætlanir eru um að þær tekjur sem koma vegna hækkunar veiðigjalda skili sér í bættum innviðum, og nú þegar hefur verið tilkynnt um þriggja milljarða króna aukafjárveitingu í viðhald vega strax á þessu ári og í fjármálaáætlun en gert ráð fyrir sjö milljörðum króna til viðbótar í vegbætur á árinu 2026 og svo aukum við í. Það skiptir máli hvaða sögu við ætlum að segja. Samfélög verða að fá að njóta auðlinda sinna í ríkari mæli. Mörg þessara svæða hafa glímt við fábreytt atvinnulíf, lélega innviði og þverrandi þjónustu í heimabyggð í gegnum árin. Með því að nærsamfélög njóti af auðlindum sínum er hægt að byggja upp sterk samfélög með öfluga og samkeppnishæfa innviði um land allt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun