Inga Sæland segist vera allt of löt að hreyfa sig Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júní 2025 20:03 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem ætlar að vera dugleg að hreyfa sig á næstunni í tengslum við átakið, „Hreyfing alla ævi” þar sem markmiðið er að hvetja eldra fólk um allt land að stunda reglulega hreyfingu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra skellir sér í leikfimisfötin nokkrum sinnum í viku og drífur sig í leikfimi með eldra fólki en hún var að setja af stað átakið “Hreyfing alla ævi” þar sem markmiðið er að hvetja eldra fólk um allt land að stunda reglulega hreyfingu. Íþróttafélagið Fylkir í Reykjavík er með frábæra leikfimi nokkrum sinnum í viku fyrir eldri borgara, 65 ára og eldri þar sem fara fram skemmtilegar og góðar æfingar undir leiðsögn þjálfara. Unnið er með stöðvaþjálfun sem byggð er upp á styrktaræfingum, jafnvægisæfingu, minnisæfingum og svo er einnig aerobik. Eftir hvern tíma er svo slökun og teygjur. Inga Sæland mætir stundum í leikfimi hjá hópnum og þá reynir hún að taka á því eins og hún getur, svitnar og svitnar og nýtur þess að hreyfa sig eins og úthaldið leyfir hverju sinni. „Hér eru íþróttafélög út um alla borg, sem eru að bjóða okkur að vera ung að eilífu þannig að það er bara að drífa sig í skóna og hlaupagallann. Hér er dásamlegur félagsskapur, á eftir er kaffi og spjall. Þannig að það er ekki bara líkaminn, sem er nærður hér heldur líka andlega félagslega hliðin líka,” segir Inga. En ertu dugleg að hreyfa þig svona almennt? „Nei, nei, alls ekki, allt of löt. Það hreyfir sig engin fyrir okkur, við verðum bara að gera það sjálf. Það er ekki bara nóg að horfa á hina hvað þeir eru duglegir, komdu með,” segir Inga hlæjandi. Átakið, „Hreyfing allt ævi er" verkefni á vegum „Bjartur lífsstíll“ en þar er unnið markvisst að því að efla heilsu og vellíðan meðal eldri aldurshópa. Hér eru konurnar, sem stýra því. „Verkefnið okkar snýst um það að efla heilsu eldra fólks um allt land og sjá til þess að sveitarfélög séu með verkefni eins og þessi í öllum sveitarfélögum,” segir Margrét Regína Grétarsdóttir, verkefnisstjóri hjá ÍSÍ. Og Ásta Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Landssambandi eldri borgara bætir við. „Takmarkið í raun og veru að þetta verði svona sjálfsagt í framtíðinni að fólk stundi svona leikfimi og hreyfingu fram eftir aldri til þess að auka lífsgæðin og vera sjálfstæðara lengur.” Ásta Sigurjónsdóttir (t.v.) verkefnisstjóri hjá Landssambandi eldri borgara og Margrét Regína Grétarsdóttir verkefnisstjóri hjá ÍSÍ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Þóra Kristín Runólfsdóttir, sem er 85 ára lætur ekkert stoppa sig þegar leikfimi er annars vegar. „Þetta er meiriháttar að vera hérna. Nú er ég að gera magaæfingar, geri aðrir betur, ég hef alveg hestaheilsu, sem betur fer,” segir Þóra. En hverju þakkar Þóra þessa góðu heilsu? „Mjólkinni þegar ég var í sveitinni og skyrinu og hafragrautnum.“ Þóra Kristín Runólfsdóttir 85 ára leikfimisdrottning en hún er frá Brekkum í Þykkvabæ en býr á höfuðborgarsvæðinu í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æfingarnar eru fjölbreyttar hjá eldri borgurunum og allar skemmtilegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íþróttafélagið Fylkir í Reykjavík er með frábæra leikfimi nokkrum sinnum í viku fyrir eldri borgara, 65 ára og eldri þar sem fara fram skemmtilegar og góðar æfingar undir leiðsögn þjálfara. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt upplýsingasvæði hefur verið opnað og á vefnum og er nú hægt að nálgast upplýsingar um hreyfingu og tómstundir fyrir 60 ára og eldri eftir sveitarfélögum vítt og breitt um landið Eldri borgarar Heilsa Flokkur fólksins Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Sjá meira
Íþróttafélagið Fylkir í Reykjavík er með frábæra leikfimi nokkrum sinnum í viku fyrir eldri borgara, 65 ára og eldri þar sem fara fram skemmtilegar og góðar æfingar undir leiðsögn þjálfara. Unnið er með stöðvaþjálfun sem byggð er upp á styrktaræfingum, jafnvægisæfingu, minnisæfingum og svo er einnig aerobik. Eftir hvern tíma er svo slökun og teygjur. Inga Sæland mætir stundum í leikfimi hjá hópnum og þá reynir hún að taka á því eins og hún getur, svitnar og svitnar og nýtur þess að hreyfa sig eins og úthaldið leyfir hverju sinni. „Hér eru íþróttafélög út um alla borg, sem eru að bjóða okkur að vera ung að eilífu þannig að það er bara að drífa sig í skóna og hlaupagallann. Hér er dásamlegur félagsskapur, á eftir er kaffi og spjall. Þannig að það er ekki bara líkaminn, sem er nærður hér heldur líka andlega félagslega hliðin líka,” segir Inga. En ertu dugleg að hreyfa þig svona almennt? „Nei, nei, alls ekki, allt of löt. Það hreyfir sig engin fyrir okkur, við verðum bara að gera það sjálf. Það er ekki bara nóg að horfa á hina hvað þeir eru duglegir, komdu með,” segir Inga hlæjandi. Átakið, „Hreyfing allt ævi er" verkefni á vegum „Bjartur lífsstíll“ en þar er unnið markvisst að því að efla heilsu og vellíðan meðal eldri aldurshópa. Hér eru konurnar, sem stýra því. „Verkefnið okkar snýst um það að efla heilsu eldra fólks um allt land og sjá til þess að sveitarfélög séu með verkefni eins og þessi í öllum sveitarfélögum,” segir Margrét Regína Grétarsdóttir, verkefnisstjóri hjá ÍSÍ. Og Ásta Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Landssambandi eldri borgara bætir við. „Takmarkið í raun og veru að þetta verði svona sjálfsagt í framtíðinni að fólk stundi svona leikfimi og hreyfingu fram eftir aldri til þess að auka lífsgæðin og vera sjálfstæðara lengur.” Ásta Sigurjónsdóttir (t.v.) verkefnisstjóri hjá Landssambandi eldri borgara og Margrét Regína Grétarsdóttir verkefnisstjóri hjá ÍSÍ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Þóra Kristín Runólfsdóttir, sem er 85 ára lætur ekkert stoppa sig þegar leikfimi er annars vegar. „Þetta er meiriháttar að vera hérna. Nú er ég að gera magaæfingar, geri aðrir betur, ég hef alveg hestaheilsu, sem betur fer,” segir Þóra. En hverju þakkar Þóra þessa góðu heilsu? „Mjólkinni þegar ég var í sveitinni og skyrinu og hafragrautnum.“ Þóra Kristín Runólfsdóttir 85 ára leikfimisdrottning en hún er frá Brekkum í Þykkvabæ en býr á höfuðborgarsvæðinu í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æfingarnar eru fjölbreyttar hjá eldri borgurunum og allar skemmtilegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íþróttafélagið Fylkir í Reykjavík er með frábæra leikfimi nokkrum sinnum í viku fyrir eldri borgara, 65 ára og eldri þar sem fara fram skemmtilegar og góðar æfingar undir leiðsögn þjálfara. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt upplýsingasvæði hefur verið opnað og á vefnum og er nú hægt að nálgast upplýsingar um hreyfingu og tómstundir fyrir 60 ára og eldri eftir sveitarfélögum vítt og breitt um landið
Eldri borgarar Heilsa Flokkur fólksins Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Sjá meira