Setjum kraft í íslenskukennslu fullorðinna Anna Linda Sigurðardóttir skrifar 5. júní 2025 15:02 Þegar horft er til íslenskunáms fullorðinna einstaklinga með fjölmenningarlegan bakgrunn er ljóst að úrbóta er þörf. Við getum horft til nágrannalanda okkar og skoðað hvernig staðið er að slíku námi og hvort ekki væri rétt að gera slíkt nám að skyldu fyrir fullorðna innflytjendur. Margt gott er gert og margt í boði en einhverra hluta vegna sitja margir hjá. Víða er unnið metnaðarfullt starf þegar kemur að íslenskukennslu fullorðinna einstaklinga en við þurfum að ná til allra. Margar gildar ástæður liggja fyrir því. Við tölum um inngildingu; að nýir þegnar verði virkir í okkar samfélagi. Þar þurfa athafnir að fylgja orðum og við verðum að huga að því að lögleiða íslenskunám innflytjenda þeim sjálfum og okkur öllum til heilla. Innflytjendur sinna til dæmis aðhlynningar- og eða þjónustörfum, oft án eða með lítilli íslenskukunnáttu. Það skapar mikið álag á bæði þá og skjólstæðinga þeirra. Einn mikilvægasti þátturinn í að verða virkur samfélagsþegn er að finna að þú sért hluti af samfélaginu. Finna að þú tilheyrir, að þú skiptir máli. Í þeim efnum er tungumálið veigamest því án þess er erfitt að fóta sig í nýju samfélagi. Ábyrgðin er okkar Við bjóðum nýja íbúa víðs vegar úr heiminum velkomna. Við fögnum fjölbreytileikanum en þessum nýju íbúum þarf að fylgja alla leið. Það er á okkar ábyrgð að nýir þegnar læri málið. Sjá til þess að hvatinn sé til staðar og íslenskunámið aðgengilegt. Þannig má koma í veg fyrir ýmsan vanda sem fylgir því að kunna ekki tungumálið. Það blasir við víða í samfélaginu að skortur á íslenskukunnáttu getur verið til vandræða og skapað óþarfa árekstra. Má þar m.a. nefna hjúkrunarheimilin, leigubíla, veitingastaði og hin ýmsu þjónustustörf. Það er ekki við neinn að sakast. Við verðum hins vegar að gera íslenskunámið aðgengilegra og mæta þessum fjölbreytta hópi. Þegar fólk flytur í nýtt land vill það tilheyra. Lykillinn að því er tungumálið, um það eru flestir sammála. Það eru ekki mörg ár frá því íslenska sem annað tungumál var gert að námgrein í grunnskólanum. Víðast var slíkri kennslu sinnt. Í dag fer þessi kennsla fram samkvæmt aðalnámskrá í íslensku þar sem hæfniviðmiðum greinarinnar er fylgt. Í grunnskólunum er unnið metnaðarfullt starf og margir sem koma að þeirra vinnu með það í huga að efla þjónustu við börn með fjölmenningarlegan bakgrunn. Fullorðna fólkið situr eftir Á hinn bóginn vantar stefnu og reglugerðir varðandi fullorðna fólkið. Á mörgum stöðum er boðið uppá metnaðarfulla kennslu fyrir þennan hóp og frábær námskeið eru í boði en alltof margir sækja engin námskeið. Fyrir því liggja vafalítið margar ástæður en þessu þurfum við að breyta. Lítil færni í íslensku fullorðinna skapar líka ýmsan vanda í grunnskólunum sem reyna af fremsta megni að vera styðjandi við nemendur og forráðamenn þeirra. Þessi mál þekki ég mjög vel. Ég starfa sem deildarstjóri Fjölmenningardeildar Vallaskóla á Selfossi og hef kennt íslensku sem annað tungumál til margra ára. Einnig hef ég um áratuga skeið kennt íslensku sem annað tungumál hjá Fræðsluneti Suðurlands og kynnst þar frábæru fólki, oft foreldrum minna skjólstæðinga í grunnskólanum. Ég þekki því þörfina úr mörgum áttum og veit að margir vildu hafa betra aðgengi að íslenskunámi, öflugri hvata og jafnvel pressu, ekki síst til að styðja betur við nám barna sinna. Þessu þarf að breyta. Við þurfum að lögfesta íslenskukennslu fullorðins fólks. Tökum þetta alla leið. Það er ekki nóg að tala um inngildingu, sýnum hana í verki. Höfundur skipaði 5. sæti á lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Þegar horft er til íslenskunáms fullorðinna einstaklinga með fjölmenningarlegan bakgrunn er ljóst að úrbóta er þörf. Við getum horft til nágrannalanda okkar og skoðað hvernig staðið er að slíku námi og hvort ekki væri rétt að gera slíkt nám að skyldu fyrir fullorðna innflytjendur. Margt gott er gert og margt í boði en einhverra hluta vegna sitja margir hjá. Víða er unnið metnaðarfullt starf þegar kemur að íslenskukennslu fullorðinna einstaklinga en við þurfum að ná til allra. Margar gildar ástæður liggja fyrir því. Við tölum um inngildingu; að nýir þegnar verði virkir í okkar samfélagi. Þar þurfa athafnir að fylgja orðum og við verðum að huga að því að lögleiða íslenskunám innflytjenda þeim sjálfum og okkur öllum til heilla. Innflytjendur sinna til dæmis aðhlynningar- og eða þjónustörfum, oft án eða með lítilli íslenskukunnáttu. Það skapar mikið álag á bæði þá og skjólstæðinga þeirra. Einn mikilvægasti þátturinn í að verða virkur samfélagsþegn er að finna að þú sért hluti af samfélaginu. Finna að þú tilheyrir, að þú skiptir máli. Í þeim efnum er tungumálið veigamest því án þess er erfitt að fóta sig í nýju samfélagi. Ábyrgðin er okkar Við bjóðum nýja íbúa víðs vegar úr heiminum velkomna. Við fögnum fjölbreytileikanum en þessum nýju íbúum þarf að fylgja alla leið. Það er á okkar ábyrgð að nýir þegnar læri málið. Sjá til þess að hvatinn sé til staðar og íslenskunámið aðgengilegt. Þannig má koma í veg fyrir ýmsan vanda sem fylgir því að kunna ekki tungumálið. Það blasir við víða í samfélaginu að skortur á íslenskukunnáttu getur verið til vandræða og skapað óþarfa árekstra. Má þar m.a. nefna hjúkrunarheimilin, leigubíla, veitingastaði og hin ýmsu þjónustustörf. Það er ekki við neinn að sakast. Við verðum hins vegar að gera íslenskunámið aðgengilegra og mæta þessum fjölbreytta hópi. Þegar fólk flytur í nýtt land vill það tilheyra. Lykillinn að því er tungumálið, um það eru flestir sammála. Það eru ekki mörg ár frá því íslenska sem annað tungumál var gert að námgrein í grunnskólanum. Víðast var slíkri kennslu sinnt. Í dag fer þessi kennsla fram samkvæmt aðalnámskrá í íslensku þar sem hæfniviðmiðum greinarinnar er fylgt. Í grunnskólunum er unnið metnaðarfullt starf og margir sem koma að þeirra vinnu með það í huga að efla þjónustu við börn með fjölmenningarlegan bakgrunn. Fullorðna fólkið situr eftir Á hinn bóginn vantar stefnu og reglugerðir varðandi fullorðna fólkið. Á mörgum stöðum er boðið uppá metnaðarfulla kennslu fyrir þennan hóp og frábær námskeið eru í boði en alltof margir sækja engin námskeið. Fyrir því liggja vafalítið margar ástæður en þessu þurfum við að breyta. Lítil færni í íslensku fullorðinna skapar líka ýmsan vanda í grunnskólunum sem reyna af fremsta megni að vera styðjandi við nemendur og forráðamenn þeirra. Þessi mál þekki ég mjög vel. Ég starfa sem deildarstjóri Fjölmenningardeildar Vallaskóla á Selfossi og hef kennt íslensku sem annað tungumál til margra ára. Einnig hef ég um áratuga skeið kennt íslensku sem annað tungumál hjá Fræðsluneti Suðurlands og kynnst þar frábæru fólki, oft foreldrum minna skjólstæðinga í grunnskólanum. Ég þekki því þörfina úr mörgum áttum og veit að margir vildu hafa betra aðgengi að íslenskunámi, öflugri hvata og jafnvel pressu, ekki síst til að styðja betur við nám barna sinna. Þessu þarf að breyta. Við þurfum að lögfesta íslenskukennslu fullorðins fólks. Tökum þetta alla leið. Það er ekki nóg að tala um inngildingu, sýnum hana í verki. Höfundur skipaði 5. sæti á lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun