Reyna að stilla til friðar með símtali Samúel Karl Ólason skrifar 6. júní 2025 10:48 Donald Trump og Elon Musk. AP/Alex Brandon Aðstoðarmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa skipulagt símtal milli hans og Elons Musk, auðugasta manns heims, eftir opinberar deilur þeirra í gær. Vonast er til þess að þeir geti grafið öxina en ráðgjafar Trumps hafa beðið hann um að fara mjúkum höndum um auðjöfurinn. Þetta hefur Politico eftir heimildarmönnum sínum en í samtali við miðilinn í gærkvöldi sagði Trump að allt væri í himnalagi. Það sagði hann þegar hann var spurður um deiluna við Musk. Á meðan Musk fór hörðum orðum um umfangsmikið frumvarp sem er Trump mjög mikilvægt. Musk er verulega ósáttur við að frumvarpið er talið bæta verulega á skuldir bandaríska ríkisins á næstu árum en með frumvarpinu vill Trump ná fram mörgum af áherslumálum sínum. Ekki hefur verið einhugur um frumvarpið innan Repúblikanaflokksins og var það samþykkt með miklum naumindum í fulltrúadeildinni, með eins atkvæðis mun, eftir að þingmaður Demókrataflokksins lést. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í öldungadeildinni. Ráðgjafar Trumps eru sagðir hafa ráðlagt forsetanum að einbeita sér að því að koma greiða leið frumvarpsins í öldungadeildinni í stað þess að deilunnar við Musk. Á sama tíma eru þessir ráðgjafar, samkvæmt heimildum blaðamanna New York York Times úr innstu röðum Trumps, að undirbúa áframhaldandi deilur við Musk. Musk gaf til kynna undir lokin í gærkvöldi að hann hefði áhuga á friði. Hann dró í land með að hætta notkun Dragon-geimfaranna, sem notuð eru til að flytja geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, og sagði auðjöfurinn Bill Ackman ekki hafa rangt fyrir sér, þegar sá lagði til að Musk og Trump semdu um frið. Geta valdið hvorum öðrum miklum skaða Ekki liggur fyrir hvenær þetta símtal mun eiga sér stað en báðir menn geta valdið hinum töluverðum skaða og á það einnig við Repúblikanaflokkinn eins og hann leggur sinn. Musk varði til að mynda tæplega þrjú hundruð milljónum dala í aðstoð við Trump og Repúblikana í kosningabaráttunni í fyrra og hefur heitið hundrað milljónum til viðbótar. Hann gæti haldið þeim peningum fyrir sig og notað þá til að grafa undan Trump. Auðjöfurinn gæti þar að auki beitt X (áður Twitter) gegn Trump. Þá er Musk mjög áhrifamikill þegar kemur að geimfyrirtækinu SpaceX, sem yfirvöld í Bandaríkjunum reiða sig verulega á þegar kemur að því að senda geimfara og birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, svo eitthvað sé nefnt. Gæti endurvakið rannsóknir Trump gæti rift þeim samningum, þó það myndi koma verulega niður á Bandaríkjunum í heild. Samkvæmt New York Times stefndi í fyrra á að fyrirtæki Musks myndu fá þrjá milljarða dala vegna um hundrað samninga við sautján opinberar stofnanir. Trump gæti þar að auki hætt að standa í vegi rannsókna sem hófust gegn fyrirtækjum Musks og Musk sjálfum í stjórnartíð Joes Biden. Flestar þessar rannsóknir voru stöðvaðar þegar Trump tók við völdum. Þá gæti Trump látið hefja nýjar rannsóknir á Musk og meinta fíkniefnaneyslu hans, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur Musk öryggisheimild sem hægt væri að svipta hann og myndi það gera honum mjög erfitt að vinna áfram með yfirvöldum í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Þetta hefur Politico eftir heimildarmönnum sínum en í samtali við miðilinn í gærkvöldi sagði Trump að allt væri í himnalagi. Það sagði hann þegar hann var spurður um deiluna við Musk. Á meðan Musk fór hörðum orðum um umfangsmikið frumvarp sem er Trump mjög mikilvægt. Musk er verulega ósáttur við að frumvarpið er talið bæta verulega á skuldir bandaríska ríkisins á næstu árum en með frumvarpinu vill Trump ná fram mörgum af áherslumálum sínum. Ekki hefur verið einhugur um frumvarpið innan Repúblikanaflokksins og var það samþykkt með miklum naumindum í fulltrúadeildinni, með eins atkvæðis mun, eftir að þingmaður Demókrataflokksins lést. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í öldungadeildinni. Ráðgjafar Trumps eru sagðir hafa ráðlagt forsetanum að einbeita sér að því að koma greiða leið frumvarpsins í öldungadeildinni í stað þess að deilunnar við Musk. Á sama tíma eru þessir ráðgjafar, samkvæmt heimildum blaðamanna New York York Times úr innstu röðum Trumps, að undirbúa áframhaldandi deilur við Musk. Musk gaf til kynna undir lokin í gærkvöldi að hann hefði áhuga á friði. Hann dró í land með að hætta notkun Dragon-geimfaranna, sem notuð eru til að flytja geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, og sagði auðjöfurinn Bill Ackman ekki hafa rangt fyrir sér, þegar sá lagði til að Musk og Trump semdu um frið. Geta valdið hvorum öðrum miklum skaða Ekki liggur fyrir hvenær þetta símtal mun eiga sér stað en báðir menn geta valdið hinum töluverðum skaða og á það einnig við Repúblikanaflokkinn eins og hann leggur sinn. Musk varði til að mynda tæplega þrjú hundruð milljónum dala í aðstoð við Trump og Repúblikana í kosningabaráttunni í fyrra og hefur heitið hundrað milljónum til viðbótar. Hann gæti haldið þeim peningum fyrir sig og notað þá til að grafa undan Trump. Auðjöfurinn gæti þar að auki beitt X (áður Twitter) gegn Trump. Þá er Musk mjög áhrifamikill þegar kemur að geimfyrirtækinu SpaceX, sem yfirvöld í Bandaríkjunum reiða sig verulega á þegar kemur að því að senda geimfara og birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, svo eitthvað sé nefnt. Gæti endurvakið rannsóknir Trump gæti rift þeim samningum, þó það myndi koma verulega niður á Bandaríkjunum í heild. Samkvæmt New York Times stefndi í fyrra á að fyrirtæki Musks myndu fá þrjá milljarða dala vegna um hundrað samninga við sautján opinberar stofnanir. Trump gæti þar að auki hætt að standa í vegi rannsókna sem hófust gegn fyrirtækjum Musks og Musk sjálfum í stjórnartíð Joes Biden. Flestar þessar rannsóknir voru stöðvaðar þegar Trump tók við völdum. Þá gæti Trump látið hefja nýjar rannsóknir á Musk og meinta fíkniefnaneyslu hans, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur Musk öryggisheimild sem hægt væri að svipta hann og myndi það gera honum mjög erfitt að vinna áfram með yfirvöldum í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira