Börnin á Gaza eru ekki í fríi Bjarni Fritzson, Blær Guðmundsdóttir, Elías Rúni Þorsteinsson, Elísabet Thoroddsen, Gunnar Helgason, Linda Ólafsdóttir, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Yrsa Þöll Gylfadóttir skrifa 3. júní 2025 10:31 Bráðum fara íslensk börn í sumarfrí. Þau fá að sofa út og slappa af, þau geta farið út að leika sér í sólinni, skellt sér í sund eða í hjólatúr, þau geta horft á sjónvarpið eða lesið góða bók. Það er fjölmargt í boði. Þau eru í fríi. Börnin á Gaza fá ekkert frí. Þau búa ekki við þann munað að geta sofið áhyggjulaust út, slappað af og velt því fyrir sér hvað þau gætu gert skemmtilegt í dag. Við, undirrituð, tilheyrum nýkjörinni stjórn Síung, samtökum íslenskra barna- og unglingabókahöfunda, sem hefur meðal annars það hlutverk að auka veg og vanda barnabókmennta og standa vörð um kjör höfunda. Barnabækur og barnamenning eru líf okkar og lifibrauð, ástríða og yndi. Í hvert sinn sem við setjumst niður og skrifum eða myndlýsum bækur höfum við börn landsins í huga. Við sköpum ekki í tómarúmi eða hálfkæringi, af gróðahug eða til þess eins að geðjast barninu í okkur sjálfum. Við lítum til barnanna í samfélagi okkar og rýnum í það hvað þau vilja lesa, sjá og spegla sig í og hvert þau vilja ferðast í huganum. Börnin sjálf, þeirra reynsluheimur, sjónarhorn og hugðarefni eru okkur ávallt efst í huga. En íslensku börnin sem lesa bækurnar okkar, sem fá frí til að fara í sund og út á leikvöll í friði og velsæld eru ekki einu börnin sem eru okkur efst í huga. Börnin á Gaza eru okkar börn. Börnin á Gaza vilja líka róla hátt og hlæja dátt, borða, drekka, leika, hlaupa, hjóla, synda, lesa og lifa. Þau vilja lifa og eiga rétt á að lifa, rétt eins og okkar börn. Á meðan heimurinn rökræðir skilgreiningar á þjóðarmorði og gyðingaandúð fær Ísrael bæði rými og leyfi til að murka lífið úr börnum og öðrum saklausum borgurum, svelta þá, útsetja fyrir sjúkdómum og jafna heimili þeirra við jörðu. Framtíð heillar þjóðar er þurrkuð út þegar börn hennar eru drepin. Við fordæmum þjóðarmorðið, stríðsglæpina og landránið sem á sér stað á Gaza. Við fordæmum máttlaus viðbrögð stjórnvalda okkar og alþjóðasamfélagsins við stigvaxandi og blygðunarlausu ofbeldi sem á sér stað í beinni útsendingu. Ekki er hægt að skýla sér á bak við það að við höfum ekki vitað, ekki séð, ekki verið vitni. Við erum öll vitni og í aðgerðaleysi okkar erum við öll samsek. Sameinuðu þjóðirnar, Evrópubandalagið og Amnesty International hafa öll lýst því yfir að um þjóðarmorð sé að ræða. Jafnvel NATO er loksins búið að setja Ísrael afarkosti. En tíminn líður. Börnin á Gaza eru að deyja og geta ekki beðið lengur. Lönd heimsins þurfa að taka sig til strax og láta verkin tala. Þau þurfa að hætta að líta undan og láta glepjast af lygum og yfirbreiðslu. Þau þurfa að stöðva sölu og flutning á vopnum til Ísraels, slíta stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, beita þvingunaraðgerðum og sniðgöngu, grípa inn í með hernaði og sækja til saka stríðsglæpamennina fyrir þetta óyggjandi og viðurstyggilega þjóðarmorð. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld leggi sitt af mörkum í þessari baráttu og láti sér ekki nægja að vonast eftir vopnahléi, harma bara og fordæma. Það er engin afsökun að við séum smáríki í ballarhafi, langt frá átökunum – okkur ber lagaleg skylda til að stöðva og grípa til refsinga, samkvæmt þjóðarmorðssáttmála Sameinuðu þjóðanna. Höfundar sitja í stjórn SÍUNG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Bráðum fara íslensk börn í sumarfrí. Þau fá að sofa út og slappa af, þau geta farið út að leika sér í sólinni, skellt sér í sund eða í hjólatúr, þau geta horft á sjónvarpið eða lesið góða bók. Það er fjölmargt í boði. Þau eru í fríi. Börnin á Gaza fá ekkert frí. Þau búa ekki við þann munað að geta sofið áhyggjulaust út, slappað af og velt því fyrir sér hvað þau gætu gert skemmtilegt í dag. Við, undirrituð, tilheyrum nýkjörinni stjórn Síung, samtökum íslenskra barna- og unglingabókahöfunda, sem hefur meðal annars það hlutverk að auka veg og vanda barnabókmennta og standa vörð um kjör höfunda. Barnabækur og barnamenning eru líf okkar og lifibrauð, ástríða og yndi. Í hvert sinn sem við setjumst niður og skrifum eða myndlýsum bækur höfum við börn landsins í huga. Við sköpum ekki í tómarúmi eða hálfkæringi, af gróðahug eða til þess eins að geðjast barninu í okkur sjálfum. Við lítum til barnanna í samfélagi okkar og rýnum í það hvað þau vilja lesa, sjá og spegla sig í og hvert þau vilja ferðast í huganum. Börnin sjálf, þeirra reynsluheimur, sjónarhorn og hugðarefni eru okkur ávallt efst í huga. En íslensku börnin sem lesa bækurnar okkar, sem fá frí til að fara í sund og út á leikvöll í friði og velsæld eru ekki einu börnin sem eru okkur efst í huga. Börnin á Gaza eru okkar börn. Börnin á Gaza vilja líka róla hátt og hlæja dátt, borða, drekka, leika, hlaupa, hjóla, synda, lesa og lifa. Þau vilja lifa og eiga rétt á að lifa, rétt eins og okkar börn. Á meðan heimurinn rökræðir skilgreiningar á þjóðarmorði og gyðingaandúð fær Ísrael bæði rými og leyfi til að murka lífið úr börnum og öðrum saklausum borgurum, svelta þá, útsetja fyrir sjúkdómum og jafna heimili þeirra við jörðu. Framtíð heillar þjóðar er þurrkuð út þegar börn hennar eru drepin. Við fordæmum þjóðarmorðið, stríðsglæpina og landránið sem á sér stað á Gaza. Við fordæmum máttlaus viðbrögð stjórnvalda okkar og alþjóðasamfélagsins við stigvaxandi og blygðunarlausu ofbeldi sem á sér stað í beinni útsendingu. Ekki er hægt að skýla sér á bak við það að við höfum ekki vitað, ekki séð, ekki verið vitni. Við erum öll vitni og í aðgerðaleysi okkar erum við öll samsek. Sameinuðu þjóðirnar, Evrópubandalagið og Amnesty International hafa öll lýst því yfir að um þjóðarmorð sé að ræða. Jafnvel NATO er loksins búið að setja Ísrael afarkosti. En tíminn líður. Börnin á Gaza eru að deyja og geta ekki beðið lengur. Lönd heimsins þurfa að taka sig til strax og láta verkin tala. Þau þurfa að hætta að líta undan og láta glepjast af lygum og yfirbreiðslu. Þau þurfa að stöðva sölu og flutning á vopnum til Ísraels, slíta stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, beita þvingunaraðgerðum og sniðgöngu, grípa inn í með hernaði og sækja til saka stríðsglæpamennina fyrir þetta óyggjandi og viðurstyggilega þjóðarmorð. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld leggi sitt af mörkum í þessari baráttu og láti sér ekki nægja að vonast eftir vopnahléi, harma bara og fordæma. Það er engin afsökun að við séum smáríki í ballarhafi, langt frá átökunum – okkur ber lagaleg skylda til að stöðva og grípa til refsinga, samkvæmt þjóðarmorðssáttmála Sameinuðu þjóðanna. Höfundar sitja í stjórn SÍUNG.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun