Í bann eftir að hafa montað sig af dólgslátum Sindri Sverrisson skrifar 5. júní 2025 16:33 Gabby Thomas stillir sér upp á mynd með aðdáendum á mótinu í Philadelphia um helgina. Hún fékk lítinn frið til að sinna aðdáendum vegna dólgsláta eins manns. Getty Veðmálasíða hefur sett viðskiptavin í bann eftir að hann elti hlaupkonuna Gabby Thomas á frjálsíþróttamóti og kallaði ítrekað að henni með móðgandi hætti. Maðurinn stærði sig af því á samfélagsmiðlum að hafa tekið Thomas á taugum með því að kalla á hana og þannig náð að tryggja sér sigur í veðmálum sem hann gerði hjá veðmálasíðunni FanDuel, um hver myndi vinna 100 metra hlaupið á Grand Slam Track móti í Philadelphia. Thomas, sem varð Ólympíumeistari í 200 metra hlaupi í fyrra, endaði í 4. sæti í hlaupinu um helgina en Melissa Jefferson-Wooden kom fyrst í mark, eins og maðurinn hafði veðjað á. Thomas skrifaði á Twitter: „Þessi fullorðni maður elti mig um hlaupabrautina þar sem ég var að taka myndir með og skrifa eiginhandaráritanir fyrir aðdáendur (aðallega börn), og hrópaði persónulegar móðganir. Það er viðbjóðslegt að veita honum vettvang á netinu.“ This grown man followed me around the track as I took pictures and signed autographs for fans (mostly children) shouting personal insults- anybody who enables him online is gross https://t.co/f9a6vPkX0v— Gabby Thomas (@itsgabbyt) June 2, 2025 FanDuel hefur nú sett manninn í bann eins og fyrr segir og kveðst fyrirtækið „fordæma af öllu afli móðgandi hegðun í garð íþróttafólks. Að ógna eða áreita íþróttafólk er óásættanlegt og á ekki heima í íþróttum. Þessi viðskiptavinur getur ekki lengur veðjað hjá FanDuel.“ Grand Slam Track er ný mótaröð hlaupagoðsagnarinnar Michael Johnson. Í tilkynningu frá mótaröðinni segir að málið verði rannsakað og unnið sé að því að finna út hver maðurinn sé sem áreitti Thomas, til að hægt sé að grípa til viðeigandi aðgerða. Svona hegðun sé viðbjóðsleg og algjörlega óviðunandi. CNN bendir á að þessar fréttir fylgi á eftir fleiri fréttum af áreitni í garð íþróttakvenna. Bent er á sænsku skíðagöngukonuna Fridu Karlsson en maður sem áreitti hana á sextán mánaða tímabili, meðal annars með því að hringja 207 sinnum, skilja eftir talskilaboð og textaskilaboð, nálgast hana og þar á meðal vera fyrir utan heimili hennar, var dæmdur til að greiða 40.000 sænskar krónur í sekt. Þá handtók lögreglan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum mann í febrúar sem hafði áreitt bresku tennisstjörnuna Emmu Raducanu. Frjálsar íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Maðurinn stærði sig af því á samfélagsmiðlum að hafa tekið Thomas á taugum með því að kalla á hana og þannig náð að tryggja sér sigur í veðmálum sem hann gerði hjá veðmálasíðunni FanDuel, um hver myndi vinna 100 metra hlaupið á Grand Slam Track móti í Philadelphia. Thomas, sem varð Ólympíumeistari í 200 metra hlaupi í fyrra, endaði í 4. sæti í hlaupinu um helgina en Melissa Jefferson-Wooden kom fyrst í mark, eins og maðurinn hafði veðjað á. Thomas skrifaði á Twitter: „Þessi fullorðni maður elti mig um hlaupabrautina þar sem ég var að taka myndir með og skrifa eiginhandaráritanir fyrir aðdáendur (aðallega börn), og hrópaði persónulegar móðganir. Það er viðbjóðslegt að veita honum vettvang á netinu.“ This grown man followed me around the track as I took pictures and signed autographs for fans (mostly children) shouting personal insults- anybody who enables him online is gross https://t.co/f9a6vPkX0v— Gabby Thomas (@itsgabbyt) June 2, 2025 FanDuel hefur nú sett manninn í bann eins og fyrr segir og kveðst fyrirtækið „fordæma af öllu afli móðgandi hegðun í garð íþróttafólks. Að ógna eða áreita íþróttafólk er óásættanlegt og á ekki heima í íþróttum. Þessi viðskiptavinur getur ekki lengur veðjað hjá FanDuel.“ Grand Slam Track er ný mótaröð hlaupagoðsagnarinnar Michael Johnson. Í tilkynningu frá mótaröðinni segir að málið verði rannsakað og unnið sé að því að finna út hver maðurinn sé sem áreitti Thomas, til að hægt sé að grípa til viðeigandi aðgerða. Svona hegðun sé viðbjóðsleg og algjörlega óviðunandi. CNN bendir á að þessar fréttir fylgi á eftir fleiri fréttum af áreitni í garð íþróttakvenna. Bent er á sænsku skíðagöngukonuna Fridu Karlsson en maður sem áreitti hana á sextán mánaða tímabili, meðal annars með því að hringja 207 sinnum, skilja eftir talskilaboð og textaskilaboð, nálgast hana og þar á meðal vera fyrir utan heimili hennar, var dæmdur til að greiða 40.000 sænskar krónur í sekt. Þá handtók lögreglan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum mann í febrúar sem hafði áreitt bresku tennisstjörnuna Emmu Raducanu.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira