Sjúkraþyrlu sem allra fyrst, kerfi sem veitir lífsbjörg Gunnar Svanur Einarsson skrifar 2. júní 2025 13:00 Í þessari grein er vakin athygli á því að enn hefur ekki verið sett á laggirnar sjúkraþyrlukerfi til stuðnings sjúkrabílum á Íslandi. Sjúkraþyrla er tæki til mannbjargar og gerir það án nokkurs vafa. Þvermóðska og hægagangur í stjórnkerfinu í áraraðir stendur hins vegar enn í vegi fyrir því að þetta sjálfsagða kerfi komist á laggirnar, og ég er sannfærður um, gegn betri vitund þeirra, að það sé útilokað að þeir ráðamenn sem standa í vegi fyrir þessu kerfi viti ekki að sjúkraþyrlukerfi bjargi mannslífum og auki líkur á endurhæfingu. Þá geta þeir ráðamenn hugsað með sér næst þegar þeir heyra af alvarlegu slysi eða veikindum á landsbyggðinni og dauðsfalli: hvað ef sjúkraþyrla, með hámenntuðu bráðateymi og hátæknisjúkrabúnaði, hefði komið til? Ég vil ekki gera lítið úr því að byggingum, gufuvirkjunum og bláu vatni sé bjargað undan glóandi hrauni en á bágt með að skilja að hikað sé þegar mannslíf eru í húfi. Að þá sé viðhafður eintómur seinagangur, stuðst við stofnanapólitík og hver veit hvað er fundið upp á til að finna þessu til vansa. Jafnvel hef ég heyrt menn telja að rekstur sjúkraþyrlna gangi ekki upp á Íslandi þar sem þær búi ekki yfir afísingarbúnaði, þrátt fyrir að þær séu notaðar um allan heim, já líka á Norðurlöndunum og einnig á Íslandi í áraraðir, undir heitinu TF-SIF. Sjúkraþyrla með sínum hátæknisjúkrabúnaði, lækni og bráðatækni er lífsbjörg. Hún skilar kostnaði til baka í heilbrigðiskerfinu og er auðvelt að finna heimildir því til stuðnings. Á landinu hefur fólki fjölgað verulega, bæði ferðafólki af íslensku og erlendu bergi og að sjálfsögðu eru hér heimamenn og er því um sjálfsagða grundvallarþjónustu að ræða. Ekki er ásættanlegt að bjóða upp á annað en hágæðaþjónustu þegar mannslíf eru annars vegar því eftir allt saman snýst þetta um líf og heilsu fólks. Setjum sjúkraþyrlukerfi strax af stað á Suðurlandi, t.d. frá Hvolsvelli svo við getum farið að safna reynslu og þekkingu hið fyrsta. Ég er sannfærður um að fljótt munu Vestfirðir, Norðurland og Austurland fylgja í kjölfarið því ég hef hvergi heyrt að sjúkraþyrlukerfið virki ekki. Höfundur er þyrluflugmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjúkraflutningar Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessari grein er vakin athygli á því að enn hefur ekki verið sett á laggirnar sjúkraþyrlukerfi til stuðnings sjúkrabílum á Íslandi. Sjúkraþyrla er tæki til mannbjargar og gerir það án nokkurs vafa. Þvermóðska og hægagangur í stjórnkerfinu í áraraðir stendur hins vegar enn í vegi fyrir því að þetta sjálfsagða kerfi komist á laggirnar, og ég er sannfærður um, gegn betri vitund þeirra, að það sé útilokað að þeir ráðamenn sem standa í vegi fyrir þessu kerfi viti ekki að sjúkraþyrlukerfi bjargi mannslífum og auki líkur á endurhæfingu. Þá geta þeir ráðamenn hugsað með sér næst þegar þeir heyra af alvarlegu slysi eða veikindum á landsbyggðinni og dauðsfalli: hvað ef sjúkraþyrla, með hámenntuðu bráðateymi og hátæknisjúkrabúnaði, hefði komið til? Ég vil ekki gera lítið úr því að byggingum, gufuvirkjunum og bláu vatni sé bjargað undan glóandi hrauni en á bágt með að skilja að hikað sé þegar mannslíf eru í húfi. Að þá sé viðhafður eintómur seinagangur, stuðst við stofnanapólitík og hver veit hvað er fundið upp á til að finna þessu til vansa. Jafnvel hef ég heyrt menn telja að rekstur sjúkraþyrlna gangi ekki upp á Íslandi þar sem þær búi ekki yfir afísingarbúnaði, þrátt fyrir að þær séu notaðar um allan heim, já líka á Norðurlöndunum og einnig á Íslandi í áraraðir, undir heitinu TF-SIF. Sjúkraþyrla með sínum hátæknisjúkrabúnaði, lækni og bráðatækni er lífsbjörg. Hún skilar kostnaði til baka í heilbrigðiskerfinu og er auðvelt að finna heimildir því til stuðnings. Á landinu hefur fólki fjölgað verulega, bæði ferðafólki af íslensku og erlendu bergi og að sjálfsögðu eru hér heimamenn og er því um sjálfsagða grundvallarþjónustu að ræða. Ekki er ásættanlegt að bjóða upp á annað en hágæðaþjónustu þegar mannslíf eru annars vegar því eftir allt saman snýst þetta um líf og heilsu fólks. Setjum sjúkraþyrlukerfi strax af stað á Suðurlandi, t.d. frá Hvolsvelli svo við getum farið að safna reynslu og þekkingu hið fyrsta. Ég er sannfærður um að fljótt munu Vestfirðir, Norðurland og Austurland fylgja í kjölfarið því ég hef hvergi heyrt að sjúkraþyrlukerfið virki ekki. Höfundur er þyrluflugmaður.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun