Áhugi á Bandaríkjareisum snarminnkar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2025 11:05 Donald Trump sneri aftur í Hvíta húsið 20. janúar síðastliðinn. Hann var áður forseti frá 2017 til 2021. AP/David Dermer Áhugi Íslendinga á ferðalögum til Bandaríkjanna hefur dvínað eftir að Donald Trump sneri aftur í embætti forseta Bandaríkjanna í upphafi árs. Áhuginn hefur dregist mest saman hjá kjósendum Samfylkingar og Viðreisnar. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup, sem tekinn var dagana 9. til 27. maí hefur áhugi á ferðalögum til Bandaríkjanna minnkað hjá rúmlega helmingi landsmanna, og minnkað nokkuð hjá rösklega einum af hverjum tíu. Áhuginn er óbreyttur hjá tæplega fjórðungi landsmanna og hefur aukist hjá ríflega tveimur af hverjum hundrað. Einn af hverjum tíu segist hvorki hafa haft áhuga á Bandaríkjaferðum fyrir né eftir embættistöku Trumps. Svarendur voru spurðir hvort áhugi þeirra á að ferðast til Bandaríkjanna hefði aukist eða minnkað eftir að Donald Trump tók við embætti forseta í byrjun árs.Gallup „Áhuginn á ferðalögum til Bandaríkjanna eftir að Trump tók aftur við embætti forseta hefur frekar minnkað hjá konum en körlum og frekar hjá fólki milli fertugs og sextugs en yngra eða eldra fólki. Áhuginn hefur frekar minnkað hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins en hjá íbúum landsbyggðarinnar, sem eru aftur á móti líklegri en höfuðborgarbúar til að segjast hvorki hafa haft áhuga á að ferðast til Bandaríkjanna fyrir né eftir að Trump tók við embætti í byrjun árs. Áhugi á ferðalögum til Bandaríkjanna hefur frekar minnkað hjá fólki með meiri menntun en minni, en fólk með minni menntun er líklegra til að segjast hvorki hafa haft áhuga á þeim fyrir né eftir að Trump tók aftur við embætti,“ segir í þjóðarpúlsinum. Sjá einnig: Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Áhugi fólks á ferðalögum vestur um haf var einnig skoðaður með tilliti til stjórnmálaskoðana. Áhuginn dróst mest saman hjá þeim sem sögðust myndu kjósa Viðreisn eða Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag, en hefur helst aukist hjá þeim sem kysu Miðflokkinn eða Flokk fólksins. Svörum var skipt upp eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og stjórnmálaskoðunum.Gallup Áhuginn hefur helst haldist óbreyttur hjá þeim sem kysu Miðflokkinn og þar á eftir hjá þeim sem kysu Sjálfstæðisflokkinn. Þetta skýrist af því að innan við einn af hverjum tíu þeirra sem kysu Miðflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn sögðust hvorki hafa haft áhuga á ferðalögum til Bandaríkjanna fyrir né eftir að Trump tók aftur við embætti. Könnunin var netkönnun sem gerð var dagana 9. til 27. maí. Heildarúrtakkstærð var 1.916 og þátttökuhlutfall var 43,6 prósent. Einstakilngar í úrtakinu voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Bandaríkin Donald Trump Skoðanakannanir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup, sem tekinn var dagana 9. til 27. maí hefur áhugi á ferðalögum til Bandaríkjanna minnkað hjá rúmlega helmingi landsmanna, og minnkað nokkuð hjá rösklega einum af hverjum tíu. Áhuginn er óbreyttur hjá tæplega fjórðungi landsmanna og hefur aukist hjá ríflega tveimur af hverjum hundrað. Einn af hverjum tíu segist hvorki hafa haft áhuga á Bandaríkjaferðum fyrir né eftir embættistöku Trumps. Svarendur voru spurðir hvort áhugi þeirra á að ferðast til Bandaríkjanna hefði aukist eða minnkað eftir að Donald Trump tók við embætti forseta í byrjun árs.Gallup „Áhuginn á ferðalögum til Bandaríkjanna eftir að Trump tók aftur við embætti forseta hefur frekar minnkað hjá konum en körlum og frekar hjá fólki milli fertugs og sextugs en yngra eða eldra fólki. Áhuginn hefur frekar minnkað hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins en hjá íbúum landsbyggðarinnar, sem eru aftur á móti líklegri en höfuðborgarbúar til að segjast hvorki hafa haft áhuga á að ferðast til Bandaríkjanna fyrir né eftir að Trump tók við embætti í byrjun árs. Áhugi á ferðalögum til Bandaríkjanna hefur frekar minnkað hjá fólki með meiri menntun en minni, en fólk með minni menntun er líklegra til að segjast hvorki hafa haft áhuga á þeim fyrir né eftir að Trump tók aftur við embætti,“ segir í þjóðarpúlsinum. Sjá einnig: Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Áhugi fólks á ferðalögum vestur um haf var einnig skoðaður með tilliti til stjórnmálaskoðana. Áhuginn dróst mest saman hjá þeim sem sögðust myndu kjósa Viðreisn eða Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag, en hefur helst aukist hjá þeim sem kysu Miðflokkinn eða Flokk fólksins. Svörum var skipt upp eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og stjórnmálaskoðunum.Gallup Áhuginn hefur helst haldist óbreyttur hjá þeim sem kysu Miðflokkinn og þar á eftir hjá þeim sem kysu Sjálfstæðisflokkinn. Þetta skýrist af því að innan við einn af hverjum tíu þeirra sem kysu Miðflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn sögðust hvorki hafa haft áhuga á ferðalögum til Bandaríkjanna fyrir né eftir að Trump tók aftur við embætti. Könnunin var netkönnun sem gerð var dagana 9. til 27. maí. Heildarúrtakkstærð var 1.916 og þátttökuhlutfall var 43,6 prósent. Einstakilngar í úrtakinu voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.
Bandaríkin Donald Trump Skoðanakannanir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira