Börnin á Gaza eru ekki í fríi Bjarni Fritzson, Blær Guðmundsdóttir, Elías Rúni Þorsteinsson, Elísabet Thoroddsen, Gunnar Helgason, Linda Ólafsdóttir, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Yrsa Þöll Gylfadóttir skrifa 3. júní 2025 10:31 Bráðum fara íslensk börn í sumarfrí. Þau fá að sofa út og slappa af, þau geta farið út að leika sér í sólinni, skellt sér í sund eða í hjólatúr, þau geta horft á sjónvarpið eða lesið góða bók. Það er fjölmargt í boði. Þau eru í fríi. Börnin á Gaza fá ekkert frí. Þau búa ekki við þann munað að geta sofið áhyggjulaust út, slappað af og velt því fyrir sér hvað þau gætu gert skemmtilegt í dag. Við, undirrituð, tilheyrum nýkjörinni stjórn Síung, samtökum íslenskra barna- og unglingabókahöfunda, sem hefur meðal annars það hlutverk að auka veg og vanda barnabókmennta og standa vörð um kjör höfunda. Barnabækur og barnamenning eru líf okkar og lifibrauð, ástríða og yndi. Í hvert sinn sem við setjumst niður og skrifum eða myndlýsum bækur höfum við börn landsins í huga. Við sköpum ekki í tómarúmi eða hálfkæringi, af gróðahug eða til þess eins að geðjast barninu í okkur sjálfum. Við lítum til barnanna í samfélagi okkar og rýnum í það hvað þau vilja lesa, sjá og spegla sig í og hvert þau vilja ferðast í huganum. Börnin sjálf, þeirra reynsluheimur, sjónarhorn og hugðarefni eru okkur ávallt efst í huga. En íslensku börnin sem lesa bækurnar okkar, sem fá frí til að fara í sund og út á leikvöll í friði og velsæld eru ekki einu börnin sem eru okkur efst í huga. Börnin á Gaza eru okkar börn. Börnin á Gaza vilja líka róla hátt og hlæja dátt, borða, drekka, leika, hlaupa, hjóla, synda, lesa og lifa. Þau vilja lifa og eiga rétt á að lifa, rétt eins og okkar börn. Á meðan heimurinn rökræðir skilgreiningar á þjóðarmorði og gyðingaandúð fær Ísrael bæði rými og leyfi til að murka lífið úr börnum og öðrum saklausum borgurum, svelta þá, útsetja fyrir sjúkdómum og jafna heimili þeirra við jörðu. Framtíð heillar þjóðar er þurrkuð út þegar börn hennar eru drepin. Við fordæmum þjóðarmorðið, stríðsglæpina og landránið sem á sér stað á Gaza. Við fordæmum máttlaus viðbrögð stjórnvalda okkar og alþjóðasamfélagsins við stigvaxandi og blygðunarlausu ofbeldi sem á sér stað í beinni útsendingu. Ekki er hægt að skýla sér á bak við það að við höfum ekki vitað, ekki séð, ekki verið vitni. Við erum öll vitni og í aðgerðaleysi okkar erum við öll samsek. Sameinuðu þjóðirnar, Evrópubandalagið og Amnesty International hafa öll lýst því yfir að um þjóðarmorð sé að ræða. Jafnvel NATO er loksins búið að setja Ísrael afarkosti. En tíminn líður. Börnin á Gaza eru að deyja og geta ekki beðið lengur. Lönd heimsins þurfa að taka sig til strax og láta verkin tala. Þau þurfa að hætta að líta undan og láta glepjast af lygum og yfirbreiðslu. Þau þurfa að stöðva sölu og flutning á vopnum til Ísraels, slíta stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, beita þvingunaraðgerðum og sniðgöngu, grípa inn í með hernaði og sækja til saka stríðsglæpamennina fyrir þetta óyggjandi og viðurstyggilega þjóðarmorð. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld leggi sitt af mörkum í þessari baráttu og láti sér ekki nægja að vonast eftir vopnahléi, harma bara og fordæma. Það er engin afsökun að við séum smáríki í ballarhafi, langt frá átökunum – okkur ber lagaleg skylda til að stöðva og grípa til refsinga, samkvæmt þjóðarmorðssáttmála Sameinuðu þjóðanna. Höfundar sitja í stjórn SÍUNG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Bráðum fara íslensk börn í sumarfrí. Þau fá að sofa út og slappa af, þau geta farið út að leika sér í sólinni, skellt sér í sund eða í hjólatúr, þau geta horft á sjónvarpið eða lesið góða bók. Það er fjölmargt í boði. Þau eru í fríi. Börnin á Gaza fá ekkert frí. Þau búa ekki við þann munað að geta sofið áhyggjulaust út, slappað af og velt því fyrir sér hvað þau gætu gert skemmtilegt í dag. Við, undirrituð, tilheyrum nýkjörinni stjórn Síung, samtökum íslenskra barna- og unglingabókahöfunda, sem hefur meðal annars það hlutverk að auka veg og vanda barnabókmennta og standa vörð um kjör höfunda. Barnabækur og barnamenning eru líf okkar og lifibrauð, ástríða og yndi. Í hvert sinn sem við setjumst niður og skrifum eða myndlýsum bækur höfum við börn landsins í huga. Við sköpum ekki í tómarúmi eða hálfkæringi, af gróðahug eða til þess eins að geðjast barninu í okkur sjálfum. Við lítum til barnanna í samfélagi okkar og rýnum í það hvað þau vilja lesa, sjá og spegla sig í og hvert þau vilja ferðast í huganum. Börnin sjálf, þeirra reynsluheimur, sjónarhorn og hugðarefni eru okkur ávallt efst í huga. En íslensku börnin sem lesa bækurnar okkar, sem fá frí til að fara í sund og út á leikvöll í friði og velsæld eru ekki einu börnin sem eru okkur efst í huga. Börnin á Gaza eru okkar börn. Börnin á Gaza vilja líka róla hátt og hlæja dátt, borða, drekka, leika, hlaupa, hjóla, synda, lesa og lifa. Þau vilja lifa og eiga rétt á að lifa, rétt eins og okkar börn. Á meðan heimurinn rökræðir skilgreiningar á þjóðarmorði og gyðingaandúð fær Ísrael bæði rými og leyfi til að murka lífið úr börnum og öðrum saklausum borgurum, svelta þá, útsetja fyrir sjúkdómum og jafna heimili þeirra við jörðu. Framtíð heillar þjóðar er þurrkuð út þegar börn hennar eru drepin. Við fordæmum þjóðarmorðið, stríðsglæpina og landránið sem á sér stað á Gaza. Við fordæmum máttlaus viðbrögð stjórnvalda okkar og alþjóðasamfélagsins við stigvaxandi og blygðunarlausu ofbeldi sem á sér stað í beinni útsendingu. Ekki er hægt að skýla sér á bak við það að við höfum ekki vitað, ekki séð, ekki verið vitni. Við erum öll vitni og í aðgerðaleysi okkar erum við öll samsek. Sameinuðu þjóðirnar, Evrópubandalagið og Amnesty International hafa öll lýst því yfir að um þjóðarmorð sé að ræða. Jafnvel NATO er loksins búið að setja Ísrael afarkosti. En tíminn líður. Börnin á Gaza eru að deyja og geta ekki beðið lengur. Lönd heimsins þurfa að taka sig til strax og láta verkin tala. Þau þurfa að hætta að líta undan og láta glepjast af lygum og yfirbreiðslu. Þau þurfa að stöðva sölu og flutning á vopnum til Ísraels, slíta stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, beita þvingunaraðgerðum og sniðgöngu, grípa inn í með hernaði og sækja til saka stríðsglæpamennina fyrir þetta óyggjandi og viðurstyggilega þjóðarmorð. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld leggi sitt af mörkum í þessari baráttu og láti sér ekki nægja að vonast eftir vopnahléi, harma bara og fordæma. Það er engin afsökun að við séum smáríki í ballarhafi, langt frá átökunum – okkur ber lagaleg skylda til að stöðva og grípa til refsinga, samkvæmt þjóðarmorðssáttmála Sameinuðu þjóðanna. Höfundar sitja í stjórn SÍUNG.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun