Borðaði súrdeigsbrauð og mældist með áfengi í útblæstri Jón Ísak Ragnarsson skrifar 31. maí 2025 00:11 Súrdeigsbrauð. Getty/Natasha Breen Íslenskur maður um fertugt var stoppaður af lögreglu í vikunni og mældist með alkóhól í útblæstri þrátt fyrir að hafa aldrei drukkið deigan dropa. Ástæðan fyrir þessu var súrdeigsbrauð sem maðurinn hafði nýlega lagt sér til munns. Lögreglumaður segir að slíkar falskar mælingar komi fyrir en séu ekki algengar. Frétt DV um málið vakti mikla athygli í vikunni, þar sem maðurinn sagðist ekkert botna í mælingunni þar sem hann hefði aldrei drukkið. Sagt er frá því að maðurinn hafi verið að maula á hádegismatnum sínum í bílnum, skinduhyrnu úr súrdeigi. Logi Sigurjónsson, aðalvarðstjóri umferðardeilar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að það hafi verið rétt viðbrögð að leyfa manninum að blása aftur eftir að hafa skolað munninn, en þá hafi ekkert áfengi mælst. Hann veit ekki hvers vegna súrdeigið getur valdið þessu. „Ég er nú enginn sérfræðingur í súrdeigsbrauði, en það væntanlega á sér stað einhver gerjun þarna. En hún er mjög lítil og hann hefur væntanlega bara verið nýbúinn að kyngja bita af súrdeigi þegar hann blés í mælinn.“ Logi segir að önnur matvæli sem geti valdið falskri mælingu séu léttbjórar, malt og slíkt. Þannig drykkir geti mælst svona rétt eftir síðasta sopa. En svona konfekt með rommi og slíkt? Ég held það sé ekki áfengi í því, ég veit ekki til þess. Logi segir að það sé ekki algengt að lögreglan fái falska niðurstöðu í mælingum. Mælitækin séu orðin nokkuð nákvæm. „Já þau eru það en samt gefa þessir mælar sem eru notaði úti á vettvangi bara vísbendingu sem síðan er unnið eftir. Yfirleitt er hlustað á rök manna ef þeir mæla eindregið á móti því að áfengi hafi verið haft við hönd,“ segir Logi. Áfengi Bylgjan Reykjavík Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Blótaði minnihlutaþingmönnum og rauk á dyr Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Sjá meira
Frétt DV um málið vakti mikla athygli í vikunni, þar sem maðurinn sagðist ekkert botna í mælingunni þar sem hann hefði aldrei drukkið. Sagt er frá því að maðurinn hafi verið að maula á hádegismatnum sínum í bílnum, skinduhyrnu úr súrdeigi. Logi Sigurjónsson, aðalvarðstjóri umferðardeilar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að það hafi verið rétt viðbrögð að leyfa manninum að blása aftur eftir að hafa skolað munninn, en þá hafi ekkert áfengi mælst. Hann veit ekki hvers vegna súrdeigið getur valdið þessu. „Ég er nú enginn sérfræðingur í súrdeigsbrauði, en það væntanlega á sér stað einhver gerjun þarna. En hún er mjög lítil og hann hefur væntanlega bara verið nýbúinn að kyngja bita af súrdeigi þegar hann blés í mælinn.“ Logi segir að önnur matvæli sem geti valdið falskri mælingu séu léttbjórar, malt og slíkt. Þannig drykkir geti mælst svona rétt eftir síðasta sopa. En svona konfekt með rommi og slíkt? Ég held það sé ekki áfengi í því, ég veit ekki til þess. Logi segir að það sé ekki algengt að lögreglan fái falska niðurstöðu í mælingum. Mælitækin séu orðin nokkuð nákvæm. „Já þau eru það en samt gefa þessir mælar sem eru notaði úti á vettvangi bara vísbendingu sem síðan er unnið eftir. Yfirleitt er hlustað á rök manna ef þeir mæla eindregið á móti því að áfengi hafi verið haft við hönd,“ segir Logi.
Áfengi Bylgjan Reykjavík Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Blótaði minnihlutaþingmönnum og rauk á dyr Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Sjá meira